Fréttablaðið - 19.11.2004, Blaðsíða 26

Fréttablaðið - 19.11.2004, Blaðsíða 26
Jákvæður er sá sem játar, kveð- ur já við, neikvæður sá sem neit- ar, rífur niður fremur en byggir upp, samkvæmt Íslenskri orða- bók. Hlutleysi er hins vegar að láta einhvern í friði, skipta sér ekki af honum. Jákvæður frétta- flutningur er þá fréttaflutningur þar sem kveðið er já við þeim eða því sem fjallað er um, nei- kvæður sá sem rífur niður. En sé fréttaflutningurinn hlutlaus er það látið í friði sem fjallað er um. Skyldi vera ástæða til að flokka fjölmiðla undir eitthvert af þessum þremur hugtökum? Það er skoðun margra, meðal annars Júlíusar Hafstein, hátíða- stjóra ríkisins. Eftir að hafa staðið fyrir tæpra 60 milljóna króna hátíðahöldum vegna aldar- afmælis fullveldisins gaf hann út skýrslu þar sem fjölmiðlum er meðal annars gefin einkunn fyrir það hvernig þeir „stóðu sig“ í umfjöllun um hátíðahöldin, það er í hve miklum mæli þeir voru neikvæðir, jákvæðir eða hlutlausir. Niðurstaðan var sú að Morg- unblaðið var „jákvæðast“ en DV og Fréttablaðið „neikvæðust“. Sagt var frá þessari skýrslu veislustjórans í menningarþætt- inum Víðsjá í síðustu viku, í pistli þar sem annar umsjónar- manna, Marteinn Breki Helga- son, gerði grín að hátíðastjóran- um með aðferð öfugmælanna. En síðar í vikunni var sagt frá henni í kvöldfréttum útvarpsins á afar hlutlausan hátt, engin tilraun gerð til að setja spurningamerki við hugtakanotkunina, aðeins komið á framfæri sjónarmiði há- tíðastjórans, mest í formi talna. Þar fannst mér fréttastofa Út- varpsins bregðast skyldu sinni. Nútíma blaða- og frétta- mennska, sem þróaðist einkum í Bandaríkjunum á fyrstu áratug- um síðustu aldar, er hvorki já- kvæð, neikvæð né hlutlaus. Hún er óhlutdræg og ekki síður gagn- rýnin, en það er orðið sem menn eiga raunverulega við þegar þeir nota orðið „neikvæðni“, og óhlut- drægni á ekkert skylt við hlut- leysi. Það er eitt helsta hlutverk nútímafjölmiðla að gagnrýna valdamenn og flokka þeirra og veita þeim aðhald, fylgjast með gerðum stjórnmálamanna, skoða þær, rannsaka, túlka og birta nið- urstöður sínar almenningi. Það er ekki niðurrif. Því miður hefur orðið bakslag í fjölmiðlun af þessu tagi upp á síðkastið, ekki síst í upprunalandinu, Banda- ríkjunum. Þar í landi finnast þó einstaka fjölmiðlar sem hafa ekki brugðist og fjalla á gagn- rýninn hátt um ýmsa stóra við- burði, til að mynda Íraksstríðið. En það er neikvæður frétta- flutningur að mati ráðamanna og sjálfur utanríkisráðherra þessa lands nefndi það fjölmiðlafólk sem helst stendur sig í stykkinu um þessar mundir „meinfýsnis- hlakkandi úrtölumenn“ og kvaðst hafa áhyggjur af andúð fjölmiðla og stjórnmálamanna á Bandaríkjunum, sem hann líkti við „glórulausa fordóma“. Og harðir hægrimenn íslenskir hafa gefið gagnrýnum fjölmiðlum þá einkunn að þeir séu óáreiðanleg og ómarktæk málgögn illgjarnra vinstrimanna (ekki síst New York Times). Hátíðastjórinn og utanríkis- ráðherrann vilja semsé að fjöl- miðlar séu vinsamlegir í sinn garð og vina sinna, fjalli vinsam- lega um gjörðir þeirra, styðji þá í einu og öllu. Ef bent er á það sem aflaga fer fyrtast þeir og tala um meinfýsi, andúð, for- dóma og neikvæði. En þeir hafa það sér til afbötunar að þeir eru svo gjörsamlega vissir í sinni sök að ekki er efi í þeirra huga: Heimastjórnarafmælið var stór- kostlegt og Bush er helsti forvíg- ismaður mannréttinda og lýð- ræðis í heiminum. Það er mynd- in af heiminum sem þeir vilja að allir hafi. Hugmyndafræðin að baki þeirrar gerðar fréttamennsku sem ég gat um hér að ofan að hefði fyrst tekið að þróast í Bandaríkjunum snemma á síð- ustu öld er kennd við þjóðfélags- lega ábyrgð. Önnur hugmynda- fræði tíðkaðist í árdaga dagblaða á 17. öld og var kennd við ein- veldi. Henni var einkum ætlað að styðja stjórnvöld og þjóna ríkinu en öll gagnrýni bönnuð. Hún var aflögð víðast í hinum vestræna heimi fyrir margt löngu en tíðk- aðist þó lengi í mörgum löndum, meðal annars Suður-Ameríku og Sovétríkjunum meðan þau voru