Fréttablaðið - 19.11.2004, Blaðsíða 44
32 19. nóvember 2004 FÖSTUDAGUR
„Hann má fara í fýlu mín vegna. Ég hef engar áhyggjur af því. Ég trúi því ekki að menn séu svo óþroskaðir að fara
í fýlu yfir því þótt það sé barist um menn. Það á enginn einkarétt á samningslausum mönnum og þetta er bara eins
og þegar við sláumst um samningslausa leikmenn.“
Keflvíkingar bera enga virðingu fyrir nágrönnum sínum í Grindavík og ætla að berjast við þá um Guðjón Þórðarson þótt Grindvíkingar hafi svo gott sem verið búnir að
tryggja sér þjónustu Guðjóns fyrir skömmu.sport@frettabladid.is
HVAÐ? HVENÆR? HVAR?
16 17 18 19 20 21 22
Föstudagur
NÓVEMBER
FÓTBOLTI Guðjón Þórðarson er enn
staddur á Englandi þar sem hann
freistar gæfunnar en á Suðurnesj-
um sitja menn sem vilja ólmir fá
hann til starfa. Áður en Guðjón
hélt utan náði hann samkomulagi
um samning við Grindavík en
frestaði undirskrift þar til útséð
væri hvort hann fengi vinnu í
Bretlandi.
Í millitíðinni hafa Keflvíkingar
sett sig í samband við Guðjón,
sem að sögn formanns knatt-
spyrnudeildar Keflavíkur, Rúnars
Arnarssonar, hefur tekið ágæt-
lega í þá hugmynd að ræða við þá
ef hann fær ekki starf úti. Það eru
nýjar fréttir fyrir Jónas Þórhalls-
son, formann knattspyrnudeildar
Grindavíkur, sem hefur beðið ró-
legur og þolinmóður eftir Guðjóni
síðustu vikur.
„Við bíðum enn þolinmóðir eft-
ir Guðjóni og munum halda því
áfram,“ sagði Jónas en hann vildi
ekkert tjá sig um áhuga Keflvík-
inga á Guðjóni. Milan Stefán
Jankovic, sem þjálfaði meistara-
flokk Keflavíkur í fyrra, hefur
tekið við þjálfun meistara- og 2.
flokks Grindavíkur þar til niður-
staða fæst í Guðjónsmálið en
Jankovic kom upphaflega til
Grindavíkur til að aðstoða Guðjón
og þjálfa 2. flokkinn. Aldrei stóð
til að hann þjálfaði meistaraflokk-
inn.
Rúnar Arnarsson vonaðist eftir
því í síðustu viku að fá botn í
þjálfaramálin í þessari viku en ný
stjórn knattspyrnudeildar hefur
ákveðið að setja Guðjón á topp
óskalistans.
„Það er engin launung á því að
við ætlum að hinkra eftir Guðjóni.
Hann er númer eitt hjá okkur,“
sagði Rúnar en ætlar hann þá í
kaupstríð við Grindvíkinga? „Nei,
við ætlum bara að fá Guðjón. Það
er ekkert flóknara en það. Hann
hefur gefið okkur undir fótinn
með að ræða við okkur ef hann
kemur heim og við viljum láta
reyna á það hvort við getum feng-
ið hann í vinnu.“
Keflvíkingar hafa rætt við
aðra þjálfara um starfið en þeir
munu ekki ræða frekar við þá
þjálfara fyrr en útkljáð er hvort
þeir geti fengið Guðjón. Það er því
ljóst að Suðurnesjaliðin munu
berjast um Guðjón ef hann kemur
heim en óttast Rúnar það ekkert
að Jónas kollegi hans fari í fýlu
yfir þessu útspili?
„Hann má fara í fýlu mín
vegna. Ég hef engar áhyggjur af
því. Ég trúi því ekki að menn séu
svo óþroskaðir að fara í fýlu yfir
því þótt það sé barist um menn.
Það á enginn einkarétt á samn-
ingslausum mönnum og þetta er
bara eins og þegar við sláumst um
samningslausa leikmenn,“ sagði
Rúnar Arnarsson.
henry@frettabladid.is
HVAÐ GERIR GUÐJÓN? Guðjón Þórðarson er með tilboð frá Grindavík og hann ætlar einnig að ræða við Keflavík fái hann ekki vinnu á
Englandi.
Rúnar og Jónas slást um Guðjón
Keflvíkingar eru stokknir í slaginn um að fá Guðjón Þórðarson í vinnu. Þeir ætla að berjast við
Grindavík um Guðjón og hafa sett hann efst á óskalistann.
■ ■ LEIKIR
18.30 Snæfell og Grindavík
mætast í Laugardalshöllinni í
undanúrslitum Hópbílabikars
karla í körfubolta.
19.15 Fram og Afturelding mætast
í Framhúsinu í norðurriðli 1.
deildar karla í handbolta.
19.15 FH og Þór Ak. mætast í
Kaplakrika í norðurriðli 1. deildar
karla í handbolta.
20.30 Keflavík og Njarðvík
mætast í Laugardalshöllinni í
undanúrslitum Hópbílabikars
karla í körfubolta.
■ ■ SJÓNVARP
16.20 Körfuboltakvöld á RÚV.
18.00 Upphitun á Skjá einum.
Hitað upp fyrir leiki helgarinnar í
ensku úrvalsdeildinni í fótbolta.
18.15 Olíssport á Sýn.
19.30 Gillette-sportpakkinn á Sýn.
20.00 Motorworld á Sýn.
20.30 Meistaradeildin í fótbolta á
Sýn. Fréttaþáttur um
meistaradeildina í fótbolta.
