Fréttablaðið - 19.11.2004, Blaðsíða 58
46 19. nóvember 2004 FÖSTUDAGUR
FRÁBÆR SKEMMTUN
HHHH S.V. MBL HHH1/2 V.G. DV
HHH
Ó.H.T. Rás 2
Shall we Dance?
Sýnd kl. 8 og 10.15Sýnd kl. 5.40, 8 og 10.20
GRETTIR SÝND KL. 4 M/ÍSL. TALI POKÉMON-5 KL. 4 kr. 450 M/ÍSL TALI
TOPPMYNDIN
Á ÍSLANDI
Hvað ef allt sem þú hefur
upplifað...væri ekki
raunverulegt?
Funheit og spennandi
með Joaquin Phoenix
og John Travolta
í aðalhlutverki!
it s i
J i i
J r lt
í l l t r i!
kl. 5.50, 8, 10.10 & 00.20 b.i. 12
HHH1/2
kvikmyndir.com
HHH1/2
kvikmyndir.com
SÝND kl. 5.45, 8, 10.15 & 00.20
SÝND kl. 5.45, 8, 10.15 og 00.30 B.I. 14
SÝND Í LÚXUS kl. 5.45, 8, 10.15 & 00.30
SÝND kl. 3.50, 8 & 00.00 b.i. 14
CINDERELLA STORY kl. 4, 6, 8 & 10.10 SHARK TALE kl. 3.45 & 6.15 m/ísl. tali
Sýnd kl. 8.15 og 10.20 B.I.16 áraSýnd kl. 10
Sýnd kl. 5.45, 8 & 10.15
Stærsta opnun á
hryllingsmynd frá
upphafi í USA.
SÝND kl. 6 og 10.10
Frábær gamamynd
með Billy Bob Thornton
... þú missir þig af hlátri
FRUMSÝNING
Sýnd kl. 3.45, 5.50, 8 & 10.20
Sýnd kl. 5.50, 8 og 10.10 B.I.16 áraSýnd kl. 4, 5.40, 8 & 10.20
Sýnd í LÚXUS VIP kl. 5.40, 8 & 10.20
GAURAGANGUR Í SVEITINNI kl. 4 m/ísl. tali
Frá spennumyndaleikstjóranum Renny Harlin
kemur þessi magnaði spennutryllir sem kemur
stöðugt á óvart. Strangleg bönnuð innan 16.
Sama Bridget. Glæný dagbók.
Sama Bridget. Glæný dagbók.
Sama Bridget. Glæný dagbók.
Ein besta spennu- og grínmynd ársins.
Norrænir bíódagar:
HEIMSINS TREGAFYLLSTA TÓNLIST Sýnd kl. 8 KOPS Sýnd kl. 6
Alþjóðleg kvikmyndahátíð í Reykjavík
JARGO Sýnd kl. 10.15
Richard Gere, Jennifer Lopez og Susan Sarandon í
HHH M.M.J.
kvikmyndir.com
„Wimbledon er því úrvals
mynd, hugljúf og gaman-
söm, og ætti að létta
lundina hjá bíógestum í
skammdeginu.“
S
M
S
L
E
IK
U
R
Í vinning er:
• Spider-Man 2 á DVD
• Spider-Man 1 á DVD
• Aðrar DVD myndir
• Spider-Man varningur
• Margt fleira
Sendu SMS skeyti› BTL SPF á númeri›
1900 og þú gætir unni›.
11. hver vinnur!
Vinningar ver›a afhendir hjá BT Smáralind.
Kópavogi. Me› því a› taka þátt ertu kominn
í SMS klúbb. 199 kr/skeytið
VILTU MYNDINA
Á 199 KR.?
Spider-Man 2
Ég skal alveg viðurkenna það að ég
hef aldrei verið spenntur fyrir
Green Day. Mér fannst þeir frekar
þunnir þegar þeir komu á sjónar-
sviðið á sínum tíma, og finnst það í
rauninni ennþá. Munurinn á mér er
samt sá að áður fyrr þoldi ég þá
einfaldlega ekki, en í dag ber ég
virðingu fyrir þeim. Enda væri það
fávitaskapur að halda því fram að
þessi sveit hafi ekki unnið fyrir
vinsældum sínum. Forsprakkinn
Billy Joe Armstrong hefur greini-
lega gott nef fyrir melódíum og
kann að raða gítarhljómum saman
þannig að útkoman verði grípandi.
Með aldrinum hefur svo eitt-
hvað hægst á sköpunarferlinu og
núna þurftu aðdáendur Green Day
að bíða í fjögur ár. Á undan þessari
plötu þurftu þeir svo að bíða í þrjú
ár eftir nýrri plötu. En ég er nokk-
uð viss um að hörðustu aðdáendur
Green Day verða ekki fyrir von-
brigðum með þessa plötu. Hún býð-
ur upp á allt það besta sem sveitin
er þekkt fyrir. Hér er vænn
skammtur af fínum popplögum,
nefni einna helst ballöðurnar tvær
Boulevard of Broken Dreams og
Wake Me Up When September
Ends. Það er þó enginn broddur í
þessu lengur. Þó svo að platan sé
vissulega metnaðarfull á skala
Green Day skiptir þessi útgáfa litlu
sem engu fyrir tónlistarsöguna. En
hey... ég er eiginlega alveg fullviss
um að Billy Joe Armstrong og fé-
lögum hans í sveitinni sé bara al-
veg skítsama um það. Þeir eru
löngu hættir að nördast og gera
bara tónlist eins og þeim finnst
best. Gott hjá þeim, en fyrir vikið á
ég örugglega ekki eftir að setja
þessa plötu aftur á fóninn.
Birgir Örn Steinarsson
Óður til aðdáenda
GREEN DAY:
AMERICAN IDIOT
NIÐURSTAÐA: Green Day skilar frá sér metnað-
arfullri plötu, í dulargervi söngleiks, eftir fjög-
urra ára bið.
[ TÓNLIST ]
UMFJÖLLUN
Læknar á sjúkrahúsi í Los Angel-
es vilja að leikkonan Julia Roberts
dvelji þar áfram þar til hún eign-
ast tvíburana sem hún á von á í
janúar.
Roberts, sem er 37 ára, var
lögð inn á sjúkrahúsið í síðasta
mánuði vegna snemmbúinna sam-
dráttarverkja. Telja læknarnir ör-
uggast að hún verði þar áfram
þangað til börnin eru komin í
heiminn. Danny Moder, eiginmað-
ur Roberts, hefur tekið fréttunum
með jafnaðargeði og hefur látið
setja upp aukarúm á sjúkrahúsinu
við hliðina á rúmi leikkonunnar.
„Julia veit að hún er að fá bestu
meðhöndlun sem hægt er að fá og
vill gera allt til að vernda ófædd
börn sín,“ sagði heimildarmaður.
„Danny hefur staðið sig frábær-
lega. Hann stendur eins og klettur
við hlið hennar.“ Fyrr á árinu til-
kynnti Roberts að tvíburarnir
yrðu strákur og stúlka. Verða það
fyrstu börnin sem hún eignast. ■
■ KVIKMYNDIR
JULIA ROBERTS Leikkonan Julia Roberts
á von á tvíburum í janúar.
Julia enn á sjúkrahúsi
Gefin hefur verið út safnplatan
Frjáls Palestína til styrktar æsku-
lýðsstarfi í flóttamannabúðunum
Balata á Vesturbakkanum. Platan
er samstöðuyfirlýsing með stríðs-
hrjáðum Palestínumönnum. Allir
sem koma þar fram gefa vinnu
sína og mun ágóðinn renna til
styrktar æskulýðsstarfi í Balata-
flóttamannabúðunum, þeim fjöl-
mennustu á Vesturbakka hertek-
innar Palestínu. Verkefnið sem er
styrkt kallast Project Hope.
Átján íslenskir flytjendur eiga
lög á plötunni, þar á meðal KK,
Quarashi, múm og Leaves. Helm-
ingur laganna, sem eru 18 talsins,
er aðeins fáanlegur á þessari safn-
plötu. Þar á meðal eru lögin
Fairground með Ensími, Upbeat
með Gus Gus og Peningar með
XXX Rottweiler og KJ. Einnig er
þar að finna lagið Gúanó stelpan
mín með Mugison ásamt Ragnari
og Rúnu.
Eva Einarsdóttir, sem starfaði
sem sjálfboðaliði í Palestínu um
mánaðarskeið í janúar og febrúar,
stendur á bak við útgáfuna. Eva
heimsótti þá m.a. Balata-flótta-
mannabúðirnar og upplifði hið
hörmulega ástand sem íbúar þess-
ara fjölmennustu flóttamannabúða
Vesturbakkans búa við. Eftir að
hún kom heim vildi hún reyna að
gera meira til að hjálpa íbúum Pal-
estínu, þá ekki síst æsku landsins.
Útgáfudagur plötunnar er 29. nóv-
ember. Ber hann upp á alþjóðlegum
samstöðudegi með palestínsku þjóð-
inni. Útgáfutónleikar verða síðan
tveimur dögum síðar, þann 1. des-
ember, á Gauki á Stöng. ■
Safnplata til styrktar
stríðshrjáðri æsku
■ TÓNLIST
BÖRN AÐ LEIK Börn í Palestínu að leik. Allur ágóði plötunnar Frjáls Palestína rennur til
æskulýðsstarfs í flóttamannabúðunum Balata á Vesturbakkanum.
Rokkdúettinn The White Stripes
mun hugsanlega ljúka við nýja
plötu á næstu tveimur mánuðum.
Síðasta plata hljómsveitarinnar,
Elephant, kom út fyrir tveimur
árum við frábærar undirtektir.
Þau Jack og Meg White stefna
að því að taka plötuna upp á
heimili gítarleikarans Brendan
Benson, sem er góðvinur þeirra
og býr í næsta nágrenni í
Detroit. „Það er ekkert fyrir-
fram ákveðið með þessa plötu,“
sagði Jack. „En ég veit að við
gætum klárað hana á næstu
tveimur mánuðum. Við eigum
örugglega eftir að semja meira
efni og fara í hljóðverið í viku
eða eitthvað svoleiðis. Mér
finnst við hafa tekið of langt frí
en við þurftum samt á pásu að
halda.“
Platan Elephant, sem hafði
meðal annars að geyma lögin
vinsælu Seven Nation Army og
The Hardest Button To Button,
var tekin upp á aðeins tíu dögum.
Svo virðist sem sveitin ætli ekki
að breyta út af vananum hvað
næstu plötu varðar. ■
■ TÓNLIST
THE WHITE STRIPES Dúettinn The
White Stripes ætlar að gefa út nýja plötu á
næstunni.
Tveir mánuðir í næstu plötu
58-59 kvikmyndahús (46-47) 18.11.2004 18.47 Page 2