Fréttablaðið - 19.11.2004, Blaðsíða 8
8 19. nóvember 2004 FÖSTUDAGUR
Ákærðir fyrir líkamsárás:
Stakk mann fjórum sinnum
DÓMSMÁL Tveir menn, nítján og
tuttugu ára, hafa verið ákærðir,
annar þeirra fyrir sérstaklega
hættulega líkamsárás fyrir
framan Broadway í Ármúla í
september í fyrra. Sá stakk þol-
andann fjórum sinnum með
hnífi víðs vegar um líkamann.
Aðalmeðferð í málinu var í Hér-
aðsdómi Reykjavíkur í gær.
Mennirnir tveir voru í bíl fyr-
ir utan skólaball og rákust þeir
utan í annan mann á bílaplaninu.
Upp hófust átök við manninn og
sá eldri tók upp hníf og stakk
hann fjórum sinnum í líkamann
svo af hlutust fjögur tveggja til
átta sentímetra djúp sár. Eitt
sáranna var í brjóstkassanum,
eitt á öxl og tvö á baki fórnar-
lambsins. Yngri árásarmaður-
inn kýldi þolandann hnefahögg í
andlitið í sömu átökum þannig
að af hlaust mar á vinstra auga.
Mennirnir hafa báðir játað árás-
ina.
Maðurinn sem varð fyrir
árásinni krefst þess að sá sem
stakk hann greiði honum rúma
hálfa milljón króna í skaðabæt-
ur. - hrs
Utan verksviðs ráðherra
að hlutast til um mál
Dómsmálaráðherra ætlar ekki að hlutast til um rannsókn ríkislögreglu-
stjóra á þætti einstaklinga í samráði olíufélaganna. Jóhanna Sigurðar-
dóttir segir nauðsynlegt að fá niðurstöðu sem fyrst. Eyða þurfi óvissu.
Jóhanna Sigurðardóttir:
Ríkið skili samráðssköttunum
VERÐSAMRÁÐ Björn Bjarnason
dómsmálaráðherra ætlar ekki að
hlutast til um rannsókn efnahags-
brotadeildar ríkislögreglustjóra á
þætti einstaklinga í verðsamráði
olíufélaganna. Þetta kom í svari
hans við fyrirspurn Jóhönnu Sig-
urðardóttur á Alþingi í fyrradag.
Björn sagðist telja að það væri
fyrir utan hans verksvið sem ráð-
herra að skipta sér af rannsóknum
mála. Hins vegar væri það hans
hlutverk að skapa embætti Ríkis-
lögreglustjóra viðunandi starfsað-
stæður.
Jóhanna Sigurðardóttir spurði
ráðherrann hvort hann væri reiðu-
búinn að beita sér fyrir því að
deildin fengi meira fjármagn og
mannafla til að flýta rannsókn á
þætti einstaklinga í verðsamráð-
inu. Sérstaklega í ljósi þess að
efnahagsbrotadeild Ríkislögreglu-
stjóra, sem fer með rannsókn
málsins, hafi ekki nægan mannafla
og dráttur á rannsókn mála hjá
deildinni hafi leitt til þess að refs-
ingar hafi verið mildaðar fyrir
dómi. Jóhanna sagði í umræðum á
Alþingi að það væri nauðsynlegt
að fá sem fyrst niðurstöðu í rann-
sókninni sem hófst fyrir um ári
síðan, bæði til að eyða allri óvissu í
málinu olíufélögunum til hagsbót-
ar og til að forðast fyrningu saka.
Jóhanna Sigurðardóttir spurði
hvort ráðherrann teldi að ekki
mætti flýta niðurstöðu með auknu
tímabundnu fjármagni umfram
þær fimmtán milljónir króna sem
veitt hefði verið til embættisins í
fjáraukalögum síðasta árs og fjár-
lögum þessa árs. Enda væru þær
líka ætlaðar til þess að hraða rann-
sóknum á öðrum mikilvægum mál-
um sem séu til meðferðar hjá efna-
hagsbrotadeildinni eins og fíkni-
efnamálum. Björn Bjarnason
sagði að hann teldi það rétt að
efnahagsbrotadeildin efldist til að
takast á við flóknari brot. Starfs-
mönnum deildarinnar hafi þess
vegna verið fjölgað tímabundið
um þrjá á síðasta ári, ekki síst
vegna rannsóknar á verðsamráði
olíufélaganna.
ghg@frettabladid.is
STJÓRNMÁL Jóhanna Sigurðardótt-
ir, Samfylkingu krafðist þess í
utandagskrárumræðu á Alþingi
í gær að ríkið skilaði almenningi
í formi lækkaðs bensíngjalds
þeim skatttekjum sem stöfuðu
af ólöglegu verðsamráði olíu-
félaganna. Fullyrti þingmaður-
inn að skatttekjur ríkisins hefðu
verið um 600 milljónir af þeim
2,3-2,5 milljörðum króna sem
framlegð olíufélaganna hefði
aukist vegna samráðsins. Lagði
Jóhanna til að bensíngjald yrði
lækkað um 2-3 krónur til að
skila því fé „sem olíufélögin
náðu af fólkinu með ólöglegu
samráði“.
