Fréttablaðið - 19.11.2004, Blaðsíða 52
Bassa- og píanóleikarinn BruceJohnston hefur verið meðlim-
ur Beach Boys frá árinu 1965.
Gekk hann upphaflega til liðs við
sveitina skömmu eftir að for-
sprakkinn Brian Wilson hætti að
spila á tónleikum.
Þrátt fyrir að Johnston, sem er
sextugur, hafi ekki verið einn af
mest áberandi meðlimum Beach
Boys hefur hann gert marga stór-
merkilega hluti á sínum tónlistar-
ferli eins og kemur fram í nokkuð
undarlegu símaviðtali sem Frétta-
blaðið átti við kappann.
Vonandi boðið aftur til Íslands
Hæ, Freyr hérna frá Íslandi.
Hæ, Bruce frá Santa Barbara
hérna megin.
Hvernig hefurðu það?
Fínt. Let's go.
Ertu í Santa Barbara núna?
Nei, ég er í London.
Þið eruð búnir að vera á tónleika-
ferð í Bretlandi, ekki satt?
Við höfum spilað á 14 eða 15 upp-
seldum tónleikum hér, sem er
frekar gott.
Hvernig eru breskir áheyrendur?
Þeir eru mjög ungir og áhugasam-
ir, hlaupa um fyrir framan sviðið,
standa líka og syngja öll lögin með
okkur. Hinir eldri eru meira fyrir
aftan. Þeir eru ansi góðir.
Hlakkarðu til að koma til Íslands?
Þetta verður í fyrsta sinn sem við
komum þangað og vonandi verður
okkur boðið þangað aftur. Þetta
verður örugglega frábært.
Veistu eitthvað um landið?
Við vitum að það er mikið um eld-
virkni og heita hveri. Vonandi eig-
um við eftir að fræðast meira þeg-
ar við komum þangað.
“Það er kalt hérna núna og allt á
kafi í snjó,“ segir blaðamaður,
Bruce til frekari glöggvunar.
Ekkert mál, ég á síðar buxur.
Veistu hvað? Hefur þig einhvern
tímann langað að ferðast til Banda-
ríkjanna?
Já.
Hefurðu einhvern tímann látið
verða af því?
Uuu, nei.
Við höfum heldur aldrei farið til
Íslands og við erum því eins
spenntir og þú værir ef þú værir
að fara til Bandaríkjanna.
Hefurðu hlustað á íslenska tón-
list?
Ég mun gera það þegar ég kem
til landsins. Allt sem ég veit er
að sem strákur þá hugsa ég um
stelpurnar. Ég veit að íslensku
stelpurnar eru mjög fallegar. Núna
er ég kvæntur og á syni sem eru
rétt skriðnir á þrítugsaldurinn og
þess vegna er röðin komin að þeim
núna að hitta réttu íslensku
stelpuna.
Hefurðu heyrt í Björk?
Nei, ekkert. Það besta við þessa
ferð er að við vitum ekkert, þannig
að við getum lært meira sjálfir.
Ég skal ekki minnast meira
á Ísland.
Allt í lagi. En við getum ekki beðið
eftir að spila þar. Við byrjum
klukkan 21.00 á sunnudagskvöld.
Þetta verða góðir tónleikar, mjög
góðir.
Hversu lengi spilið þið?
Það fer eftir því hvað við fáum að
spila lengi. Við sjáum til.
Ætlið þið að spila öll gömlu góðu
lögin?
Ég veit ekki hvort þau eru gömul
en við spilum það sem við spilum.
Nýkominn úr hjartaaðgerð
En aðeins að þér sjálfum. Fórstu
ekki í aðgerð nýlega?
Jú, ég fór í hjartaaðgerð. Ég drekk
ekki, ég reyki ekki, ég borða ekki
kjöt og ég hef aldrei notað eiturlyf.
Ég æfi mig reglulega, ég fer á
brimbretti og sigli. En þurfti samt
að fara í aðgerð. Ég fékk samt ekki
hjartaáfall heldur var þetta tengt
streitu.
Hvernig líður þér núna?
Ég er búinn að spila á fjórtán tón-
leikum og það eru aðeins liðnar
átta vikur síðan ég fór í aðgerðina
en mér líður samt mjög vel. Mér
líður eiginlega frábærlega. Lík-
lega vegna þess að ég lifi svo
heilsusamlegu lífi. Þú átt eftir að
verða mun yngri en þú heldur þeg-
ar þú eldist. Síðan á ég líka fjóra
syni og ég fer á brimbretti og sigli
með þeim þegar þeir eru heima.
Þeir eru í skóla. Einn þeirra er
meira að segja í Oxford á
Englandi.
Verðurðu aldrei þreyttur á að vera
í tónleikaferð?
Aldrei, aldrei. Vegna þess að við
spilum ný lög á hverju kvöldi. Við
getum valið úr um 400 lögum og
við getum sko ekki spilað 400 lög á
einu kvöldi.
Hvers vegna eru Beach Boys svona
vinsælir?
Vegna þess að allir eru ungir ein-
hvern tímann á ævinni og um það
snýst þetta allt. Að vaxa úr grasi.
Áttu þér uppáhaldslag?
Þau eru öll í uppáhaldi.
Spilaðirðu ekki með Ritchie Valens
einu sinni?
