Fréttablaðið

Dagsetning
  • fyrri mánuðurnóvember 2004næsti mánuður
    SuÞrMiFiLa
    31123456
    78910111213
    14151617181920
    21222324252627
    2829301234
    567891011

Fréttablaðið - 19.11.2004, Blaðsíða 27

Fréttablaðið - 19.11.2004, Blaðsíða 27
Smáauglýsingar byrja í dag á bls. 8 Flokkar & fjöldi Bílar & farartæki 100 stk. Keypt & selt 31 stk. Þjónusta 37 stk. Heilsa 9 stk. Skólar & námskeið 1 stk. Heimilið 16 stk. Tómstundir & ferðir 6 stk. Húsnæði 23 stk. Atvinna 29 stk. Tilkynningar 6 stk. Góðan dag! Í dag er fimmtudagur 19. nóv., 324. dagur ársins 2004. Reykjavík 10.10 13.13 16.16 Akureyri 10.12 12.58 15.43 Heimild: Almanak Háskólans Sólarupprás Hádegi Sólarlag „Ég hef frekar svona „low life“-smekk þeg- ar kemur að mat,“ segir Erling Klingen- berg. „Ég er heldur ekkert sérstakur kokk- ur en hins vegar fínn hjálparkokkur, dug- legur að handlanga og skera grænmeti, að ég tali ekki um uppvaskið. Þar er ég á heimavelli.“ Erling var í námi í Kanada og Þýskalandi og þar var hlegið að honum fyrir fábreytt mataræði. „Ég eldaði gjarnan hið stórgóða baunabrauð, sem dóttir mín kallar kúreka- brauð, þetta sem er bakað eða grillað í ofni með bökuðum baunum, osti og svörtum pip- ar. Þetta finnst mér reyndar prýðismatur. Annað sem ég féll fyrir í Frankfurt var réttur sem vinir mínir kölluðu „Goethe’s favorite“ og var einhvers konar jógúrt- grautur með kryddjurtum, alveg frábær. Ég kann bara ekki uppskriftina og auglýsi hér með eftir henni ef einhver býr svo vel.“ Erling segist hafa forframast heilmikið meðan hann var í námi í útlöndum og lærði til dæmis að borða mozzarella-ost með tó- mötum sem honum finnst unaðslegur rétt- ur. „Í Kanada bjó ég í Halifax og þar var ég í látlausri humarveislu. Þar lærði ég líka að borða framandi rétti eins og steiktan sverð- fisk sem er með því betra sem ég hef smakkað og skelfisk sem mér finnst núna ofboðslega góður. Annars er ég oftast sátt- ur við spaghetti Bolognese sem ég er nokk- uð góður í að elda sjálfur, og karríkássur.“ Erling er nú með sýningu í Listasafni ASÍ sem hefur vakið mikla athygli. ■ Eldar sverðfisk og karríkássur tilbod@frettabladid.is Frí hreinsun á jakkafötum eða öðrum flíkum sem þurfa hreinsunar við fylgir með öllum skóviðgerðum hjá Þráni skóara á Grettisgötunni út þennan mánuð. Þetta glæsilega tilboð Þráins er í tilefni þess að hann hefur stækkað verulega við sig og opnað fatahreinsun og þvottahús á sama stað og skó- vinnustofan er, það er að segja á Grettisgötu 3. Reyndar kveðst Þráinn hafa fleiri ástæður fyrir tilboðinu því hann fagnar líka tuttugu ára afmæli fyrirtækis- ins. Leðurhúsgögn af ýmsum gerð- um eru á lækkuðu verði í versl- uninni Öndvegi í Síðumúla 20. Afslátturinn nemur allt að 35%. Til dæmis lækkar glæsilegt sófasett 3+1+1 úr 299.800 í 199.800. Það heitir gio og er til bæði í kremuðum og rústrauðum lit. Fleiri sófasett eru á tilboðinu og svo eru þar bæði hvíldarstólar og borðstofustólar. Barnabolir fyrir aldurinn 1-12 ára eru seldir með 30% af- slætti í versluninni Sisley í