Fréttablaðið - 19.11.2004, Blaðsíða 1
● eftir agnar jón
Baltasar Kormákur:
▲
SÍÐA 51
Með nýja
sjónvarpsþætti
● á leið til landsins
Bruce Johnston:
▲
SÍÐA 40
Bassaleikari
Beach Boys
MEST LESNA DAGBLAÐ Á ÍSLANDI
FÖSTUDAGUR
FH MÆTIR ÞÓR Tveir leikir verða í
norður-riðli Íslandsmóts karla í handbolta
klukkan 19.15. Fram tekur á móti Aftur-
eldingu í Safamýrinni og Þór leikur gegn
FH í Kaplakrika.
DAGURINN Í DAG
VEÐRIÐ Í DAG
19. nóvember 2004 – 317. tölublað – 4. árgangur
SKELFILEGIR SAMNINGAR Einar
Oddur Kristjánsson, varaformaður fjárlagan-
efndar, segir að kennarasamningarnir geti
ógnað stöðugleikanum.Hann segir samn-
ingana skelfilega. Sjá síðu 2
ÍRANIR ÞRÓA VOPN Bandarísk
stjórnvöld hafa undir höndum gögn sem
gefa til kynna að Íranir vinna að þróun eld-
flauga sem geta flutt kjarnorkusprengjur til
skotmarka sinna. Sjá síðu 2
FJÖLDI ÁRANGURSLAUSRA FJÁR-
NÁMA Ríflega sautján þúsund árangursl-
aus fjárnám hjá einstaklingum hafa verið
gerð frá árinu 2001. Fjárnámin voru mun
fleiri hjá körlum en konum. Sjá síðu 6
SKIPTIR SÉR EKKI AF RANN-
SÓKN Björn Bjarnason dómsmálaráð-
herra ætlar ekki að hlutast til um rannsókn
ríkislögreglustjóra á þætti einstaklinga í
verðsamráði olíufélaganna. Sjá síðu 8
Kvikmyndir 38
Tónlist 42
Leikhús 42
Myndlist 42
Íþróttir 32
Sjónvarp 48
Erling Klingenberg:
▲
Í MIÐJU BLAÐSINS
Eldar sverðfisk
og karríkássur
● matur ● tilboð
nr. 46 2004
DANSAR OG HLÆR
SJÓ
NV
AR
PS
DA
GS
KR
ÁI
N
19
. n
óv
. -
2
5.
nó
v.
fólk tíska sambönd stjörnuspá persónuleikapróf
+
Ellý Vilhjálms
Ofdekur
Path of Love
AUÐUR BJARNADÓTTIR
» lærlingur í lífinu
» Leiðinlegra
að skrifa ein
BIRNA
ANNA
▲
FYLGIR FRÉTTABLAÐINU DAG
Lærlingur
í lífinu
● Ofdekur ● Ellý Vilhjálms
VÍÐAST BJARTVIÐRI Gæti þykknað
eitthvað upp allra vestast síðdegis. Kalt í
veðri og frost víða 3-13 stig, kaldast til
landsins. Sjá síðu 4
Veffang: visir.is – Sími: 550 5000
Höfuðborgarsvæðið
Me›allestur dagblaða.
Uppsafnað meðaltal sjónvarpsáhorfs.*
Konur
Samkvæmt fjölmi›lakönnun Gallups október '04
76%
44%
54%
MBL Skjár 1FBL
11-19
OPI‹
KJARAMÁL Stjórnendur sveitar-
félaganna leita að ráðum til að
bregðast við þeim kostnaðarauka
sem samningurinn hefur í för með
sér. Ef ekki er hægt að hækka
skatta verður að draga saman út-
gjöld, t.d. með niðurskurði í æsku-
lýðs- og íþróttastarfi, samdrætti í
rekstri, minni snjómokstri, minni
stuðningi við félög og sjálfboða-
starf eða minna starfshlutfalli
starfsmanna. Í Ólafsfirði neyðast
bæjaryfirvöld til að segja upp
fólki.
„Það er hægt að draga saman
þjónustu í íþróttahúsinu, gera for-
stöðumönnum að spara ennþá
meira í rekstri og minnka starfs-
hlutfall hjá fólki,“ segir Stefanía
Traustadóttir, bæjarstjóri í Ólafs-
firði. „Við neyðumst líka til að
segja upp fólki.“ Hún segist hins
vegar ekki geta sagt til um hversu
mörgum verði sagt upp. „Hér
gerum við ekki ráð fyrir neinum
framkvæmdum á næsta ári. Við
verðum í miklum og hörðum
aðhaldsaðgerðum og þær koma
alls staðar niður en auðvitað
stöndum við við skyldur gagnvart
starfsfólki.“
Í Fjarðabyggð er gert ráð fyrir
almennum launahækkunum til
allra bæjarstarfsmanna á grund-
velli ASÍ-samningsins í drögum að
fjárhagsáætlun. Kjarasamningur
kennara kostar bæinn 30 milljónir
umfram þær áætlanir. Guðmund-
ur Bjarnason bæjarstjóri segir
ekki um margt að ræða, skera
þurfi niður þjónustu og fram-
kvæmdir.
„Rekstur sveitarfélagsins er
erfiður eins og allra annarra
sveitarfélaga og menn reyna að
bregðast við með því að skera nið-
ur á móti auknum útgjöldum,“
segir hann.
Reinhard Reynisson, bæjar-
stjóri á Húsavík, segir samninginn
þýða verulegan kostnaðarauka.
„Við erum að vinna í fjárhags-
áætlun og sú staða er satt að segja
mjög þröng,“ segir Reinhard.
„Það er alveg ljóst að hún verður
meira en þröng í framhaldi af
þessari niðurstöðu. Tekjurammi
sveitarfélaganna er engan veginn
fullnægjandi. Það er orðið enn
meira knýjandi að ríkisvaldið
komi fram við sveitarfélögin af
sanngirni í þeim samningaviðræð-
um sem eru í gangi. Óbilgirni
ríkisvaldsins í garð sveitarfélag-
anna varðandi tekjuskiptingu er
hreinlega með ólíkindum.“
-ghs
Sjá einnig síðu 2, 4 og 6
Faðir íslensks friðargæslumanns:
Safnar fyrir fjölskyldu Feribu litlu
SÖFNUN Ákveðið hefur verið að
efna til samskota handa fjölskyldu
litlu stúlkunnar Feribu, sem lést
þegar ráðist var á íslensku friðar-
gæsluliðana í Kabúl 23. október.
Söfnunin fer fram í Hvítasunnu-
kirkjunni í Keflavík næstkomandi
fimmtudagskvöld. Þá verður
söngsamkoma haldin þar.
„Ég las grein um litlu stúlkuna
og fjölskyldu hennar í Fréttablað-
inu,“ sagði Kristinn Ásgrímsson,
sem hefur forgöngu um samskot-
in. Hann starfar hjá Flugþjónust-
unni í Keflavík.
„Þessi grein, þar sem fram
kom að látna stúlkan væri fyrir-
vinna átta manna fjölskyldu sinn-
ar, hreyfði við mér. Þarna er fólk í
sorg og mig langaði að láta það
vita að það stendur ekki öllum á
sama um það.“
Sonur Kristins starfar að frið-
argæslumálum í Kabúl um þessar
mundir. Kristinn sagði að leitað
yrði leiða í samráði við hann til að
koma peningunum sem myndu
safnast til fjölskyldunnar.
Samskotin verða auglýst í
Víkurfréttum og sagði Kristinn að
öll framlög væru vel þegin. Það
munaði um hvern eyri. - jss
Auður Bjarnadóttir:
HRÍMÞOKA Í FOSSVOGSDAL Mjög kalt var á landinu í gær. Samkvæmt upplýsingum Veðurstofu Íslands fór frostið í Reykjavík í tíu
gráður. Mest frost á landinu mældist í Húsafelli í gærmorgun, átján gráður. Veðurstofan býst við björtu og köldu veðri í dag en svo á að
hlýna um helgina. Kuldann má rekja til hæðar sem er yfir landinu og heimskautalofti sem berst yfir landið frá norðurhluta Grænlands.
Ofbeldi í Írak:
Á annan
tug létust
ÍRAK, AFP Í það minnsta sautján
Írakar létust í gær vegna ofbeld-
isöldunnar sem riðið hefur yfir
landið frá því að bandarískar og
íraskar hersveitir réðust til atlögu
í Falluja fyrir tæpum tveimur vik-
um. Sjö létust í sprengjuárásum á
þjóðvegum nærri Samarra og Baiji.
Aðgerðirnar í Falluja hafa ko-
stað 51 bandarískan hermann og
átta íraska hermenn lífið, sagði
John Sattler, hershöfðingi og yfir-
maður bandarískra landgöngu-
liðssveita í Írak. Nær 500 her-
menn hafa særst í bardögum í
borginni.
Rauði hálfmáninn segir 150
fjölskyldur enn í sjálfheldu í
Falluja. Samtökin hafa enn ekki
getað farið inn í borgina til að að-
stoða íbúa. ■
FÓRNARLAMB
Efnt verður til samskota í Hvítasunnusöfn-
uðinum í Keflavík fyrir fjölskyldu Feribu.
Uppsagnir í Ólafsfirði
vegna kjarasamnings
Bæjarstjórinn í Ólafsfirði segir að nýr kjarasamningur við kennara þýði að bærinn þurfi að
segja upp starfsfólki. Stjórnendur sveitarfélaganna leita ráða dyrum og dyngjum til að mæta
30 prósenta kostnaðarauka sem samningurinn hefur í för með sér.
FR
ÉT
TA
B
LA
Ð
IÐ
/V
IL
H
EL
M
01 Forsíða 18.11.2004 21.29 Page 1