Fréttablaðið - 19.11.2004, Blaðsíða 22
22
Jóhannes Valdemarsson, rekstrarhag-
fræðingur hefur kært bankana til Sam-
keppnisstofnunar þar sem hann telur
að auglýsingar um ný húsnæðislán
brjóti í bága við samkeppnislög. Guð-
jón Rúnarsson er framkvæmdastjóri
Samtaka banka og verðbréfafyrirtækja.
Guðjón, eru bankarnir ekki að segja
alla söguna í auglýsingum vegna
nýrra húsnæðislána?
Jú, enda sýna frábærar viðtökur lands-
manna það vel.
Hver heldurðu að niðurstaða Sam-
keppnisstofnunar verði?
Ég geri ráð fyrir að hún fagni þessu
eins og aðrir landsmenn. Þessu gjör-
breytta landslagi á íslenskum lána-
markaði og stóraukinni samkeppni.
Ert þú búinn að taka nýtt húsnæðis-
lán?
Nei, en ég hef verið að skoða það.
Og hvernig lýst þér á kjörin?
Frábærlega. Mér sýnist ég ekki fá betri
kjör þótt ég leiti út fyrir landsteinana.
Hvernig hafa viðtökurnar við nýju
lánunum annars verið?
Bankarnir anna varla eftirspurn. Sex
vikum eftir að bankarnir kynntu þessi
lán tilkynnti Íbúðalánasjóður að upp-
greiðslur hjá honum hefðu numið 13
milljörðum króna. Nú eru liðnar um
ellefu vikur frá því að þau voru kynnt
og því má búast við að uppgreiðslur
nemi nú tugum milljarða.
Má búast við frekari vaxtalækkun-
um?
Það er engin leið til að spá um það.
GUÐJÓN RÚNARSSON
Samkeppnisstofnun
fagni samkeppninni
HÚSNÆÐISLÁN
SPURT OG SVARAÐ
Hvorki sveitarfélögin né kennarar höfðu skynsemi að
leiðarljósi við að koma boðskap sínum á framfæri í
kennaradeilunni. Aðeins eru níu ár frá síðasta verkfalli
kennara og því hefði lærdómurinn átt að vera þeim í
fersku minni en kynningarmálin brugðust. Kennarar fá
falleinkunn fyrir kynningarmál og almannatengsl í
verkfallinu. Þó að forystusveit Kennarasambandsins
jafnt sem kennarar sjálfir hafi verið duglegir við að tjá
sig í fjölmiðlum, þylja upp kröfur og ásakanir á hendur
viðsemjendum, hefur þeim mistekist að ávinna sér
samúð foreldra. Þetta kemur greinilega fram þegar
rætt er við sérfræðinga í kynningarmálum.
Kennaraforystan gerði þau grundvallarmistök að hafa
ekki komið sér upp aðgerða- og krísuáætlun fyrir verk-
fallið. Kennarar höfðu ekki hugsað verkfallið til enda
og tekið með í reikninginn allt það mótlæti sem getur
komið upp í verkfalli, hvað þá að þeir hefðu gert sér
grein fyrir hvernig ætti að bregðast við ýmsum að-
stæðum sem upp gætu komið, til dæmis reiði foreldra
og mótmælum þeirra. Í stað þess að fá foreldrana í
landinu í lið með sér fengu kennarar þá upp á móti
sér. Foreldrar eru jú öflugur bandamaður og þrýsti-
hópur á stjórnvöld og til að nýta sér það hefðu kenn-
arar þurft að rækta þetta bakland.
Kennarar voru með ýmsar aðgerðir máli sínu til
stuðnings. Til viðbótar við hefðbundna mótmælafundi
lögðu þeir t.d. banana á tröppur Alþingishússins og í
byrjun vikunnar tilkynntu þeir forföll frá vinnu. Sér-
fræðingar í kynningarmálum gefa lítið út á banana-
bragðið. Þeim þykir það lítillækkandi fyrir kennara,
kennarar hafi bara gert sig kjánalega. Þá hafi forföllin
í byrjun vikunnar aðeins gert illt verra. Reiði almenn-
ings hafi verið mikil.
Kennarasambandið ku hafa leitað til sérfræðinga um
að taka að sér kynningarmálin í verkfallinu miðju.
Ekki fer neinum sögum af því hvort einhverjir hafi
tekið verkefnið að sér en ljóst er að það var of seint í
rassinn gripið. Skaðinn var skeður. ■
Fá falleinkunn fyrir kynningarmálin
FBL GREINING: ÍMYND KENNARA Í VERKFALLINU
19. nóvember 2004 FÖSTUDAGUR
Flótti að bresta í
iðjuþjálfa á LSH
Óánægja ríkir meðal iðjuþjálfa á geðsviði Landspítala - háskólasjúkrahúss vegna þeirra starfs-
kjara sem þeim eru búin. Um helmingur þeirra er sagður íhuga alvarlega að hætta störfum. Þá
er niðurskurður á stoðþjónustu við geðsjúka gagnrýndur.
HEILBRIGÐISMÁL Um það bil helm-
ingur af tólf iðjuþjálfum á geð-
sviði Landspítala - háskóla-
sjúkrahúss íhugar nú alvarlega
að segja upp stöðu sinni hjá
spítalanum. Það má rekja til óá-
nægju með starfskjör, að sögn
Guðrúnar Döddu Ásmundardótt-
ur, iðjuþjálfa á Kleppi.
Samkvæmt upplýsingum
Fréttablaðsins er kraumandi
óánægja meðal fleiri starfshópa
á LSH vegna óhóflegs vinnuálags
á spítalanum.
„Það er ætlast til þess að við
þjónum hinum mismunandi
deildum geðsviðs,“ sagði Guðrún
Dadda. „Flestar deildanna flokk-
ast sem ein fageining hver og til
að mega sinna slíkri einingu þarf
iðjuþjálfinn að vera fageiningar-
stjóri og má þá vinna sjálfstætt
undir leiðsögn yfirmanns. Fag-
einingarstjórastaðan krefst sjö
ára reynslu en bókun í stofnana-
samningnum segir að ef um
manneklu á
deild sé að
ræða megi
ráða fólk með
minni reynslu
inn í fagein-
ingars t jóra -
stöðu.
Sem stend-
ur eru þrír
i ð j u þ j á l f a r
sem eru fag-
einingarstjór-
ar starfandi
innan fullorð-
insgeðsviðs-
ins. Þeir geta
einungis sinnt
t i l t e k n u m
fjölda deilda.
Afleiðingin er sú að þó nokkrar
deildir fá ekki þjónustu iðju-
þjálfa. Úr þessu mætti bæta ef
leyfi fengist til að veita öðrum
þremur starfandi iðjuþjálfum á
geðsviðinu stöðuhækkun upp í
fageiningarstjóra, því þá mættu
þeir sinna fleiri skjólstæðingum
en þeir geta nú.“
Stoðþjónusta skorin niður
Þá sagði Guðrún Dadda megna
óánægju með að verið væri að
skera stoðþjónustu á geðsviði
niður við trog. Hún væri nú að
verða að engu.
„Við erum sífellt að lenda á
þeim vegg sem heitir „skortur á
úrræðum“, hvort sem það felst í
húsnæðisskorti, meðferðarúr-
ræðaskorti eða öðru slíku. Stefna
heilbrigðisráðuneytisins var
sögð sú að flytja stoðþjónustuna
út í heilsugæslurnar, en sú upp-
bygging væri ekki hafin enn,
þrátt fyrir niðurskurðinn inni á
LSH. Með þessu er verið að stór-
skerða réttindi skjólstæðinga
okkar til þjónustu,“ hélt Guðrún
Dadda áfram „Í langflestum til-
vikum væri hægt að fyrirbyggja
innlagnir með því að veita góða
stoðþjónustu úti í samfélaginu.
Hún kostar fjármuni til að byrja
með, en skilar af sér miklum
sparnaði til lengri tíma litið.
Þetta hefur margsannað sig á
hinum Norðurlöndunum. En hér
er bara skorið niður án þess að
neitt komi í staðinn.“
Guðrún Dadda sagði að sama
máli gegndi með aðra þætti stoð-
þjónustunnar, svo sem sálfræði-
og félagsráðgjafarþjónustuna.
Sjúkraþjálfunardeildinni á geð-
sviði LSH væri búið að loka.
„Fólk þarf að vera mjög veikt
til að komast inn á Klepp,“ sagði
hún. „Hann á að vera bráða- og
endurhæfingarspítali. Þar er
mikil þörf fyrir endurhæfingar-
starf, en allt tal þar um er fokið
út í veður og vind. Skortur á þjón-
ustu skapar óvissu og óöryggi hjá
geðsjúkum. Til að geta lifað sínu
eigin lífi úti í samfélaginu þarf að
byrja á því að uppfylla grunn-
þarfir þeirra. Þeir þurfa hús-
næði, fjármuni til að geta fætt
sig og klætt og átt fyrir lyfjun-
um. Það er ekki fyrr en þeim skil-
yrðum er fullnægt að geðsjúkir
hafa grundvöll til að geta einbeitt
sér að öðru, svo sem og námi og
vinnu.“ - jss
Nepjan nístir bein:
Kalt á
Hveravöllum
VEÐUR Frostið fór í fimmtán gráð-
ur á Hveravöllum um miðjan dag
í gær. Fallegt var þar um að litast,
sól skein og vindur var hægur.
Sama verður uppi á teningnum í
dag, gangi spá Veðurstofu Íslands
eftir. Um helgina hlýnar ögn á há-
lendinu en með éljagangi. Áfram
mun snjóa eftir helgina en hita-
stigið verður mun skaplegra eða
rétt undir frostmarkinu. - bþs
BRETLAND Karl prins vakti mikla óá-
nægju í Bretlandi þegar efni
minnismiða varð opinbert, þar
sem hann fer hörðum orðum um
leti, hæfileikaleysi og óeðlilegan
metnað landa sinna.
„Hvernig stendur á því að allir
telja sig geta náð miklu lengra en
hæfileikar þeirra gefa tilefni til?“
spyr Karl prins í minnismiðanum
og svarar sér sjálfur.
„Þetta er vegna námsmenning-
ar í skólum sem er afleiðing kerf-
is sem snýst aðeins um börn og
neitar að viðurkenna að einhver
hafi ekki staðið sig.“
„Fólk heldur að allir geti orðið
poppstjörnur, dómarar, frábærir
þáttastjórnendur í sjónvarpi eða
miklu betri þjóðhöfðingjar án þess
að leggja á sig nokkra vinnu eða
búa yfir nokkrum hæfileikum.
Þetta er afleiðing félagslegrar
draumsýnar sem telur að hægt sé
að genabæta fólk eða betrumbæta
það með félagslegum aðgerðum,
þvert á það sem sagan hefur kennt
okkur.“
Lesið var upp úr minnisblaðinu
í réttarhaldi vegna málshöfðunar
Elaine Day, fyrrum starfsmanns
hallarinnar, sem telur sig hafa orð-
ið fórnarlamb kynjamisréttis þeg-
ar hún var rekin úr starfi. Hún
hafði lagt til að háskólamenntaðir
aðstoðarmenn gætu unnið sig upp
í starfi og var það kveikjan að
minnismiða Karls.
„Mér finnst hann satt að segja
gamaldags og úr tengslum, hann
skilur ekki hvað er í gangi í breska
menntakerfinu,“ sagði Charles
Clarke menntamálaráðherra um
prinsinn. ■
Minnismiði sem Karl prins skrifaði olli fjaðrafoki í Bretlandi:
Fólk þekkir ekki stað sinn í lífinu
FORSÍÐA DAILY MAIL
Ummæli Karls Bretaprins ollu miklu
fjaðrafoki og voru á forsíðum flestra blaða.
IÐJUÞJÁLFINN
Guðrún Dadda Ás-
mundardóttir harmar
niðurskurð á stoð-
þjónustu fyrir geð-
sjúka á LSH meðan
uppbygging hennar
sé lítil sem engin
utan veggja spítalans.
GEÐDEILD LANDSPÍTALANS
Mikil óánægja er meðal iðjuþjálfa á geðsviði Landspítala - háskólasjúkrahúss með starfskjör.
KENNARAVERKFALLIÐ
Kennara vantaði aðgerðaáætlun þannig að þeir gætu brugðist
rétt við mótlæti og áunnið sér samúð foreldra.
FR
ÉT
TA
B
LA
Ð
IÐ
/V
IL
H
EL
M
HÁLENDI ÍSLANDS
22-23 (360) 18.11.2004 18.38 Page 2