Fréttablaðið - 19.11.2004, Blaðsíða 50
Hin elskulega Bridget Jones er
komin aftur í bíó í myndinni
Bridget Jones: The Edge of Rea-
son og sjálfsagt hafa margir beð-
ið endurkomu hennar alveg frá
því að stúlkan lét síðast sjá sig í
bíó árið 2001. Fyrri myndin,
Bridget Jones's Diary, sem
byggði á samnefndri bók Helen
Fielding sló hressilega í gegn og
hreif bæði gagnrýnendur og
áhorfendur úti um allan heim.
Gerð framhaldsmyndar var því
óumflýjanleg enda var Fielding
þegar búin að skrifa aðra bók um
hrakfarir og ástarlífsflækjur
Bridgetar sem hefur einstakt lag
á að koma sér í klandur.
Endalaus vandræði
Bandaríska leikkonan Renée
Zellweger fór á kostum í hlut-
verki Bridgetar enda gaf hún sig
alla í hlutverkið, bætti á sig auka-
kílóum fyrir hlutverkið og hvað
eina. Zellweger þurfti líka að
sanna sig þar sem efasemdaradd-
ir heyrðust úr mörgum hornum
þegar bandarísk leikkona var
ráðinn í hlutverk bresku dagbók-
ardömunnar. Zellweger gerði
Bridget að sinni og það hefði ver-
ið óhugsandi að halda áfram með
ævintýri Bridgetar á hvíta tjald-
inu án leikkonunnar. Hún er
mætt til leiks á ný ásamt öllum
helstu leikurum fyrri myndar-
innar en sem fyrr er það ástar-
þríhyrningur Bridgetar, Marks
Darcy og Daniels Cleaver sem er
í forgrunni.
Bresku sjarmatröllin Colin
Firth og Hugh Grant endurtaka
rullur sínar sem Darcy og Clea-
ver og eðalleikarinn Jim Broad-
bent lætur einnig til sín taka í
litlu hlutverki föður Bridgetar.
Þegar við sögðum skilið við
Bridget síðast voru hún og Darcy
byrjuð saman eftir miklar
hremmingar og lymskulegar til-
raunir Cleavers til að stía þeim í
sundur. Bridget er þó ekki komin
í höfn þótt hún hafi landað sínum
heittelskaða og í The Edge of
Reason fer fljótlega að bera á
brestum í sambandi parsins ham-
ingjusama. Bridget grunar
Darcy um græsku og ekki tekur
betra við þegar hún þarf að fara
utan á vegum vinnunnar með
refnum Cleaver sem gæti vel
hugsað sér að komast aftur með
klærnar í stóru nærbuxurnar
hennar.
Gefðu mér vont í skóinn
Jólasveinninn er mættur í bæinn
frekar snemma þetta árið enda
enginn venjulegur sveinki á ferð-
inni. Hann er drykkfelldur inn-
brotsþjófur sem vinnur við það á
daginn að leika jólasvein í versl-
unarmiðstöðvum til þess eins að
eiga auðveldara með að ræna
þessar sömu verslunarmiðstöðv-
ar þegar degi tekur að halla.
Snilldarleikarinn Billy Bob
Thornton leikur þennan drullu-
sokk og fer á kostum eins og hans
er von og vísa en þessi falsjóla-
sveinn uppgötvar mannlegar
taugar innra með sér þegar hann
kemst í kynni við ungan dreng
sem á við offituvandamál og ein-
elti að stríða.
Þetta er ekki beint hin dæmi-
gerða jólasaga enda varla hægt
að búast við því þar sem hug-
myndin að myndinni er runnin
undan rifjum Coen-bræðra en
þrátt fyrir ljótan munnsöfnuð,
óhóflega drykkju og vafasamt
kynlíf jólasveinsins kemst sígild-
ur boðskapur jólanna vel til skila
í þessari sérstöku gamanmynd
sem tekur af öll tvímæli um að
andi jólanna getur gert góðmenni
úr fyrsta flokks skíthælum ef svo
ber undir. ■
19. nóvember 2004 FÖSTUDAGUR
Ómissandi á DVD
Spider-Man 2. Ein skemmtilegasta og vinsælasta mynd sumarsins er komin út á tvöföldum
DVD-diski. Myndin sjálf er í widescreen á fyrri disknum ásamt ummælum leikara og tökuliðs,
tónlistarmyndbandi og fleira góðgæti. Seinni diskurinn er pakkaður af alls konar fróðleik um
Kóngulóarmanninn, gerð myndarinnar, tæknibrellur og fleira. Þá er skúrkurinn Doctor Octo-
pus einnig tekinn fyrir enda má segja margt um það ólánsama illmenni.
Ástarþríhyrningur
og vondur jólasveinn
BRIDGET JONES Lendir aftur milli steins og sleggju þegar Mark Darcy og Daniel Cleaver
takast á um ástir hennar.
