Fréttablaðið - 19.11.2004, Blaðsíða 14

Fréttablaðið - 19.11.2004, Blaðsíða 14
14 19. nóvember 2004 FÖSTUDAGUR HÁLSMEN CALLAS SKOÐAÐ Skartgripir sem voru áður í eigu söng- konunnar Maria Callas voru boðnir upp í Genf í Sviss í fyrrakvöld. Þeir seldust fyrir andvirði rúmra 120 milljóna króna, þrefalt meira en lægsta verðmat fyrir uppboðið. Kirkjubæjarklaustur: Skóli kyntur með rusli UMHVERFISMÁL Varmi úr sorp- brennslustöð Skaftárhrepps er notaður til að hita upp sundlaug- ina og íþrótta- og skólahúsið á Kirkjubæjarklaustri. Hilmar Gunnarsson kyndari segir að allt brennanlegt sorp sem falli til í hreppnum sé nýtt til upp- hitunar. Hann segir að þetta sé ekki enn farið að borga sig fyrir sveitarfélagið þar sem olían sé ódýrari. Hins vegar sé þetta mun umhverfisvænni upphitunar- aðferð. Hilmar segir að urðunar- staður hreppsins hafi verið að fyllast og því hafi þurft að velja á milli brennslunnar og nýs urðun- arstaðar. „Við töldum réttara að brenna sorpið og nýta það á þenn- an hátt þrátt fyrir að það væri dýrara,“ segir Hilmar. „Urðun er örugglega á útleið því að þetta er mikilvægt umhverfisspursmál.“ Hann segir að Skaftárhreppur geri sér voni um að fá greidd end- urnýtingargjöld úr ríkissjóði ef brennslan fáist viðurkennd sem endurnýting. Ef það takist muni rekstur sorpbrennslustöðvarinn- ar borga sig. - ghg LÍFSGÆÐI Ísland er sjöunda besta land í heimi til að búa í samkvæmt úttekt breska tímaritsins The Economist á lífsgæðum í 111 ríkj- um. Best er að búa á Írlandi en verst eru lífsgæðin í Simbabve samkvæmt könnuninni sem unnin er fyrir „World in 2005“, árlegt rit sem The Economist gefur út. Til að finna út hvar lífsgæði eru mest lögðu starfsmenn blaðs- ins mat á tekjur, heilbrigðismál, frelsi, atvinnuleysi, stöðu fjöl- skyldunnar, veðurfar, stöðugleika í stjórnarfari, öryggi íbúanna og stöðu jafnréttismála. Út frá þessu reiknuðu þeir hvar væri best að lifa og hvar væri verst að lifa. Lífsgæði eru mest í Írlandi að sögn The Economist vegna þess að það blandar saman gömlum lífsgæðum, á við stöðugt fjöl- skyldulíf og þjóðfélag, og nýjum á borð við lítið atvinnuleysi og frjálsræði. Nær öll ríkin á lista þeirra tíu ríkja þar sem best er að búa eru Evrópuríki, undantekningin er Ástralía í sjötta sæti. Bandaríkin eru í þrettánda sæti, Frakkland í því 25. og Þýskaland 26. sæti en Bretar í 29. sæti. ■ Áströlsk stúlka: Skildi við móður sína ÁSTRALÍA, AFP Sautján ára stúlka hefur fengið lögskilnað frá móður sinni. Lögskilnaðinn fékk hún á grundvelli nýrra laga sem gefa börnum að segja skilið við foreldra sína ef þeim er ómögulegt að búa saman. Stúlkan segir að móðir hennar hafi neytt hana til að stunda kynlíf með karlmönnum frá tíu ára aldri og hafi móðirin þegið greiðslu frá mönnunum fyrir það. „Þetta unga barn hefur sætt mikilli og hrylli- legri kynferðislegri misnotkun, að því er best verður séð með vitund og þátttöku móður hennar,“ sagði dómarinn sem felldi úrskurð um lögskilnað mæðgnanna. ■ Mazda3 fjölskyldan Hvaða meðlimur Mazda3-fjölskyldunnar hentar þér? Mazda3 Sport 2 l, 150 hestöfl. Verð frá 2.355.00 kr. Leiga frá 40.520 kr. í 36 mánuði.* Mazda3 Sport er einnig til í sedan-útgáfu. Mazda3 5 dyra 1,6 l, 105 hestöfl. Verð frá 1.795.000 kr. Leiga frá 31.486 kr. í 36 mánuði.* Mazda3 sedan 1,6 l, 105 hestöfl. Verð frá 1.805.000 kr. Leiga frá 31.663 kr. í 36 mánuði.* Mazda3 er einnig fáanlegur með 107 hestafla díselvél. Komdu, reynsluaktu og berðu saman verð og gæði. Opið frá 12–16 laugardaga *Leigugreiðslur eru háðar gengi og því aðeins til viðmiðunar. Innifalið: akstur allt að 20.000 km á ári, olíuskipti og þjónusta samkvæmt þjónustubók. Söluumboð: Bílás sf., Akranesi - BSA, Akureyri Betri bílasalan, Selfossi - SG Bílar, Reykjanesbæ – hefur þú séð DV í dag? Snyrtilegi kókaínmaðurinn Stórgræddi á dópi en sagðist vera fyrirlesari í Þýskalandi HILMAR GUNNARSSON Segir að Skaftárhreppur hafi haft um- hverfissjónarmið að leiðarljósi þegar ákveðið var að brenna sorp í stað þess að urða það. Írland er besta landið til að búa í og Simbabve það versta samkvæmt nýrri úttekt: Búum við sjöundu bestu lífsgæðin BESTU LÍFSGÆÐI 1 Írland 2 Sviss 3 Noregur 4 Lúxemborg 5 Svíþjóð 6 Ástralía 7 Ísland 8 Ítalía 9 Danmörk 10 Spánn ÍRAR Í KIRKJU Best er að búa á Írlandi vegna þess að þar fer saman öflugt fjölskyldulíf og gott samfélag auk lágs atvinnuleysis og pólitísks frjálsræðis segir í úttekt The Economist. 14-15 fréttir 18.11.2004 20.37 Page 2
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.