Fréttablaðið - 18.08.2004, Síða 52

Fréttablaðið - 18.08.2004, Síða 52
FÓTBOLTI Marcello Lippi hitti blaða- menn fyrir æfingu ítalska lands- liðsins í Laugardal í gær. „Mitt meginmarkmið er að skapa félagsanda hjá landsliðinu og ég vil sjá liðsheild sem berst saman í þessu. Þess vegna ætlast ég til þess frá fyrstu mínútu í leiknum gegn Íslendingum að menn taki hlutverk sitt alvarlega og af ástríðu. Þetta á að svara því fullnægjandi hvort ég taki þennan leik alvarlega, sagði Marcello Lippi, þjálfari Ítala, í gær. „Íslenska liðið er mjög erfitt viðureignar, ég hef horft á þrjá leiki þeirra á myndbandi, gegn Þjóðverjum, Færeyingum og Lettum, og þetta er ekki lið sem gefur neitt eftir. Íslendingar eiga marga góða leikmenn, ég horfði á Guðjohnsen í sjónvarpinu um helgina gegn Manchester United og það vita allir hvað hann getur. Einnig þekki ég til annarra leik- manna Íslands, sérstaklega þeirra sem leika við góðan orðstír í Englandi og Belgíu.“ Lippi sagðist ekkert vera sérstaklega spenntur fyrir leikn- um á morgun, þetta væri byrjunin á löngu ferli og hann vissi það að róðurinn ætti töluvert eftir að þyngjast og álagið á hann aukast þegar undankeppni HM hefst. „Ég get ekki kvartað yfir álag- inu, mér finnst forréttindi að fá að vinna við það sem mér finnst skemmtilegast af öllu og það er mikill heiður að stýra landsliði Ítala.“ Ítalskur blaðamaður sem spurði Lippi um hvort það yrði ekki ný tilfinning og spennandi að heyra þjóðsönginn á undan leiknum í dag, fékk smá sögukennslu frá þjálfaranum. „Þið eruð sennilega búnin að gleyma því en ég lék 3 landsleiki með undir 23 ára landsliðinu á sínum tíma og þjóðsöngurinn var líka leikinn í þá daga!“ einarlogi@frettabladid.is  06.55 Ólympíuleikarnir í Aþenu á RÚV. Bein útsending frá keppni í sundi þar sem Ragnheiður Ragn- arsdóttir er á meðal keppenda.  08.20 Ólympíuleikarnir í Aþenu á RÚV. Bein útsending frá leik Ís- lendinga og Slóvena í handbolta.  10.10 Ólympíuleikarnir í Aþenu á RÚV. Beint frá keppni í 200 metra fjórsundi.  12.50 Ólympíuleikarnir í Aþenu á RÚV. Bein útsending frá úrslita- keppni í kúluvarpi kvenna.  15.40 Ólympíuleikarnir í Aþenu á RÚV. Bein útsending frá strand- blaki kvenna.  16.25 Ólympíuleikarnir í Aþenu á RÚV. Bein útsending frá úrslita- keppni í sundi.  19.15 Landsleikur í fótbolta á RÚV. Bein útsending frá leik Ís- lands og Ítalíu sem fram fer á Laugardalsvelli.  19.30 Körfubolti á Sýn. Banda- ríkin og Grikkland mætast í körfu á Ólympíuleikunum.  21.00 Landsleikur í knattspyrnu á Sýn. England og Úkraína.  22.30 Ólympíukvöld á RÚV. Í þættinum er fjallað um helstu við- burði á Ólympíuleikunum í Aþenu.  22.40 Olíssport á Sýn. Fjallað er um helstu íþróttaviðburði heima og erlendis.  23.00 Ólympíuleikarnir í Aþenu á RÚV. Endursýndur leikur Íslend- inga og Slóvena í handbolta frá því um morguninn.  23.55 US PGA Tour á Sýn. FÓTBOLTI Það verður stórhátíð á Laugardalsvelli í kvöld þegar ís- lenska knattspyrnulandsliðið tekur á móti því ítalska klukkan 19.15 og er þetta án efa stærsti vináttu- landsleikur sem fram hefur farið á Laugardalsvellinum hingað til. Knattspyrnusamband Íslands hef- ur verið með markvissa herferð í þeim tilgangi að slá 36 ára gamalt aðsóknarmet á Laugardalsvellin- um en til þess að það takist þurfa að koma fleiri en 18.200 áhorfend- ur á leikinn. Fyrir utan leikinn sjálfan verð- ur heljarinnar dagskrá í boði fyrr um daginn og þar ættu flestir að finna eitthvað við sitt hæfi. Fréttablaðið sló á þráðinn til Ás- geirs Sigurvinssonar, annars af þjálfurum íslenska landsliðsins, og spurði hann út í leikinn. „Þetta lítur allt vel út og þeir leikmenn sem hafa átt að stríða við smávægileg meiðsli, eins og Arnar Grétarsson og Arnar Þór Viðars- son, eru búnir að ná sér og það virð- ist sem allir leikmenn verði klárir í slaginn.