BILLY BOB THORNTON Er frekar ógeðslegur sem alkóhólískur glæpamaður í jóla-
sveinabúningi en þegar betur er að gáð leynist góð sál bak við skítinn og ljótt orðbragðið.
Vín með jólamatnum
2004
Vínsýning á Nordica Hotel
20.-21. nóvember
Vínsýning verður haldin á Nordica Hotel 20.-21.
nóvember, kl. 14-18 báða dagana, á vegum
Vínþjónasamtaka Íslands og Vínbúða. Aðgangseyrir
er 1000 kr. og Riedel-glas fylgir með á meðan
birgðir endast.Aldurstakmark er 20 ár.
Alþjóðleg
kvikmyndahátíð í
Reykjavík
17.–25. nóvember
Reykjavik International
Film Festival
www.filmfest.is
Málþingið Kvikmyndir og samfélag
verður haldið í Listsafni Reykjavíkur,
Hafnarhúsi, á morgun, laugardag, frá
kl. 12–16, á vegum Alþjóðlegrar
kvikmyndahátíðar í Reykjavík.
Rætt verður um hlutverk og gildi
kvikmyndahátíða, íslenska
kvikmyndamenningu og rödd Íslands
í hinum alþjóðlega kvikmyndaheimi.
Erindi flytja Sturla Gunnarsson
kvikmyndaleikstjóri, Li Ping meistara-
nemi, Helga Stephenson, einn stjórn-
enda Kvikmyndahátíðarinnar í
Toronto, Jannike Ahlund stjórnandi
Gautaborgarhátíðarinnar og
Þorfinnur Ómarsson. Leikstjórar
Alþjóðlegrar kvikmyndahátíðar í
Reykjavík sitja fyrir svörum, og fjöldi
fagfólks og áhugafólks um kvikmyndir
tekur þátt í pallborðsumræðum.
Þar má nefna Sigurjón Sighvatsson,
Baltasar Kormák, Kristínu Jóhannes-
dóttur og Dag Kára Pétursson.
Aðgangur er ókeypis
Sambíóin frumsýna Mindhunter,
nýjustu mynd finnska leikstjór-
ans Renny Harlin, í dag. Harlin á
að baki ansi brokkgengan feril en
getur státað af vanmetnum snilld-
armyndum á
borð við The
Adventures
of Ford Fair-
lane og The
Long Kiss
Goodnight og
risasmellnum
Die Hard 2.
Mindhunt-
er fjallar um
sjö unga og
efnilega út-
skriftarnema
í ströngum
þ j á l f u n a r -
skóla banda-
rísku alríkislögreglunnar. Allt á
þetta úrvalsfólk möguleika á að
komast að sem glæpasálgreinar
hjá stofnuninni en til þess að
landa þessu eftirsótta starfi þurfa
þau að standast erfitt lokapróf.
Gamli vandræðagemlingurinn
Val Kilmer leikur þjálfarann
þeirra, Harris, sem er þekktur
fyrir að fara óhefðbundar leiðir.
Hann sendir útskriftarnemana
með þyrlu til einangraðrar eyju
þar sem þeir eiga að eyða helg-
inni og leysa morðgátu. Það kem-
ur þó fljótt í ljós að hér er um
meira en bara leik að ræða þar
sem kaldrifjaður morðingi leyn-
ist á meðal þeirra. Það reynir því
heldur betur á hæfileika þeirra
og þekkingu þar sem morðinginn
er alltaf nokkrum skrefum á und-
an þeim og það er ljóst að það
munu ekki allir lifa prófraunina
af.
Morðinginn virðist vita allt um
hvert og eitt þeirra og notar for-
tíð þeirra og veikleika gegn þeim
og kemur þeim í hel einu af öðru.
Óttinn og álagið verður til þess að
nemarnir snúast hver gegn öðr-
um og innbyrðis
átök magnast
enda er enginn
hafinn yfir
grun. Þau gera
sér þó ljóst að
enginn muni lifa
hremmingarnar
af nema þau
sameinist gegn
óvininum ósýni-
lega og þar með
hefst æsilegt
kapphlaup við
tímann þar sem
þau verða að af-
hjúpa morðingj-
ann í hópnum á meðan einhverjir
eru eftir uppistandandi.
Christian Slater, LL Cool J og
Kathryn Morris úr Minority
Report eru í eldlínunni á eyjunni
en auk þeirra eru Jonny Lee Mill-
er (Trainspotting), Patricia Vela-
squez (The Mummy), Clifton Coll-
ins (Traffic) og Eion Bailey (Fight
Club) einnig í bráðum háska. ■
Banvænt lokaverkefni
CHRISTIAN SLATER OG VAL KILMER Sá fyrrnefndi er í vondum málum í Mindhunter þar
sem æfing í leit að morðingja snýst upp í baráttu upp á líf og dauða.
SJÓNVARPSDAGSKRÁ
VIKUNNAR »
50-51 Bíóopna (38-39) 18.11.2004 19.54 Page 2