Fréttablaðið

Dagsetning
  • fyrri mánuðurnóvember 2004næsti mánuður
    SuÞrMiFiLa
    31123456
    78910111213
    14151617181920
    21222324252627
    2829301234
    567891011

Fréttablaðið - 19.11.2004, Blaðsíða 32

Fréttablaðið - 19.11.2004, Blaðsíða 32
Úr eldhúsinu á Einari Ben Gordon Lee matreiðslumaður Hvítlaukur Þegar uppskrift kveður á um að steikja eigi hvítlauk á pönnu með einhverju öðru á alltaf að setja hvítlaukinn síðast á pönnuna. Þannig brennur hann ekki og verður ekki bitur á bragðið.[ ] Ferskur aspas frá Perú Ítölsk Parmaskinka Ferskur Parmesan Yndisauki sælkeraverslun // I‹U-húsinu 2. hæ› // s. 511 8090 // www.yndisauki.is „Þetta er sama fiskbúð og er á Sel- tjarnarnesi. Það hefur gengið vel þar og því ákváðum við að færa út kvíarnar. Við ætlum að gefa okkur tíma í þessa nýju fiskbúð og auð- vitað erum við með sama góða hráefnið á boðstólum og úti á Sel- tjarnarnesi,“ segir Þorkell Diego, starfsmaður fiskbúðarinnar Vega- móta sem var opnuð þann 25. október að Arnarbakka 4 til 6 í Breiðholti. „Rekstur fiskbúðar hér í Arn- arbakkanum hefur aðeins dottið niður og fólk hefur næstum því afvanist fisknum. Síðan við opn- uðum hefur fólk verið að láta sjá sig og þetta lítur ágætlega út þó við þurfum að sjálfsögðu að sýna þolinmæði,“ segir Þorkell en hann og sonur hans bjóða upp á eitt- hvað fyrir alla. „Það er ágætis blanda hér í hverfinu þar sem mikið af ungu fólki hefur flutt hingað á síðustu árum og margt fólk sem komið er til vits og ára hefur líka aðsetur hér og hefur sumt hvert búið hér alla ævi. Fisk- réttirnir eru vinsælastir hjá okk- ur eins og til dæmis ýsa í karrí, sinnepssósu eða hvítlaukssósu, en tilbúnir réttir höfða frekar til yngra fólks. Fullorðið fólk er meira fyrir hefðbundna rétti og fær sér frekar heila ýsu eða stór- lúðu.“ Í fiskbúðinni eru alltaf einhver tilboð í gangi og vill Þorkell minna fólk á að grípa gæsina þegar skötutíðin hefst. „Það verður helj- arinnar veisla hér í kringum Þor- láksmessu og bjóðum við upp á úrvalsskötu sem við fengum til dæmis verðlaun fyrir í fyrra. Við í fjölskyldunni erum líka Vestfirð- ingar og því ætti fólk að vita að við kunnum handbragðið.“ lilja@frettabladid.is Breiðhyltingar fá sinn fisk Hér stendur Þorkell kampakátur við fiskborðið í búðinni í Breiðholti. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /Í R IS » BETRI SJÓNVARPSDAGSKRÁ Á FÖSTUDÖGUM Ástralir framleiða mikið af lambakjöti og ættu að kunna að búa til rauðvín sem passar með því. Bjarki Long, vínþjónn á Einari Ben, mælir með ástralska víninu Rosemount GSM með lambahryggnum hans Gordon Lee. Lambahryggurinn einkennist af mismunadi kryddum rétt eins og vínið sem er gert úr þremur mismunandi þrúgum; grenache, syrah og mourvedre. Vínið er massíft og eikað, lakkrís og þroskaður ávöxtur finnst í víninu, sömuleiðis eilítill myntukeimur sem spilar vel við myntuna í sósunni. Rosemount GSM Mismunandi þrúgur og krydd Vínið með matnum Rósmarín- og hvítlauksstunginn lambahryggur og langtímaeldaðir kirsuberjatómatar. Kartöflur með og borið fram með myntuhollandaise. Stungið er í hryggvöðvana og litlum rósmarín og klofnum hvítlauksrifjum stungið í götin, hryggur- inn er síðan saltaður og pipraður og smá ólífu- olíu skvett yfir hann. Bakið hrygginn 180˚ C í 20 mínútur. Lækkið síðan hitann niður í 90˚ C og hafið hrygginn í ofninum í 15 mínútur til viðbótar. Kirsuberjatómatarnir eru skornir í tvennt og skvett yfir þá örlítilli ólífuolíu og nokkrum timjangrein- um. Þunnt skornum hvítlauksrifjum stráð yfir þá og örlitlu salti. Bakið tómatana á 50˚ C í tvær klukkustundir. Kartöflurnar eru stungnar út og skornar til og eldaðar í smjöri og smá vatni á háum hita þar til vatnið er gufað upp og er þá bætt við smá vatni aftur og þessi aðferð er end- urtekin þar til þær eru mjúkar í gegn. Gott er að hafa nokkrar timjangreinar með á pönnunni. Salt- ið kartöflurnar örlítið eftir eldun. Myntuhollandaise 30 ml hvítvínsedik 6 hvít piparkorn 3 eggjarauður 170 g hreinsað smjör (volgt) 1 tsk. sítrónusafi smá salt 7 myntulauf Hvítvínsedikið er soðið niður ásamt piparkornun- um og kornin fjarlægð og edikið kælt. Hitið vatn ið og bætið út í edikið. Eggjarauðurnar og edik- blandan eldað í stálskál yfir vatnsbaði þar til blandan er fallega þykk, notið gúmmísleif og hrærið í botninum á skálinni allan tímann. Takið skálina af vatnsbaðinu. Volgu smjörinu er bætt við smátt og smátt og hrært í á meðan þar til allt smjörið er komið saman við. Sítrónusafanum er síðan bætt saman við. Smakkið til með salti og fínskerið myntublöðinn saman við. Tilvalið er að bera fram aspas með réttinum því hann passar vel með sósunni. Spennandi lambahryggur Verð í Vínbúðum 1.990 kr. Elmar Þór Diego er eigandi fiskbúðarinnar Vegamóta sem hefur verið opnuð í Breiðholti. Þorkell Diego, faðir hans, hjálpar honum við reksturinn. 32-33 matur ofl (6-7) 18.11.2004 16:05 Page 2
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Gerð af titli:
Flokkur:
Gegnir:
ISSN:
1670-3871
Tungumál:
Árgangar:
23
Fjöldi tölublaða/hefta:
7021
Gefið út:
2001-2023
Myndað til:
31.03.2023
Útgáfustaðir:
Efnisorð:
Lýsing:
Dagblað
Styrktaraðili:

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað: 317. tölublað (19.11.2004)
https://timarit.is/issue/265005

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

317. tölublað (19.11.2004)

Aðgerðir: