Fréttablaðið - 19.11.2004, Blaðsíða 40
„Ég óska mér enga betri gjöf en
þá að vera lifandi, í góðu starfi,
umkringd vinum og hafa það
svona gott,“ segir Guðrún Ás-
mundsdóttir, leikkona og afmæl-
isbarn, en hún er 69 ára í dag.
Guðrún er um þessar mundir
stödd á Akureyri þar sem hún
leikur í Ausu og Stólunum sem
sýnt er á Oddvitanum. „Þetta
verður bara ánægjulegur hvíld-
ardagur á Hótel KEA þangað til
ég fer að leika í kvöld. Stór-
afmælið er ekki fyrr en á næsta
ári þannig að ég hef ekkert á móti
því að vera á sviðinu á afmælis-
daginn.“ Guðrún hefur annars
ekki gert neinar ráðstafanir fyrir
daginn. „Ég hata líka plön, því þá
hefur maður engan tíma fyrir hið
óvænta.“
Guðrún hefur dvalið síðast-
liðnar sjö vikur við æfingar á Ak-
ureyri og kann vel við sig. Hún en
er líka að leika í 5stelpum.com
sem gengur enn fyrir fullu húsi á
Broadway. Þessu fylgir nokkur
þeytingur og hún flýgur til
Reykjavíkur eftir sýningu á laug-
ardag og fer aftur norður á föstu-
daginn í næstu viku.
Guðrún segist vera mikið af-
mælisbarn. „Ég held ég myndi
taka það verulega nærri mér ef
enginn myndi eftir afmælinu
mínu en sem betur fer hefur það
aldrei gerst. Ég hef alltaf átt góð-
an afmælisdag.“
Þegar svona margir afmælis-
dagar raðast saman segir Guðrún
erfitt að henda reiður á þeim sem
standa upp úr. Þó minnist hún
sérstaklega fimmtugsafmælisins
sem hún hélt upp á ásamt Bríeti
Héðinsdóttur og Kristbjörgu
Kjeld en þær urðu allar fimmtug-
ar sama árið. „Við sendum út
boðskort til vina og kunningja og
það vildi þannig til að nöfnin okk-
ar röðuðust þannig upp að
boðskortið var í nafni KGB. Mest
man ég þó eftir því þegar við sát-
um heima hjá mér og opnuðum
pakkana. Bríet hafði tekið skýrt
fram að hún vildi engar gjafir, en
ég held ég hafi ekki séð glaðari
manneskju en hana þegar hún tók
upp pakkana.“
bergsteinn@frettabladid.is
28 19. nóvember 2004 FÖSTUDAGUR
Sendi boðskort frá KGB
GUÐRÚN ÁSMUNDSDÓTTIR LEIKKONA ER 69 ÁRA Í DAG
GUÐRÚN ÁSMUNDSDÓTTIR Guðrún flakkar þessa dagana milli Akureyrar og Reykja-
víkur þar sem hún leikur á báðum stöðum.
Fyrir réttum 30 árum hélt Geirfinnur Einarsson, 32
ára gamall Keflvíkingur, á stefnumót við óþekktan
mann í Hafnarbúðinni í Keflavík. Síðan hefur
ekkert til hans spurst. Í kjölfarið hófst ein
viðamesta og umdeildasta lögreglurann-
sókn Íslands.
Frá upphafi var hvarf Geirfinns rannsakað
sem morðmál og var talið tengjast hvarfi
annars manns, Guðmundar Einarssonar.
Lögreglan auglýsti árangurslaust eftir mann-
inum sem átti að hafa hitt Geirfinn í Hafnar-
búðinni en rannsókn bar engan árangur.
Það var ekki fyrr en rúmlega ári síðar sem lög-
reglan þóttist hafa einhverjar grunsemdir um
hver hafði verið valdur að hvarfi Guðmundar og
Geirfinns og í kjölfarið voru alls átta manns hand-
teknir.
Fjórir voru að lokum dæmdir fyrir morðin
eða aðild að morðunum á Geirfinni og
Guðmundi en mikill vafi hefur alla tíð
leikið á réttmæti þeirrar sakfellingar og
teygðu sig sögur um spillingu og mis-
ferli alla leið upp í dómsmálaráðu-
neyti Ólafs Jóhannessonar. Fjórmenn-
ingunum var sleppt síðar en örlög
Guðmundar og Geirfinns eru enn á
huldu. Árið 1997 fór Sævar Ciesielski,
einn hinna dæmdu, fram á að Guð-
mundar- og Geirfinnsmálið yrði tekið
upp í Hæstarétti en var hafnað.
19. NÓVEMBER 1974 Frá upphafi var
hvarf Geirfinns rannsakað sem morðmál
og var talið tengjast hvarfi annars manns.
ÞETTA GERÐIST
Geirfinnur Einarsson hverfur
Okkar innilegustu þakkir fyrir auðsýnda samúð
og hlýhug við andlát og útför ástkærrar móður okk-
ar, tengdamóður og ömmu,
Katrínar Gísladóttur
Álfaskeiði 64, Hafnarfirði.
Börn, tengdabörn og barnabörn.
Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar,
tengdafaðir og afi,
Jón K. Friðriksson
frá Vatnsleysu, Skagafirði
lést á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri miðvikudaginn
17. nóvember. Jarðarförin auglýst síðar.
