Fréttablaðið - 19.11.2004, Blaðsíða 10
10 19. nóvember 2004 FÖSTUDAGUR
SÁRIR FEÐGAR
Íraskir feðgar sátu hlið við hlið á Yarmouk
sjúkrahúsinu í Bagdad þar sem gert var að
sárum sem þeir hlutu á höfði í sprengju-
árás. Tveir létust og fimm særðust í árás-
inni.
Var tekinn með tvö kíló af hörðum efnum:
Flutti inn fíkniefni
til að borga skuldir
DÓMSMÁL Tæplega fertugur maður
hefur verið ákærður fyrir inn-
flutning á tæpu kílói af kókaíni og
tæpu kílói af amfetamíni. Hann
var handtekinn á Keflavíkurflug-
velli þegar hann var að koma
hingað til lands í maí.
Maðurinn var með fíkniefnin í
vösunum á yfirhöfninni sem
hann klæddist. Hann var að
koma með flugi frá Kaupmanna-
höfn en þaðan hafði hann komið
frá Amsterdam. Við þingfestingu
málsins í Héraðsdómi Reykja-
víkur í gær játaði hann innflutn-
ing fíkniefnanna. Hann sagðist
ekki hafa flutt efnin inn í hagn-
aðarskyni heldur hafi hann ætlað
að borga skuld með efnunum.
Hjá lögreglu sagðist maðurinn
hafa flutt efnin inn fyrir aðra til
að greiða skuld. Hann vildi ekki
gefa upp fyrir hverja hann vann
en segir þá hafa ætlað að sjá um
sölu fíkniefnanna. Samkvæmt
upplýsingum blaðsins hefur
hann gerst brotlegur við lög áður
en þau brot munu ekki varða við
fíkniefnalöggjöfina né vera stór-
vægileg.
Ekki verður þörf á vitnaleiðsl-
um í málinu þar sem játning ligg-
ur fyrir. Sækjandi og verjandi
munu reifa um refsiákvæði í byrj-
un desember.
- hrs
Starfsmenn tengdir
samráði enn starfandi
Fjöldi stjórnenda sem er talinn eiga þátt í samráði olíufélaganna starfar
enn. Einar Benediktsson er eini forstjórinn sem enn starfar. Þingmaður
segir víða tíðkast að félög hreinsi til hjá sér til að öðlast traust að nýju.
VERÐSAMRÁÐ Þrátt fyrir að olíufé-
lögin Essó, Skeljungur og Olís
hafi skipt um eigendur frá því að
verðsamráði þeirra lauk í kjölfar
húsleitar Samkeppnisstofnunar
þá starfa margir stjórnenda enn
hjá félögunum sem taldir eru eiga
aðild að samráð-
inu.
Einar Bene-
diktsson, forstjóri
Olís, er eini for-
stjóri olíufélag-
anna þriggja sem
hætti ekki störfum
í kjölfar rannsókn-
ar Samkeppnis-
stofnunar. Hann
er annar tveggja
eigenda félagsins.
Hjá Olís starfa
líka Jón Halldórs-
son hjá markaðs-
sviði stórnotenda
og Samúel Guð-
mundsson í fjár-
festingum og
áhættustýringu,
en þeirra beggja
er víða getið í nið-
urstöðu sam-
keppnisráðs um
verðsamráðið.
Gunnar Karl Guðmundsson,
núverandi forstjóri Skeljungs,
starfaði hjá félaginu meðan á
samráðinu stóð. Margrét Guð-
mundsdóttir starfar á neytenda-
sviði félagsins og Friðrik Þ. Stef-
ánsson hjá fyrirtækjasviði. Bæði
koma þau við sögu í niðurstöðu
samkeppnisráðs.
Starfsmenn Essó sem eru tald-
ir tengjast samráðinu
og starfa enn hjá Essó
eru Magnús Ásgeirs-
son í eldsneytiskaup-
um og umhverfismál-
um og Heimir Sigurðsson, fram-
kvæmdastjóri neytendasviðs. Þá
er í niðurstöðu samkeppnisráðs
getið um aðild Gunnars Skapta-
sonar, framkvæmdastjóra Ork-
unnar, að samráðinu. Orkan er nú
í eigu Skeljungs.
Pálmi Haraldsson, stjórnarfor-
maður Skeljungs, vildi ekki svara
því hvort staða starfsmanna fé-
lagsins sem taldir eru tengjast
verðsamráðinu sé til athugunar.
Ekki náðist í stjórnarformenn
Olís og Essó.
Lúðvík Bergvinsson, þingmað-
ur Samfylkingarinnar, sagði í um-
ræðum á Alþingi fyrir skömmu að
fyrirtæki sem tengjast verðsam-
ráðinu verði að reyna að öðlast
traust almennings á nýjan leik.
Almennt tíðkist það í þróuðum
samfélögum að þegar svona komi
upp hreinsi menn til hjá sér til að
ná því markmiði.
ghg@frettabladid.is
Seltjarnarnes:
Íbúar ítreka mótmæli
SKIPULAG Áhugahópur um betri
byggð á Seltjarnarnesi hefur mót-
mælt samþykkt meirihluta bæjar-
stjórnar Seltjarnarness um breyt-
ingu á aðalskipulagi bæjarins.
Telur hópurinn að hún gangi þvert
gegn vilja 1.100 Seltirninga sem
mótmæltu breytingunni.
Í yfirlýsingu frá hópnum segir
að aldrei hafi fleiri bæjarbúar
andmælt skipulagsáformum bæj-
aryfirvalda, enda samsvari tala
undirskrifta um 44 prósentum
gildra atkvæða í síðustu bæjar-
stjórnarkosningum.
Samkvæmt skipulaginu munu
sjö íbúðarblokkir og knattspyrnu-
völlur rísa á einum fegursta út-
sýnisstað á Seltjarnarnesi að mati
hópsins. Þá mun skipulagið hindra
eðlilega þróun miðbæjarins auk
þess sem bílaumferð við skóla
mun vaxa til muna.
Jónmundur Guðmarsson,
bæjarstjóri á Seltjarnarnesi, seg-
ist gera sér vonir um að unnt
verði að koma verulega til móts
við óskir íbúa um breytingar á
skipulaginu. Skipulagsnefnd bæj-
arins vinni nú að nýjum útfærsl-
um á deiliskipulagi og ætlunin sé
að lækka byggingar, draga úr
byggingarmagni og fjölda íbúða.
- ghg
Í HÉRAÐSDÓMI REYKJAVÍKUR
Maðurinn faldi tvö kíló af fíkniefnum í vösunum á yfirhöfn sem hann klæddist við kom-
una til landsins.
FR
ÉT
TA
B
LA
Ð
IÐ
/S
TE
FÁ
N
Á SELTJARNARNESI
Teikning af einu af fyrirhuguðum fjölbýlishúsum.
OLÍUFÉLÖGIN
Margir stjórnendur sem eru taldir
tengjast verðsamráði olíufélaganna
starfa enn hjá félögunum.
LÚÐVÍK BERGVINSSON
Segir það tíðkast í þróuðum samfélögum að fyrirtæki sem tengist verð-
samráði hreinsi til hjá sér til að öðlast traust almennings að nýju.
10-11 fréttir 18.11.2004 18.25 Page 2