Fréttablaðið - 19.11.2004, Blaðsíða 46
34 19. nóvember 2004 FÖSTUDAGUR
HANDBOLTI Allt er þegar þrennt er.
Fyrsti sigur Viggós Sigurðssonar
með handboltalandsliðið kom í
gær þegar strákarnir hans keyrðu
yfir Ungverja. Á ýmsu hafði
gengið í fyrstu tveim leikjum
Íslands á mótinu en í gær small
allt saman. Sigur íslenska liðsins
hefði getað verið stærri því strák-
arnir náðu mest níu marka for-
ystu. Þeir slökuðu á undir lokin,
Ungverjar gengu á lagið, skoruðu
fjögur síðustu mörkin og björg-
uðu andlitinu.
Það er vart hægt að lýsa fyrri
hálfleik hjá íslenska liðinu öðru-
vísi en að segja að hann hafi verið
frábær. Bókstaflega allt gekk upp.
Liðið spilaði leiftrandi sóknarleik,
glimrandi vörn, markvarslan var
góð og tæknimistök ákaflega fá.
Ungverjar áttu engin svör við
stjörnuleik íslenska liðsins og
munurinn í leikhléi var sex mörk,
18-12, og átta af þessum mörkum
komu úr hraðaupphlaupum.
Þessi sex marka munur hélst
lengstum síðari hálfleiks og ís-
lenska liðið bætti um betur er þeir
náðu níu marka forystu, 31-22.
Eftir að hafa náð þeirri stöðu slök-
uðu strákarnir á klónni, hleyptu
Ungverjum inn í leikinn en unnu
engu að síður stóran og sannfær-
andi sigur.
Viggó Sigurðsson landsliðs-
þjálfari var greinilega búinn að
fara vel yfir leik liðsins í fyrstu
tveim leikjunum því búið var að
finna svör við vandamálunum
sem plöguðu liðið i fyrstu tveim
leikjunum. 3/3 vörnin svínvirkaði
lengstum, við skoruðum mörk úr
hornunum, menn voru varkárir og
gerðu fá byrjendamistök og í
fyrri hálfleik varði Hreiðar Guð-
mundsson eins og berserkur og
oftar en ekki úr dauðafærum.
Róbert Gunnarsson átti enn
einn stórleikinn, skoraði 11 frá-
bær mörk og fiskaði þar að auki
fjögur vítaköst. Róbert var í sér-
klassa á vellinum og er klárlega
einn af bestu mönnum mótsins.
Guðjón Valur minnti á sig með
fínum mörkum og góðum varnar-
leik. Ánægjulegt var einnig að sjá
til Þóris Ólafssonar sem virkaði
minna stressaður en áður og skor-
aði ágæt mörk.
Viggó dreifði spilinu vel eins
og áður og er nánast búinn að
prófa allar mögulegar uppstilling-
ar með þennan hóp í fyrstu þrem
leikjunum.
Það er augljós stígandi í leik
liðsins, leikgleðin skín úr andlit-
um leikmannanna og augljóst að
þeir eru allir sem einn staðráðnir
í að sanna sig fyrir nýja þjálfaran-
um sem var að vonum kátur eftir
fyrsta sigurleikinn.
„Þetta var verulega fínn leikur
hjá okkur og sérstaklega fyrri
hálfleikurinn. Seinni var reyndar
fínn líka því við leiddum með níu
mörkum þegar átta mínútur eru
eftir. Það var samt óþarfi að missa
þetta niður þetta í lokin,“ sagði
Viggó kátur í bragði enda gekk
flest allt upp og Róbert Gunnars-
son fór á kostum.
„Það var allt annað að sjá til
liðsins á eiginlega flestum sviðum
og það kom mikið til út af góðri
markvörslu hjá Hreiðari. Róbert
er náttúrulega búinn að vera ótrú-
legur og ég efa að nokkur sé búinn
að leika betur á þessu móti. Hann
er að spila fullkominn leik og
ótrúleg barátta í drengnum,“
sagði sigurreifur landsliðs-
þjálfari, Viggó Sigurðsson.
henry@frettabladid.is
ÞÓRIR ÁGÆTUR Haukamaðurinn Þórir Ólafsson átti ágætan leik gegn Ungverjum í gær.
Roland Miklar sér reyndar við honum hér en það kom ekki að sök þar sem Ísland sigraði.