og hétu, og einhvers staðar tíðk- ast hún líklega enn. Viljum við þess konar fjölmiðlun á Íslandi í byrjun 21. aldar? Annars er forvitnilegt að at- huga hvað Íslensk orðabók segir um orðið meinfýsi: Illgirni, illska, fögnuður yfir óförum ann- arra. Hvert beinist illgirni og illska úrtölumannanna og yfir óförum hverra hlakka þeir? Bush? Almennings í Írak? Júlíus- ar Hafstein? ■ 19. nóvember 2004 FÖSTUDAGUR26 Um jákvæða og neikvæða fjölmiðlun Ef fjölmiðlar flytja margoft hæpn- ar fullyrðingar frá valdastólum og sérfróðum álitsgjöfum geta þær orðið hluti þess sem kalla má opin- bera skynsemi. Auðvitað er æski- legt að sem minnst sé um villandi fullyrðingar og forsendur í þjóð- málaumræðunni. En því miður blasa alltaf við dæmi um tvöfeldni og tilhliðrun sannleikans í því sem verið er að fjölmiðla til okkar. Eftir að utanríkisráðherra brá sér með fríðu fréttamannaliði til Bandaríkj- anna var byrjað að slá upp enn og aftur þeirri frétt að ríkisstjórnin sé að tryggja Íslendingum varnir gegn loftárásum með því að reyna að fá Bandaríkjastjórn til að hafa hér áfram orustuþotur. Er það satt? Hvaða loftárásum? Hafa einhverj- ar ríkisstjórnir látið gera loftárásir síðan heimsstyrjöldinni síðari lauk aðrar en sú bandaríska, ísraelska og breska? Jú, og svo líka Atlants- hafsbandalagið í Serbíu. Stendur okkur ógn af þeim árásaraðilum? Er ekki orðið tímabært að málsvar- ar ríkisstjórnarinnar og Samfylk- ingarinnar hætti að tala til þjóðar- innar um viðbúnað gegn loftárás- um eins og hún sé hugsunarlausir hálfvitar? Frá valdastólunum fáum við margendurtekin boð um skatta- lækkanir vegna þess að myndast hafi það sem kallað er „svigrúm til skattalækkana“. Þetta byggist á kosningaloforði sem spunameistar- ar og auglýsingaráðgjafar telja nú orðið ómissandi í kosningabaráttu. Raunin varð hins vegar sú að eftir kosningar var þrengt að þeim sem síst skyldi, ungu fjölskyldufólki með þungar byrðar húsnæðislána á bakinu. Vaxtabætur voru skertar um 10%. Þetta og það að láta per- sónuafslátt standa í stað um langt árabil þýðir í raun að ríkið er að taka meira til sín. Allt tal um lækk- un skatta er orðin tóm – og heldur áfram að vera það þegar tekju- skattsprósentan lækkar um 1% um áramót. Margrætt „svigrúm til skattalækkana“ er augljóslega hreinn tilbúningur á tímum þegar verið er að draga saman þjónustu heilbrigðiskerfisins, grunnskólar eru lokaðir vikum saman vegna þess að hið opinbera hefur ekki pening til að mæta kröfum kennara um hærri laun og minni kennslu- skyldu – og sveitarfélög safna skuldum vegna þess að útsvarið nægir ekki til þess að sinna aukn- um verkefnum þeirra. Í október var slegið upp frétt, sem berst ár- lega að utan, um það að Ísland sé meðal þeirra landa þar sem spilling er minnst. Er ekki orðið tímabært að minna rækilega á að mælikvarð- inn, sem notaður hefur verið, er takmarkaður við mútur? Það að veita ættingjum og samherjum eftirsótt embætti telst ekki með og ekki ólöglegt samráð stórfyrir- tækja um verð og tilboð. Og sú vonda hefð á Alþingi og í sveitar- stjórnum að meirihlutinn tekur svo til ekkert tillit til minnihlutans get- ur varla talist til fyrirmyndar þótt ekki sé það beinlínis dæmi um spillingu. Hvað er það annars kall- að þegar stór ákvörðun um stuðn- ing þjóðar við innrás er tekin af tveimur ráðamönnum? Eftirþank- ar: Væntanlega vitnar það um barnaskap að eyða tíma í að skrifa svona grein. Er hún ekki um það sem allir vita? Líður okkur ekki vel í lygavef? ■ Tvöfeldni í þjóðmálaumræðunni HÖRÐUR BERGMANN KENNARI OG RITHÖFUNDUR UMRÆÐAN LYGAVEFUR ÞORGRÍMUR GESTSSON BLAÐAMAÐUR OG RITHÖFUNDUR UMRÆÐAN FJÖLMIÐLAR Hátíðastjórinn og utanríkisráðherrann vilja semsé að fjölmiðlar séu vinsamlegir í sinn garð og vina sinna, fjalli vinsam- lega um gjörðir þeirra, styðji þá í einu og öllu. Ef bent er á það sem aflaga fer fyrtast þeir og tala um meinfýsi, andúð, fordóma og nei- kvæði. ,, ÆVINTÝRI GRIMS 26-39 umræða 18.11.2004 15:55 Page 2
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.