Fréttablaðið - 19.11.2004, Blaðsíða 45
FÖSTUDAGUR 19. nóvember 2004 33
Um helgina fer fram Íslandsmeist-aramótið í skylmingum með
höggsverðum. Keppt
verður bæði í ung-
lingaflokki á laugar-
daginn og karla- og
kvennaflokki á sunnu-
deginum og er búist
við spennandi keppni
enda æ fleiri sem
leggja stund á skylm-
ingar hér á landi.
Keppnin fer fram í Íþróttahúsi Haga-
skóla.
KA heldur öruggri forystu í 1. deildkvenna í blaki eftir sanngjarna
sigra að undan-
förnu. Áttu KA-
stúlkur ekki í
neinum vand-
ræðum með
stöllur sínar frá
N e s k a u p s t a ð
um helgina og
unnu þar tiltölu-
lega auðveldan
sigur, 0-3.
Eins og frá var skýrt í Fréttablaðinufyrir skömmu hafa margir lent í
vandræðum með Heilsufélagann,
forrit Íþróttasam-
bands Íslands, sem á
að aðstoða almenn-
ing að halda dagbók
um hreyfingu og
heilsu sína á netinu.
Hefur mörgum geng-
ið illa að fá forritið til að virka með
eðlilegum hætti en verið er að vinna
að uppbótum og vonir standa til að
það komist í lag innan tíðar.
Ari Arason, handknattleiksmaðurmeð Þór, og Jóhann Kárason hjá
Gróttu/KR eru þokkalega sér á parti
hvað varðar uppsöfnuð refistig á
þessu tímabili. Hefur Ari tíu refsistig
samkvæmt tölum Handknattleiks-
sambands Íslands en Jóhann er
skammt undan með átta refsistig.
Alls hafa verið gefin 199 refsistig í
handboltanum það sem af er tíma-
bilinu.
Brasilíski snillingurinn Ronaldinhovill að aðdáendur Barcelona slaki
á kröfum sín-
um fyrir leik
liðsins gegn
Real Madrid í
h ö f u ð b o r g
K a t a l ó n í u .
Segir hann að
úrslit leiksins,
á hvorn veginn
sem þau
verða, muni
ekki hafa úr-
slitaáhrif þegar
kemur fram í
lok deildarkeppninnar í júní næst-
komandi.
Blaðamenn ítalska dagblaðsinsRepubblica fullyrða að skuldir fé-
laga í Serie A deildinni í landinu haldi
áfram að aukast ár frá ári þrátt fyrir
aðhaldsaðgerð-
ir flestra þeirra.
Eru dæmin orð-
in mörg þar í
landi um stórlið
sem bera ekki
sitt barr eftir að
hafa eytt um
efni fram á
sama tíma og
á h o r f e n d u m
fækkar jafnt og
þétt. Áætla blaðamennirnir að skuld-
ir liða í efstu deildinni í dag nemi um
46 milljörðum króna.
ÚR ÍÞRÓTTAHEIMINUM
SPEEDWAYKEPPNI
STÓRSÝNINGIN 2004ALLTÍBOTNI
EKKIM
ISSA
AF
ÞESS
U
TRAILSÝNING
MOTOCROSSHJÓL
SJÓNERSÖGURÍKARI!
ATH! MINNUM Á ÁRSHÁTÍÐ VÍK 20. NÓV.
MIÐASALA FER FRAM Á MOTOCROSS.IS
GÖTUHJÓL
FJÓRHJÓL
Sýningin verður haldin föstudagskvöldið 19. nóv. kl. 18-22
& laugardaginn 20. nóv. kl 12-16 í Reiðhöllinni.
Komdu og sjáðu glæsileg mótorhjól og rosaleg tilþrif í
Speedwaykeppni á motocrosshjólum. Heimsfrægur
Trailökumaður, Steve Colley, mun sýna listir sínar.
Öll flottustu mótorhjól landsins á einum stað!
Aðgangseyrir er 800 kr. Frítt fyrir 12 ára og yngri í fylgd með fullorðnum
Shevchenko loksins á leiðinni á stórmót
Serbar og Úkraínumenn í góðum málum í undankeppni HM 2006, Evrópumeistarar Grikkja
unnu loksins og Ungverjar unnu öruggan sigur á Möltu á útivelli.
FÓTBOLTI Serbía-Montenegro vann
góðan sigur 0-2 á Belgum í Brus-
sel, sigurinn kom þeim á toppinn í
riðlinum og rændi Belga nánast
öllum möguleikum um að komast
áfram. Seinna markið skoraði
Mateja Kezman sem hafði komið
inn á sem varamaður fyrir fyrir-
liðann Savo Milosevic sem meidd-
ist í fyrri hálfleik. Þetta var fyrsta
landsliðsmark Kezman í 28 mán-
uði sem brast í grát þegar hann
fagnaði markinu sem kom eftir
laglegt einstaklingsframtak.
Önnur þjóð í góðum málum er
Úkraína sem vann 0-3 sigur í
Tyrklandi sem þykir ekki auð-
veldasti útivöllurinn. Andriy
Shevchenko skoraði tvö mark-
anna en þrátt fyrir að þetta hafi
verið fyrsta tap Tyrkja í þessari
undankeppni þá hafa þeir aðeins
unnið einn af fimm leikjum. Úkra-
ína er komið með fimm stiga for-
skot á toppnum og það lítur út
fyrir að Shevchenko fái loksins
tækifæri til þess að sýna snilli
sína á stórmóti. Evrópumeistarar
Grikkja, sem eru í sama riðli og
Úkraína, unnu sinn fyrsta sigur í
undankeppninni þegar þeir lögðu
Kazakstana 3-1 og hetja þeirra frá
því í EM í Portúgal Angelos Chari-
steas skoraði tvö mörk en hann
skoraði einmitt sigurmarkið í úr-
slitaleiknum í sumar. Grikkir
höfðu leikið fyrstu þrjá leiki sína í
riðlinum án þess að vinna.
Danir náðu hins vegar aðeins
jafntefli í Georgíu, hinn dansk-ís-
lenski Jon Dahl Tomasson skoraði
bæði mörkin og fyrir vikið eru
fimm af sjö liðum riðilsins með 5
og 6 stig, á eftir Úrkaínu (11 stig).
Ungverjar sóttu þrjú stig til
Möltu í eina leik okkar riðils og
eru því komnir fimm stigum á
undan Íslandi í stigatöflunni en
Malta og Ísland eru jöfn á botnin-
um með eitt stig hvort úr fjórum
leikjum.
Rúmenar misstu toppsætið til
Hollendinga með því að gera að-
eins jafntefli við botnlið Armena
en á sama tíma unnu Hollendingar
0-3 útisigur á Andorra auk þess
sem Tékkar unnu Makedóna 0-2
með tveimur mörkum á síðustu
tveimur mínútum leiksins. Hol-
lendingar og Tékkar eru og verða
sigurstranglegastir í þessum
sterka riðli og Rúmenar mega
ekki við því að missa stig gegn
„veikari“ þjóðunum.
SHEVCHENKO Í STUÐI Andriy Shevche-
nko skoraði tvö mörk í 3-0 sigri Úkraínu í
Tyrklandi.
44-45 sport (32-33) 18.11.2004 20.36 Page 3