Árdís Maggý Björnsdóttir
Anna Þóra Jónsdóttir Marjan Herkovic
Björn F. Jónsson Arndís Björk Brynjólfsdóttir
Jón Herkovic
lést á sjúkradeild Hrafnistu þriðjudaginn 16. nóvember 2004.
Jarðarförin auglýst síðar.
Okkar ástkæri
Einar Borg Þórðarson
Suðurvangi 23b, Hafnarfirði
Steinvör Sigurðardóttir
Guðrún Einarsdóttir Ágúst Guðmundsson
Jenný Einarsdóttir Hjalti Sæmundsson
Sigurður Einarsson Sólveig Birna Jósefsdóttir
Þórður Einarsson Ingibjörg Helgadóttir
Kristján Þórðarson Sigrún Sigurðardóttir
og fjölskyldur
Frændi okkar
Guðbergur Alf Nielsen
andaðist að hjúkrunarheimilinu Víðinesi þann 30. okt. sl.
Útför hans hefur farið fram í kyrrþey.
Frændsystkin og fjölskyldur þeirra.
lést á St. Jósefsspítala í Hafnarfirði 17. nóvember.
Ástkær eiginmaður minn, faðir, stjúpfaðir,
tengdafaðir og afi,
Hjörleifur Gunnarsson
Þúfubarði 11, Hafnarfirði
Ingibjörg Ástvaldsdóttir
Björg Hjörleifsdóttir Sumarliði Már Kjartansson,
Sigurður Guðmundsson Margrét Ósk Guðjónsdóttir,
Guðmundur Rúnar Guðmundsson Sigríður Rebekka Sigurðardóttir
og barnabörn.
JARÐARFARIR
13.00 Ólína Helga Kristófersdóttir,
Akraseli 17, Reykjavík (Helga frá
Bjarmalandi), verður jarðsungin
frá Seljakirkju.
13.00 Þóra Guðrún Valtýsdóttir, Engja-
seli 67, Reykjavík, verður jarðsung-
in frá Fossvogskirkju.
14.00 Steindór Sigurðsson, fyrrverandi
sérleyfishafi og sveitastjóri, Klett-
ási 2, Njarðvík, verður jarðsunginn
frá Ytri-Njarðvíkurkirkju.
15.00 Maron Guðmundsson, Brekku-
stíg 31c, Njarðvík, verður jarð-
sunginn frá Keflavíkurkirkju.
15.00 Sólveig Björk Pálsdóttir, Furu-
gerði 1, verður jarðsungin frá Hát-
eigskirkju.
AFMÆLI
Ágúst Borgþór
Sverrisson
smásagnahöf-
undur er 42
ára í dag.
Hanna María Karlsdóttir leikkona er 56
ára í dag.
Anna Geirsdóttir læknir er 53 ára í dag.
Finnbogi Pétursson myndlistarmaður
er 45 ára í dag.
Gunnar H. Kristinsson, sölustjóri
hjá Landmælingum Íslands, afhenti
Jóni Gunnarssyni, formanni Slysa-
varnafélagsins Landsbjargar,
fyrstu eintökin af nýja kortadiskn-
um sem Landmælingar hafa sent
frá sér. Á disknum eru kort af vin-
sælum ferðamannastöðum, frið-
löndum og þjóðgörðum og kort sem
sýna nýja kjördæmaskiptingu og
sveitarfélögin á landinu.
Með útgáfu diskanna er komið
fjölbreytt og aðgengilegt safn staf-
rænna gagna sem henta ferðamönn-
um og öðru áhugafólki. Einnig
henta diskarnir vel við kennslu og
eru góð heimild um örnefni og stað-
hætti.
Skipulega er unnið að útgáfu
kortadiska hjá Landmælingum Ís-
lands en með þeim er auðvelt að
nýta sér stafræn gögn á aðgengileg-
an hátt. Á ferðalögum má tengja
GPS-tæki við kortin í tölvunni og sjá
nákvæma staðsetningu og auðvelt
er að bæta inn á kortin eigin texta
og táknum. ■
Nýr kortadiskur
NÝJU KORTIN KOMIN ÚT Gunnar H.
Kristinsson afhendir Jóni Gunnarssyni fyrstu
kortin.
INDIRA GANDHI
fyrrverandi forsætisráðherra Indlands fædddist
á þessum degi árið 1917.
„Það eru til tvenns konar manngerðir: Þeir
sem vinna verkin og þeir sem eigna sér heið-
urinn af þeim. Reynið að vera í fyrri flokkn-
um, það er mun minni samkeppni þar.“
- Indira Gandhi lést árið 1984.
timamot@frettabladid.is
MERKISATBURÐIR
1942 Sovéski herinn snýr
vörn í sókn gegn
þýska hernum við
Stalíngrad.
1946 Ísland færaðild
að Sameinuðu-
þjóðunum.
1969 Knattspyrnugoðið
Pele skorar sitt þús-
undasta mark.
1977 Anwar Sadat fer í
óvænta sáttaför til
Ísraels.
1985 Fyrsti leiðtogafundur
Ronalds Reagan og
Mikhaíls Gorbatsjov
fer fram í Genf.
1990 Söngdúettinn Milli
Vanilli sviptur
Grammy-tónlistar-
verðlaununum.
40-41 tímamót (28-29) 18.11.2004 16:02 Page 2