Ungverjum pakkað saman
Íslenska handboltalandsliðið vann sinn fyrsta sigur undir stjórn Viggós Sigurðssonar í gær þegar
Ungverjum var pakkað saman, 33-29. Róbert Gunnarsson fór á kostum í leiknum.
Næsti, gjörið
Vorum að fá í hús takmarkað magn af Toyota betri notuðum bílum. Um er að ræða Yaris, Corolla Sedan
og Avensis Sedan. Þetta eru allt frábærir bílar sem þú getur eignast eða tekið á rekstrarleigu fyrir
milligöngu Glitnis. Gríptu tækifærið því notaður Toyota er næstum eins og nýr.
NÆSTI bíllinn þinn gæti orðið betri notaður Toyota!
Eigð’ann eða leigð’ann með aðstoð Glitnis
Avensis Sedan
Verð frá: 1.590.000 kr.
Bílasamningur Glitnis: Frá 28.930 kr. á mán.**
Yaris 3ja dyra
Verð frá: 980.000 kr.
Einkaleiga Glitnis: Frá 20.650 kr. á mán.*
Bílasamningur Glitnis: Frá 17.450 kr. á mán.**
Toyota
Kópavogi
Sími 570-5070
Toyotasalurinn
Selfossi
Sími 480-8000
Toyota Akureyri
Akureyri
Sími 460-4300
Toyotasalurinn
Reykjanesbæ
Sími 421-4888
ÍS
LE
N
SK
A
A
U
G
LÝ
SI
N
G
A
ST
O
FA
N
/S
IA
.I
S
T
O
Y
26
23
9
1
1/
20
04
Ísland lá gegn Frökkum:
Vörnin í
molum
HANDBOLTI Íslenska handboltalands-
liðið náði ekki að fylgja eftir góð-
um leik gegn Þjóðverjum á World
Cup er þeir mættu Frökkum á
miðvikudag.
Frakkar voru mikið mun sterk-
ari frá upphafi og unnu stórsigur,
38-29. Þetta var annað tap
íslenska liðsins í tveimur leikjum
á mótinu.
Það var fyrst og fremst átakan-
lega slakur varnarleikur sem varð
íslenska liðinu að falli í þessum
leik en íslensku strákarnir réðu
lítið við hreyfanlega og útsjónar-
sama sóknarmenn Frakka sem
opnuðu íslensku vörnina jafn auð-
veldlega og rauðvínsflösku.
Sóknarleikur íslenska liðsins í
leiknum var ágætur. Strákarnir
skoruðu mörg góð mörk úr lang-
skotum en fengu lítið sem ekkert
úr hornunum og klúðruðu þar að
auki allt of mörgum dauðafærum.
Baráttan var einnig ekki söm
og í leiknum gegn Þjóðverjum og
menn lögðu niður vopnin allt of
snemma.
Markús Máni átti frábæran
fyrri hálfleik, Róbert var fínn í
síðari hálfleik, Einar var öflugur
og Ásgeir sýndi ágætis takta þótt
hann hafi verið nokkuð mistækur.
Aðrir eiga mikið inni. - hbg
MÖRK ÍSLANDS:
Róbert Gunnarsson 7/2
Markús Máni Michaelsson Maute 6
Einar Hólmgeirsson 5
Ásgeir Örn Hallgrímsson 5
Logi Geirsson 3/1
Dagur Sigurðsson 2
Ingimundur Ingimundarson 1
VARIN SKOT:
Hreiðar Guðmundsson 13/1
Birkir Ívar Guðmundsson 2
MÖRK ÍSLANDS (SKOT Í SVIGA):
Róbert Gunnarsson 11/4 (13/5)
Guðjón Valur Sigurðsson 6 (8/1)
Þórir Ólafsson 4 (7)
Einar Hólmgeirsson 4 (9)
Ingimundur Ingimundarson 3 (5)
Ásgeir Örn Hallgrímsson 3 (8)
Arnór Atlason 1 (2)
Markús Máni Michaelsson 1 (3)
VARIN SKOT:
Hreiðar Guðmundsson 13/1
Roland Valur Eradze 3
FR
ÉT
TA
B
LA
Ð
IÐ
/A
P
46-47 sport (34-35) 18.11.2004 21.13 Page 2