Fréttablaðið - 18.08.2004, Síða 33

Fréttablaðið - 18.08.2004, Síða 33
5MIÐVIKUDAGUR 18. ágúst 2004 út í kuldann og orðinn aðalmark- vörður liðsins. Sinn fyrsta lands- leik lék hann 19 ára. Sá leikur var í Moskvu í skíta- kulda en töffarinn Buffon lét sig hafa það að spila í stuttermapeysu eins og ævinlega. Pagliuca meiddist og unglingurinn steig ískaldur sín fyrstu spor. Fyrstu árin í landsliðinu barðist hann um sæti við ekki minni kappa en Pagliuca, Peruzzi og Toldo og á HM 1998 var hann þriðji kostur. Stórkostleg frammistaða hans tímabilið á eftir varð til þess að hann varð aðalmarkvörður og lék flesta leikina í undankeppni EM. Missti af Evrópumótinu Buffon meiddist hinsvegar fyrir úrslitakeppnina og mátti sætta sig við að fylgjast með Francesco Toldo eiga stórgott mót og koma Ítölum í úrslitaleikinn með hetjuskap í vítakeppni. Áttu flestir von á að hinn eldri og reyndari Toldo yrði markvörður númer eitt næstu árin en svo var nú aldeilis ekki og Buffon var fljótlega kominn milli stanganna hjá hinum bláu, Azzurri. Hefur hann verið fyrsti kostur æ síðan. Buffon hefur verið ákaflega stöðugur í gegnum árin ef frá er talin fyrsta leiktíð hans með Juventus og jafnvel þá gerði hann engar stórkostlegar bommertur. Hann var besti maður liðsins þegar það fagnaði meistaratitli á annarri leiktíð hans með liðinu og Giovanni Agnelli heitinn, heiðurs- forseti Juve, sagði hann besta unga markvörð sem hann hefði nokkurn tíman séð; tæki jafnvel goðsögninni Dino Zoff fram. Hann er nú að hefja sitt tíunda leiktímabil í serie A og á örugg- lega eftir að leika ein tíu ár í við- bót hið minnsta ef heilsa og nenna leyfa. Það verður að teljast líklegt að hann spili lengi því íþróttir eru hans líf og yndi og hann er kom- inn af miklu íþróttafólki. Hann var þó ekki alveg viss sem ung- lingur um framtíð sína í boltanum og lagði stund á nám í endurskoð- un. Hann var bráðger, stór og sterkur miðjumaður í skólaliðinu en seinn að hlaupa og prófaði að fara í markið svona frekar en að gefast upp á boltanum. Fljótlega komu í ljós ótvíræðir hæfileikar hans og henti hann þá bókfærslu- bókunum frá sér. Gífurlega vinsæll Hann er gífurlega vinsæll á Ítalíu og eini landsliðsmaðurinn sem hefur náð að skína stöðugt og skært á alþjóðastjörnuhimninum. Nesta og Cannavaro hafa ekki reynst þeir arftakar Maldinis sem menn áttu von á og Totti, Vieri og Del Piero hafa fjarri því náð að sýna sínar bestu hliðar með landsliðinu, allra síst á stórmótum. Buffon þykir ein- nig koma vel fyrir í fjölmiðl- um, er yfirvegaður og greindarlegur í svörum í því mikla spurningaflóði sem ítalskir sparkblaðamenn láta dynja á honum nær daglega allan ársins hring. Hann er með sjarmerandi sveita- hreim og skemmtilegan humor og er duglegur að styðja við bakið á góðgerð- armálum. Hann heldur tryggð við heimalið sitt Carrarese sem leikur í neðri deildunum en segir þó Genoa vera sitt uppáhalds- lið og hann gæti vel hugsað sér að ljúka ferlinum með því ágæta fallna stórveldi. Það verður þó varla í bráð því þessi dýrasti mark- vörður heims á eflaust eft- ir að leika með bestu liðum álfunnar næsta áratuginn hið minnsta og sýna að ef einhverntímann er hægt að réttlæta að punga út 5 miljörðum fyrir einn leik- mann, þá er það fyrir mann eins og hann. einarlogi@frettabladid.is við liðinu. Gaman verður að sjá hvernig Eiður bregst við þeirri hörðu samkeppni sem hinir tveir nýju leikmenn munu veita honum. Á dögunum gerði Eiður svo nýjan fjöggurra ára samning við liðið sem tryggir honum ríflega 7 milljónir íslenskra króna í viku- laun sem hlýtur að þýða að hann sé inni í framtíðaráformum fé- lagsins. Eiður hefur byrjað vel í ensku deildarkeppninni og tryggði Chel- sea sigur gegn Manchester United í fyrsta leik vetrarins í eitt núll i sigri og virðist aldrei hafa verið í betra formi. Þar ræður án efa miklu um um koma Mourinho til liðsins en hann er þekktur fyr- ir að halda uppi járnaga og krefj- ast þess að leikmenn hans séu í framúrskarandi formi. Flest virð- ist benda til þess að nýi knatt- spyrnustjórinn hafi tekið ástfóstri við Eið. Einvígi guðanna Eiður á eftir að vera í aðalhlut- verki á Laugardalsvellinum í kvöld gegn ítalska landsliðinu sem mætir til Íslands með mikið breytt lið frá því á EM fyrr í sum- ar því einungis 10 af þeim 21 leik- manni sem tók þátt á EM eru í leikmannahópi Ítala í kvöld. Eiður mun þurfa að kljást við Al- essandro Nesta varnarmann Mil- an sem oft hefur verið álitinn einn af betri varnarmönnum heims auk Marco Materazzi varnarmann Inter. Báðir eru þeir öflugir varn- armenn, stórir og stæðilegir eins og Eiður og mun verða skemmti- legt að sjá hvernig Eiði reiðir af á heimavelli gegn þeim félögum. Auk þess að gleðja auga knatt- spyrnuáhugamanna munu augu kvenþjóðarinnar beinast að rimmu Eiðs og Nesta þar sem þar fara einkar fríðir og burðugir menn. Barátta þeirra verður eins og einvígi þrumuguðsins Þórs úr norrænu goðafræðinni og eldguðsins Vúlkan úr guðaheimi Rómverja. Átök milli menningar- heima ekki síður en manna þar sem eigast við frambærilegustu fánaberar þjóðanna tveggja, ljós- hærði víkingurinn og svarthærði ítalski prinsinn sem leiða saman hesta sína. Það væri Eiði til miklunar ef hann lamaði Ítalina með hamri sínum sem aldrei hefur verið eins þungur og öflugur og tryllti um leið landann í Laugardalnum og þá sem heima sitja með því að leiða liðið í áttina að sigri. Ítalirn- ir munu örugglega gera hvað þeir geta til að hljóta ekki háðuglega útreið fyrir litlu eyþjóðinni en það hefur sýnt sig að ítalska lið- ið er ekki heilagt og spilar oft undir getu þrátt fyirir að vera umvafið hetjuljóma. Íslensku leikmennirnir geta hæglega velgt Ítölunum undir ugg- um ef þeir mæta dýrvit- lausir til leiks staðráðnir í að selja sig dýrt og falla ekki í þann pytt að hræðast orðspor og litklæði ítölsku garpanna. ingi@frettabladid.is mætir Buffon mi fyrir hvor öðrum á Laugardalsvellinum í kvöld. andsliðinu er afrek ekki síst fyrir þær sakir hver stendur í markinu: markvörður heims REYNIÐ BARA AÐ SKORA HJÁ MÉR Gianluigi Buffon er að flestum talinn besti markvörður heims.

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.