21.00 World Series of Poker á
Sýn.
Yfir 100 á holu í höggi:
Svipaður
fjöldi milli
ára
GOLF Vel yfir hundrað íslenskir
kylfingar fóru holu í höggi á árinu
2004 en það er svipaður fjöldi og
hin síðari ár samkvæmt gögnum
Golfsambands Íslands. Lausleg
óvísindaleg athugun leiðir í ljós að
flestar holur í höggi komu á
Urriðavatnsvelli þeirra Oddfell-
owa eða alls níu á þessu ári. Átta
kylfingar þurftu aðeins eitt högg
á Keilisvelli í Hafnarfirði og sama
gildir um sjö kylfinga á Vífils-
staðavelli í Garðabæ og á Korp-
úlfsstaðavelli í Reykjavík. Sex
eru skráðir fyrir holu í höggi í
Grafarholtinu og á Jaðarsvelli á
Akureyri.
Þarna er um að ræða velli sem
eru fjölsóttir yfir sumartímann og
því auknar líkur á að keppandi
setji ofan í í fyrsta höggi. Af
smærri völlum má nefna Tungu-
dalsvöll, Skeggjabrekkuvöll og
Hólsvöll en þrír kylfingar fóru
holu í höggi á þeim öllum þetta
sumarið. ■
DRAUMAHÖGG HVERS KYLFINGS
Vel yfir þúsund Íslendingar hafa sett holu í
einu höggi síðan hafist var handa við að
halda tölfræði um slíkt.
Sárt tap á heimavelli
Danska liðið Bakken Bears sigraði lið Keflvík-
inga með einu stigi, 80-81, í spennandi leik.
KÖRFUBOLTI Klúður á lokasekúndum
Evrópuleiks Keflavíkur og
danska liðsins Bakken Bears varð
til þess að Danirnir mörðu sigur,
80-81, í leik sem Keflvíkingar áttu
með húð og hári nánast frá upp-
hafi til enda. Þeir náðu þó aldrei
að stinga Danina af að ráði og með
seiglu jöfnuðu þeir á lokamínút-
unum og unnu með því að skora úr
tveimur vítaskotum í blálokin.
Evrópudraumur Keflvíkinga
beið þar með hnekki en liðið hafði
unnið fyrstu tvo leiki sína gegn
Madeira og franska liðinu Reims.
Í stað þess að standa nú með
pálmann í höndunum í riðlinum
bíða þeirra nú erfiðir útileikir
gegn þessum sömu félögum.
Aðeins eitt stig skildi liðin að
þegar lokaflaut dómarans hljóm-
aði en Keflavík hafði leikinn í
hendi sér ef undan er skilin byrj-
un leiksins og lokasekúndur. Í
fyrri hálfleik beittu Keflvíkingar
bæði pressu- og svæðisvörn gegn
Dönunum og virkaði hún afar vel
gagnvart helstu skorurum
Bakken Bears. Tókst að loka á
einn skæðasta leikmann liðsins,
Chris Christoffersen, með þeim
hætti að hann skoraði aðeins fjög-
ur stig í fyrsta leikhluta.
Þeim tókst þó að finna lausn á
vörn Keflvíkinga innan tíðar. Þeir
voru afar hreyfanlegir og stað-
setningar allar góðar og eyddu
engu púðri í neina óþarfa vitleysu.
Í síðasta fjórðung skiptu þeir yfir
í maður-á-mann vörn sem Kefl-
víkingar áttu í miklum erfiðleik-
um með að átta sig á og ekki hjálp-
aði að Anthony Glover tókst illa
upp í þeim fjórðungi. Hitti hann
illa og virtist á köflum búinn á því
og reyndi lítið að keyra upp að
körfunni eins og hann gerði mikið
af í upphafi leiksins.
Sigurinn hefði getað lent hvoru
megin en lokaskot Gunnars
Einarssonar eftir að Bakken
komst yfir í lokin geigaði og því
fóru Danirnir með sigur af hólmi.
„Við leiddum þegar mestu máli
skipti á lokamínútum leiksins.
Þeir stóðu sig vel í að loka á Chris
Christoffersen í fyrri hálfleik en í
þeim seinni fundum við svör við
því. Þetta er í fyrsta sinn sem við
spilum í bikarkeppni Evrópu og
því erum við ánægðir með að
knýja fram sigur á þessum erfiða
útivelli, sagði þjálfari Bakken,
Geoff Kotila, að leik loknum.
Leikmenn Keflavíkur voru að
vonum vonsviknir og var Nick
Bradford einna sárastur: „Mér
líður eins og alltaf þegar ég tapa;
illa. Við stóðum okkur vel bróður-
part leiksins en héldum ekki ein-
beitingu allan leikinn og því fór
sem fór.“
smári@frettabladid.is
Stig Keflavíkur: Gunnar Einarsson 25,
Nick Bradford 23 (7 frák.), Anthony
Glover 11, (14 frák.), Jón Hafsteinsson
9, Magnús Gunnarsson 7, Sverrir Sverr-
isson 5, aðrir færri
Stig Bakken Bears: Jens Jenssen 20,
Chris Christoffersen 18 (11 frák.), Jef-
frey Shippner 17 (8 frák.), aðrir færri.
GÓÐUR LEIKUR GUNNARS DUGÐI EKKI Gunnar Einarsson berst hér um frákast við
tvo af leikmönnum Bakken Bears. Gunnar fékk tækifæri til að tryggja Keflavík sigur í lokin
en mistókst. Hann var engu að síður stigahæstur með 25 stig. MYND/VÍKURFRÉTTIR
44-45 sport (32-33) 18.11.2004 22.03 Page 2