“ Aðspurður segir Ásgeir að góð stemning ríki í hópnum og almennt hlakki menn til þessa stóra verk- efnis: „Ég er að vona að þetta verði einfaldlega söguleg stund, bæði hvað varðar áhorfendafjöldann og leikinn sjálfan en það er ekki á hverjum degi sem íslenska lands- liðið mætir svo stórri og sterkri knattspyrnuþjóð. Mér finnst alveg frábært hvað KSÍ hefur gert mikið úr þessum leik og það er alveg full ástæða til þess. Við finnum vel fyrir stemningunni úti í þjóðfélag- inu sem verið hefur að myndast frá því að stefnan var sett á að slá að- sóknarmetið og ætlum að gera allt sem við getum til að vera landi og þjóð til sóma. Það er spenna í leikmönnum en fæstir af þeim hafa upplifað það að spila fyrir fleiri en 7 þúsund manns á Laugardalsvellinum. Hér áður fyrr var ekki óalgengt að landsliðið spilaði fyrir 14-15 þúsund manns og þá myndaðist oft geysileg stemning. Þessi leikur nú verður því ný upplifun fyrir marga leik- menn okkar og ég vona innilega að það náist að slá aðsóknarmetið.“ Aðspurður um leikinn sjálfan sagðist Ásgeir búast við því að Ítal- ir myndu pressa stíft frá byrjun: „Marcello Lippi er þekktur fyrir að vilja láta pressa manninn með bolt- ann afar stíft og það hefur alltaf þótt erfitt að leika gegn liðum und- ir hans stjórn. Við verðum að taka fast á þeim en um leið vera mjög þolinmóðir og snöggir að sækja þegar færi gefst. Við ætlum að sýna þennan rétta karakter sem einkennt hefur íslenska landsliðið í gegnum árin – að menn séu tilbún- ir að berjast í 90 mínútur og gefa sig allan í þetta,“ sagði Ásgeir og bætti við: „Það verður virkilega gaman að takast á við þetta verkefni því þetta ítalska lið sem kemur hingað er samansafn af toppfótboltamönn- um og við vitum alveg að þeir verða á fullu. Þeir þurfa að sýna sig og sanna fyrir nýjum landsliðs- þjálfara og það er engin hætta á að Ítalarnir mæti í leikinn með hálf- um hug.“ sms@frettabladid.is 20 18. ágúst 2004 MIÐVIKUDAGUR Við hrósum ...Valsstelpunum fyrir frábæra knattspyrnu og lifandi og skemmtileg fögn í Landsbankadeild kvenna í sumar. Valsstelpurnar hafa fimm stiga forystu í deildinni þegar tveir leikir eru eftir. Þær hafa einnig sýnt góð tilþrif í fögnunum sem nú eru farin að verða djarfari en oft áður. „Ég nenni ekki að lemja mig í hausinn yfir þessu.“ Lára Hrund Bjargardóttir eftir að hún kom upp úr lauginni í Aþenu eftir 200 metra fjórsund. sport@frettabladid.is HVAÐ? HVENÆR? HVAR? 15 16 17 18 19 20 21 Miðvikudagur ÁGÚST Vissir þú... ...að Rúnar Kristinsson sem var kallaður inn í landsliðshópinn fyrir leikinn gegn Ítölum mun leika sinn 104. leik fyrir Íslands hönd. Aðeins í nokkra daga! 20% - 50% afsláttur af ákveðnum vörum F a x a f e n i 8 • 1 0 8 R e y k j a v í k • s í m i 5 3 4 2 7 2 7 Nýtt kortatímabil Láttu sjá þig Tilboðsv erð 5.995.- Flís windstopper með rennilás undir ermum. Fáanlegar í XS til XXXL. ÚTSALA Okkar rétta andlit Ásgeir Sigurvinsson landsliðsþjálfari segir leikinn gegn Ítölum á Laug- ardalsvelli í kvöld vera sögulega stund. Allir leikmenn klárir í slaginn. Marcello Lippi, þjálfari ítalska landsliðsins, fyrir leikinn gegn Íslandi í kvöld: Tökum leikinn alvarlega LIPPI Í LAUGARDALNUM Marcello Lippi, landsliðsþjálfari Ítala, sést hér stjórna æfingu liðsins í Laugardalnum í gærkvöld. Fréttablaðið/E.Ól. ÁSGEIR OG LOGI NJÓSNA Landsliðsþjálfarnir Ásgeir Sigurvinsson og Logi Ólafsson fylgjast með æfingu ítalska landsliðsins í Laugar- dalnum í gærkvöld. Leikurinn hefst klukkan 19.15 í kvöld. Fréttablaðið/E.Ól.

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.