Jú, þegar ég var 16 ára. Ég spilaði
líka með Eddie Cochran (söngvari
sem lést 1960). Þetta var fyrir
löngu síðan.
Hvernig náungi var Valens?
- Hann var ótrúlega ljúfur náungi.
Hann væri örugglega orðinn hinn
spænski Elvis núna ef hann væri á
lífi. Hann var yndislegur strákur.
Það hlýtur að hafa verið áfall þeg-
ar hann dó, aðeins 17 ára?
Það var mikið áfall fyrir mig. Í síð-
asta sinn sem ég hitti hann sagðist
hann vera nýbúinn að taka upp
mexíkóskt brúðkaupslag sem hét
La Bamba og lag um að kærastan
hans hefði dáið (Donna). Síðan
nokkrum mánuðum síðar ferst
hann í þessari flugvél í snjónum.
Varst þú á staðnum þegar hann
ákvað að fara í flugvélina í staðinn
fyrir að fara í rútuna (Sjá bíómynd-
ina La Bamba)?
Nei, nei. Ég var ennþá í skóla og
mamma leyfði mér ekki að fara.
Ég vann bara með honum um
sumartímann.
Elvis var svalur náungi
Þú gekkst til liðs við Beach Boys
árið 1965. Í staðinn fyrir Brian Wil-
son. Ekki rétt?
Jú, það er rétt. Ég hef líka unnið
með mörgum öðrum listamönnum.
Ég sá um allar raddútsetningar á
plötu Pink Floyd, The Wall.
Er það satt?
-Já. Þú getur flett því upp. Opnaðu
umslagið á geisladisknum og náðu
í stóran kíki. Þá geturðu séð það í
smáa letrinu (hlær).
Hvernig gekk sú vinna?
Þetta var virkilega svalt. Það var
mjög gaman að vinna með þeim.
Síðan vann ég mikið fyrir Elton
John. Ég sá um raddútsetningar á
Don’t Let the Sun Go Down on Me.
Ég samdi eitt lag sem hét „I Write
the Songs“ sem seldist í 25 milljón-
40 19. nóvember 2004 FÖSTUDAGUR
■ TÓNLIST
Hin goðsagnakennda bandaríska
hljómsveit Beach Boys heldur
tónleika í Laugardalshöll á
sunnudag. Hljómar hita upp og
stíga þeir á stokk klukkan 20.00
en Beach Boys klukkutíma síðar.
Einn af fimm upprunalegum
meðlimum sveitarinnar, Mike
Love, er forsprakki þessarar átta
manna sveitar, sem heldur um
170 tónleika á ári.
Beach Boys sló fyrst í gegn
árið 1961 með Kaliforníuslagar-
anum Surfin'. Síðan tröllreið
hvert lagið á fætur öðru vin-
sældalistum, þar á meðal Surfin'
USA, Surfer Girl, Fun, Fun, Fun,
I Get Around, Barbara Ann, Good
Vibrations og Wouldn't It Be
Nice.
Ýmislegt hefur þó gengið á í
rúmlega fjörutíu ára sögu sveit-
arinnar. Brian Wilson, aðallaga-
höfundur Beach Boys, hætti að
spila með sveitinni á tónleikum
árið 1964 til að einbeita sér að
lagasmíðum. Átti hann í kjölfarið
við andlega erfiðleika að stríða,
m.a. vegna áralangrar eiturlyfja-
neyslu. Glenn Campell hljóp í
skarðið fyrir Wilson sem bassa-
leikari og ári síðar tók Bruce
Johnston við því hlutverki. Hefur
hann verið í sveitinni allar götur
síðan.
Auk söngvarans Mike Love,
sem samdi textana við mörg af
vinsælustu lögum Beach Boys,
voru í upphaflegu hljómsveitinni
þeir Al Jardine gítarleikari og
þeir Dennis Wilson trommuleik-
ari og Carl Wilson sólógítarleik-
ari, yngri bræður Brians. Þeir
eru báðir látnir.
Eftir dauða Carls árið 1998
hætti Beach Boys. Tók þá Mike
Love við nafni sveitarinnar og
hefur hún verið á tónleikaferð
síðan. Á sama tíma hefur Brian
Wilson starfrækt sína eigin
hljómsveit sem að sjálfsögðu
spilar líka öll gömlu góðu Beach
Boys-lögin. Nýlega gaf Wilson út
plötuna SMILE sem upphaflega
var hljóðrituð árin 1966 til 1967
en var aldrei gefin út. ■
Strandarstuð í fjörutíu ár
Eftir meira en fjörutíu ár í bransanum ætlar hin goðsagnakennda
hljómsveit Beach Boys loks að koma til Íslands og halda tónleika í
Laugardalshöll á sunnudag.
Allir eru einhvern
tímann ungir
BRUCE OG MIKE LOVE Bruce
Johnston, til vinstri, ásamt forsprakka
Beach Boys, Mike Love.
Við getum valið úr
um 400 lögum og
við getum sko ekki spilað
400 lög á einu kvöldi.
,,
Ég æfi mig reglu-
lega, ég fer á brim-
bretti og sigli. En þurfti
samt að fara í aðgerð.
,,
52-53 auka folk (40-41) 18.11.2004 18.43 Page 2