Smáralind. Þeir eru til í mörg- um litum og kostuðu fyrir lækkun frá 1.395 krónum upp í 2.295. Toscana, húsgagnaverslun að Smiðjuvegi 2 í Kópavogi, er með margar gerðir rúma á til- boði og nemur afslátturinn 10- 20%. Rafmagnsrúm í stærðinni 80x200 fást á 66.000 en voru á 89.900 áður og venjuleg rúm í stærðinni 90x200 eru til á 24.000 og hafa lækkað um 10.000 frá upprunalegu verði. Heimilistækjadagar standa yfir í verslunum Byggt og búið bæði í Smáralind og Kringl- unni. Það merkir að öll raftæki eru á afslætti og nemur hann allt að 50% á vissum vörum. Úrvalið er mikið og ættu allir að finna eitthvað sem þeir hafa not fyrir eða hentugar jólagjafir handa vinum og vandamönn- um. Má nefna handryksugur, vöfflujárn, blandara, samloku- grill, kaffivélar og krullujárn. Heimilistækjadagarnir standa að minnsta kosti fram eftir næstu viku. Allar vörur verða seldar á hálfvirði næstu daga í verslun- inni Næs sem staðsett er í Hverafold í Grafarvogi og Skipagötu á Akureyri. Sem verðdæmi má nefna peysusett á 6-7 þúsund, dragtir frá 11 þúsundum og buxur á 3.480. Næs kallar þetta janúarútsölu þótt meira en mánuður sé til jóla. Hvernig verður þá alvöru janúarútsalan? Erling eldar oft baunabrauð þó honum hafi verið strítt á því á námsárunum. Smáauglýsingar á 995 kr. visir.is LIGGUR Í LOFTINU í tilboðum FASTEIGNIR HEIMILI HEILSA HÚS NÁM FERÐIR MATUR VIÐBURÐIR BÍLAR ATVINNA FJÁRMÁL TILBOÐ NEYTENDUR o.fl. Þú getur pantað smáauglýsingar á www.visir.is KRÍLIN Ég snerti ekki litla bróður. Ég hrærði bara aðeins í freknunum hans. Karríkartöflur BLS. 7 ][ SMÁAUGLÝSINGASÍMINN ER 550 5000 Erling Klingenberg listamaður hefur fjölbreyttan matarsmekk „Danir nota GUF mikið með ís og blanda með rjóma, eða nota það eitt og sér með ís. Einnig er hægt að nota GUF sem krem á milli tertubotna eða ofan á kökur. Ef þú ferð út í ísbúð í Danmörku þá er alltaf sett GUF ofan á ísinn enda er sterk og löng, dönsk hefð fyrir GUF,“ segir Kristinn Þ. Vagnsson, framkvæmda- stjóri Sælkeradreifingar sem flytur GUF inn til Íslands. Hægt er að fá þrjár bragð- tegundir; banana, jarð- arberja og appelsínu. GUF kemur í þrjú hundruð gramma boxum og lítur það út eins og hlaup við fyrstu sýn. Það er síðan hrært í fimm mínútur og þá fæst einn líter sem líkist kremi. Aðeins eru nokkrir dagar eru síðan varan kom til lands- ins og samkvæmt Kristni mokast það út úr verslunum. „Miðað við fyrstu kynni eru Íslendingar mjög hrifnir af þessu,“ segir hann. Þeir sem hafa áhuga á að kynna sér GUF betur geta farið inn á heimasíðu fynbo- foods.dk/is_topping.htm. ■ Löng og sterk dönsk hefð Guf er nýkomið í íslenskar matvöruverslanir frá Danmörku. FRÉTTAB LAÐ IÐ /G VA Volkswagen Transporter árg. 1983. Í ágætu lagi, keyrður 3000 á vél. Góð innrétting. Verð 550 þús. Upplýsingar í s. 892 4347. 27 Allt forsíða (01) 18.11.2004 15:57 Page 1
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað: 317. tölublað (19.11.2004)
https://timarit.is/issue/265005

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

317. tölublað (19.11.2004)

Aðgerðir: