Fréttablaðið - 19.11.2004, Blaðsíða 6
6 19. nóvember 2004 FÖSTUDAGUR
BRETLAND, AP Tony Blair, forsætis-
ráðherra Bretlands, segir að
vissulega sé ágreiningur milli
Breta og Frakka um réttmæti
Íraksstríðsins en það sé bara
ágreiningur.
Blair og Jacques Chirac, for-
sætisráðherra Frakklands, fund-
uðu í London í gær. Eftir fundinn
tók Chirac undir orð Blairs.
„Sagan mun skera úr um það
hvorir hafa rétt fyrir sér um
Írak,“ sagði Chirac.
Blair sagði að þrátt fyrir
ágreininginn um Írak hefðu lönd-
in unnið saman og ynnu saman í
mörgum öðrum málum. Tók hann
sem dæmi samvinnu þeirra á
Balkanskaganum, í Afganistan og
sameiginlega afstöðu þeirra til
Írans og varna Evrópu.
Ráðherrarnir voru spurðir út í
ástandið í Mið-Austurlöndum
eftir andlát Jassers Arafat.
Chirac sagði að bæði Frakkar og
Bretar teldu að nú væri tækifæri
til að stilla til friðar. Hann sagði
að alþjóðasamfélagið ætti að
gera allt sem í valdi þess stæði
til að tryggja framgang friðar-
ferlisins og kosninganna í Palest-
ínu í janúar. ■
Gefur tóninn fyrir aðra
Kjarasamningi kennara er fagnað hvarvetna í atvinnulífinu, það sé stöðugleiki í sjálfu sér að
friður skapist um starf svo stórs launahóps. Verðbólgumarkmið Seðlabankans er þegar í hættu
og margir telja að samningurinn bæti ekki úr skák.
Nú tifar klukkan
„Endurskoðunarákvæði okkar
kjarasamnings koma til endur-
skoðunar næsta haust. Kjarasamn-
ingur kennara kemur inn í það
endurmat. Þessi niðurstaða setur
allar þær forsendur á hliðina
þannig að við munum að sjálf-
sögðu áskilja okkur rétt til endur-
skoðunar vegna hans,“ segir Krist-
ján Gunnarsson, formaður Starfs-
greinasambandsins.
„Þessi samningur hefur klár-
lega þær afleiðingar að það mun
reyna mjög á endurskoðunará-
kvæðin. Þetta hefur áhrif á alla
kjarasamninga á vinnumarkaði.
Það þarf ekki flókinn útreikning til
þess,“ segir hann og telur að kenn-
arar „hafi farið mjög langt með
launanefndina. Hún er alveg klár-
lega búin að gefa tóninn fyrir alla
aðra sem eiga eftir að semja.“
Samningar Starfsgreinasam-
bandsins byggjast á verðlagsfor-
sendum og kjarasamningum ann-
arra stéttarfélaga. „Þetta er bara
niðurstaðan og nú tifar klukkan.“
Þensluhvetjandi áhrif
Þorsteinn Þorgeirsson, hagfræðing-
ur Samtaka iðnaðarins, segir ljóst að
ef útgjaldaaukningu sveitarfélag-
anna sé ekki mætt með aukinni
skattheimtu hafi launahækkanir
kjarasamnings kennara þensluhvetj-
andi áhrif. „Önnur hætta er að í kjöl-
farið fari aðrar stéttir að biðja um
meiri launahækkanir, en það getur
kynt undir nýju verðbólgubáli og
óstöðugleika,“ segir Þorsteinn.
„Nýlegar spár benda til þess að
verðbólgan haldist innan viðmiðun-
armarka Seðlabankans. Ef spennan í
hagkerfinu eykst kallar það eftir
meiri hækkun stýrivaxta eða meira
aðhaldi í öðrum hlutum opinberra
fjármála en nú er gert ráð fyrir,“
segir hann.
„Á meðan efnahagslífið fer í
gegnum vaxtakipp tengt stóriðju-
framkvæmdum er mjög mikilvægt
að Íslendingar stígi varlega til jarðar
í launasamningum, opinberum fjár-
málum og lántökum. Í þeirri stöðu
sem upp er komin er mikilvægt að
við bregðumst við af skynsemi og
gerum það sem þarf til að viðhalda
stöðugleikanum á komandi árum.“
Algjör óvissa
Ingólfur Bender, forstöðumaður
Greiningar Íslandsbanka, segir að
kjarasamningur ögri almennum
samningum og gæti leitt til frekari
launahækkana á almennum mark-
aði ef hann þýðir 30 prósenta kostn-
aðaraukningu fyrir sveitarfélögin.
„Endurskoðun á sér stað í nóv-
ember á næsta ári og það ríkir al-
gjör óvissa um hvers sú endurskoð-
un leiðir til. Það er því klárlega ver-
ið að tefla þarna á tæpasta vað,“
segir Ingólfur.
Óvissa ríkir um það hvernig
sveitarfélögin munu mæta auknum
útgjöldum vegna samningsins.
„Maður veit ekki hvort þau munu
mæta þeim með hækkun útsvars
eða auknum hallarekstri. Ef þau
kjósa aukinn hallarekstur þá er það
viðbót við þann þensluvanda sem
við sjáum fram undan á næstu
tveimur árum,“ segir hann.
Kennarar eru ekki það stór hóp-
ur að samningurinn raski stöðug-
leikanum að mati Ingólfs. „Ef sveit-
arfélögin hækka útsvarið þá demp-
ar það efnahagslífið á móti. Það eru
réttu hagstjórnarlegu viðbrögðin.“
Ekki hættumerki
Katrín Ólafsdóttir, hagfræðing-
ur hjá Háskólanum í Reykjavík,
segir að efnahagsleg áhrif kennara-
samningsins þurfi ekki að vera
hættuleg, samningurinn eigi ekki að
setja allt á annan endann í efna-
hagslífi.
„Við erum í uppsveiflu og auðvit-
að er það ekki besta tímasetningin
fyrir svona hækkun. Í uppsveiflu
hafa svona hækkanir meiri áhrif en
ella. En í heildina held ég að þetta
setji ekki allt á annan endann.“
Hvað fordæmisgildið varðar
segir hún að erfitt verði að röks-
tyðja það að kennarar fái þessa
hækkun en ekki aðrir, „sérstaklega
vegna þess að þeir virðast ekki vera
að kaupa þessa hækkun út á neitt
eins og er venjan í svona samning-
um. En auðvitað kemur þetta út í
verðlagið, það er engin spurning.“
ghs@frettabladid.is
■ NORÐURLÖND
VEISTU SVARIÐ?
1Hvað ver Vegagerðin miklum fjár-munum í snjómokstur á árinu?
2Hvað fá grunnskólakennarar miklakauphækkun samkvæmt nýjum kjara-
samningi?
3Í hvaða bandaríska raunveruleika-þætti kom Grindavík við sögu?
Svörin eru á bls. 50
HREINDÝR
Öll dýrin eru á sérstöku varnarsvæði á
Austfjörðum.
Skotveiðifélag Íslands:
Hreindýr
flutt vestur
HREINDÝR Skotveiðifélag Íslands
vill að hreindýrastofninum á
Austurlandi verði skipt í tvennt
og hluti hreindýranna fluttur á
Vestfirði eða í Barðastrandar-
sýslu.
Sigmar B. Hauksson, formaður
félagsins, segir í pistli á heima-
síðu félagsins að það sé öryggis-
atriði að skipta stofninum. Sam-
kvæmt núgildandi reglum um bú-
fjársjúkdóma verði að aflífa öll
hreindýr sem fari út af varnar-
svæðinu á Austurlandi. Hann seg-
ir nauðsynlegt að endurskoða
þessar reglur því ef upp komi sú
staða að fjöldi dýra fari út af
varnarsvæðinu eða fái sjúkdóm
sé stofninn í mikilli hættu. ■
FJÖLMIÐLAR GAGNRÝNDIR
Danskir fjölmiðlar reiddu um of
á upplýsingar frá Bandaríkjaher
um innrásina í Írak og því var
fréttaflutningur þeirra einhliða
samkvæmt nýrri úttekt fræði-
manna við háskólana í Kaup-
mannahöfn og Hróarskeldu. Mest
var fjallað um framgang á víg-
vellinum og lítið um áhrif stríðs-
ins á íraskan almenning.
FINNAR SELJA HERGÖGN Finnar
selja Eistum sextíu notaða bryn-
varða bíla fyrir rúmar 600 millj-
ónir króna. Finnar hafa notað bíl-
ana á æfingum og við friðar-
gæslu. Eistar gera ráð fyrir að
nota þá við friðargæslu í
Afganistan.
100% bók
Stútfull bók
af frábærum
myndum!
Alma, Emilía, Klara og
Steinunn
Hverjar eru þær? Hvað dreymir
þær um? Hvaðan koma þær?
Hvert ætla þær?
100% Nylon - lifandi,
litskrúðug, skemmtileg -
bók sem þú verður 100%
að eignast!!!
Allt um Nylonsumarið 2004!
Allt um nýju plötuna!
CHIRAC OG BLAIR
Leiðtogar Frakklands og Bretlands funduðu í Downing-stræti 10 í gær.
Tony Blair og Jacques Chirac funduðu í London:
Staðfestu ágreining
um Íraksstríðið
KRISTJÁN GUNNARSSON
Formaður Starfsgreinasambandins.
ÞORSTEINN ÞORGEIRSSON
Hagfræðingur Samtaka iðnaðarins.
INGÓLFUR BENDER
Forstöðumaður Greiningar Íslandsbanka.
KATRÍN ÓLAFSDÓTTIR
Hagfræðingur hjá Háskólanum í Reykjavík.
Svar við fyrirspurn Jóhönnu Sigurðardóttur:
Ríflega 17 þúsund
árangurslaus fjárnám
EFNAHAGSMÁL Fjöldi árangurs-
lausra fjárnáma hjá einstakling-
um á árunum 2001 til 15. október
2004 var 17.336 Skipt milli kynja
voru þau 12.508 hjá körlum, um
72 prósent af heildinni, en hjá
konum 4.828 eða um 28 prósent.
Þetta kom fram í svari Björns
Bjarnasonar dómsmálaráðherra
við fyrirspurn Jóhönnu
Sigurðardóttur alþingismanns
um árangurslaus fjárnám.
Ríkissjóður var stærsti kröfu-
hafi þessara fjárhæða en kröfur
hans námu 22 milljörðum á þessa
einstaklinga. Næstir komu bank-
ar og aðrar lánastofnanir með
tæpa 11 milljarða. Þar á eftir
komu svo aðrir einkaaðilar og
aðrir opinberir aðilar.
Í svarinu kemur fram að
Íbúðalánasjóður var einungis
kröfuhafi hjá einum aðila af tæp-
lega 4.600 kröfuþolum.
„Það er áhyggjuefni, að á milli
áranna 2001 og miðað við það
sem áætla má út frá árangurs-
lausum fjárnámum á yfirstand-
andi ári, að heildarfjárhæðir
krafna á einstaklinga tvöfaldist á
þessu tímabili,“ sagði Jóhanna
Sigurðardóttir, „en í heild námu
árangurslaus fjárnám hjá fyrir-
tækjum og einstaklingum á tæp-
um 4 árum rúmlega 61 milljarði
króna.“
- jss
JÓHANNA SIGURÐARDÓTTIR
Vaxandi fjöldi árangurslausra fjárnáma er
verulegt áhyggjuefni.
06-07 fréttir 18.11.2004 21.26 Page 2