Benti hún á að þessi lækkun
myndin hafa í för með sér lækk-
un vísitölu og þar með verð-
bólgu um 0,1 prósent.
Geir H. Haarde fjármálaráð-
herra sagði að ekki mætti
gleyma því að málinu væri ekki
lokið, það ætti eftir að fara fyrir
samkeppnisráð og jafnvel dóm-
stóla. Þá efaðist hann um að
ríkið hafi í raun hagnast þótt
hærra bensínverð hefði skilað
fleiri krónum í kassann. Samráð
hefði slæm áhrif á efnahaginn
en ríkið græddi mest þegar hag-
vöxtur stæði í blóma.
- ás
Landhelgisgæslan:
Samið við
Efnamóttöku
SPRENGJUEFNI Landhelgisgæslan
og Efnamóttakan hafa gert með
sér samning um aðstoð og þjón-
ustu sprengjudeildar Landhelgis-
gæslunnar við eyðingu sprengi-
efna.
Verða verkefni Landhelgis-
gæslunnar að eyða sprengiefna-
úrgangi samkvæmt viðurkennd-
um aðferðum, veita sérfræðiráð-
gjöf og sólarhrings neyðarþjón-
ustu vegna atvika tengdra
sprengiefnum, auk þess sem
sprengjudeildin sér um að útvega
sprengjuefnakassa og gáma til
geymslu sprengiefnaúrgangs
sem bíður eyðingar.
MÓTMÆLI GEGN FRÖKKUM
Mikillar andúðar gætir í garð Frakka á Fíla-
beinsströndinni. Mótmælandinn fremst á
myndinni hélt á spjaldi þar sem Jaques
Chirac Frakklandsforseti var sagður morð-
ingi.
Ske
Feelings Are Great
Jagúar
Hello Somebody
Jan Mayen
Home Of The Free Indeed
Björk
Medúlla
Tónlist sem skiptir máli
www.Smekkleysa.is
edda.is
Falleg saga um
undirbúning jólanna
og óskajólagjafirnar
eftir Gerði Kristnýju
og Brian Pilkington.
KOMIN Í
VERSLANIR!
Gerður Kristný Brian Pilkington
LÖGGUR FYRIR RÉTTI Réttarhöld
hófust í gær yfir tveimur þýsk-
um lögregluforingjum sem eru
sakaðir um að hafa stundað pynt-
ingar. Annar lögreglumaðurinn
er sakaður um að hafa hvatt hinn
til að beita fanga líkamlegu of-
beldi til að fá upplýsingar um ell-
efu ára pilt sem hafði verið rænt.
Hinn lögreglumaðurinn er sakað-
ur um að hafa hótað hinum grun-
aða ofbeldi.
EKKI FLEIRI SEÐLA Bankastjórn
Seðlabanka Evrópu hefur neitað
uppástungum um að taka upp
einnar og tveggja evru seðla.
Hefði hugmyndin verið samþykkt
hefðu þetta orðið verðminnstu
evruseðlarnir, að andvirði 87 og
174 króna. Nú er fimm evru-seð-
illinn verðminnstur, andvirði
hans er 435 krónur. Bankastjórn-
inni þótti lítið áunnið með að
breyta því.
JÓHANNA SIGURÐARDÓTTIR
„Almenningur gerir kröfu til að ríkið skili
sínum hluta af ránsfengnum.“
EVRÓPA EVRÓPA
BROADWAY
Átökin hófust fyrir framan Hótel Ísland á
sama tíma og skólaball fór fram inni á
skemmtistaðnum Broadway.
FR
ÉT
TA
B
LA
Ð
IÐ
/Þ
Ö
K
RÍKISLÖGREGLUSTJÓRI OG DÓMSMÁLARÁÐHERRA
Björn Bjarnason dómsmálaráðherra ætlar ekki að hlutast til um rannsókn Haraldar Johannessen ríkislögreglustjóra á þætti einstaklinga í
verðsamráði olíufélaganna.
FR
ÉT
TA
B
LA
Ð
IÐ
/V
IL
H
EL
M
08-09 fréttir 18.11.2004 20.12 Page 2