Fréttablaðið - 19.11.2004, Blaðsíða 42

Fréttablaðið - 19.11.2004, Blaðsíða 42
Betra virkur en norskur Norðmenn eru þekktir fyrir margt annað en að taka erlendum fjárfestum fagnandi. Það kann að ráðast að nokkru leyti af því að olíugróðinn ger- ir það að verkum að þeir eru fremur erlendir fjárfestar víða um lönd en að þeir taki á móti slíkum. Viðbrögð við kaupum Íslandsbanka á BNbank hafa verið blendin í Noregi. Ekki eru þó allir jafn heimóttarlegir í viðbrögðum sínum. Þannig skrif- ar einn leiðarahöfunda Aftenposten um Ís- landsbanka. Segir hann bankann stefna að því að verða alþjóðlegur banki sem þjóni fiskiðnaði og matvælaframleislu. Hann segir að mikilvægara sé fyrir BNbank að eigandi hans sé virkur og ein- beittur en að hann sé norskur. Kauphöll í fannarfaldi Hlutabréfamarkaðurinn var afar rólegur í gær. Viðskipti með hlutabréf náðu ekki milljarði, en örfá stærri viðskipti, meðal annars með Íslandsbanka og KB banka, björg- uðu deginum frá dagsveltu með- alsjoppu. Skýringarnar á deyfð markaðarins eru sennilegast að fagfjárfestar eru að mestu að kaupa í útboðum þessa dagana og sækja því lítið á markað. Einnig er þekkt að eftir miklar lækkanir haldi fjár- festar að sér höndum um tíma. Nema að skýringar sé að leita í veðri og færð. Þá yrði að gera ráð fyrir því að stærstur hluti fjárfesta og miðlara sé annað hvort veðurhræddur eða á illa búnum bíl- um. MESTA HÆKKUN ICEX-15 3412 KAUPHÖLL ÍSLANDS [ HLUTABRÉF ] Fjöldi viðskipta: 164 Velta: 987 milljónir +0,09% MESTA LÆKKUN MARKAÐSFRÉTTIR... Samræmd vísitala neyslu- verðs í EES-ríkjunum hækkaði um 0,3 prósent milli september og október. Á Íslandi hækkaði vísitalan um 0,5 prósent. Nú er verðbólga mest í Lettlandi en minnst í Finnlandi. Barcleys PLC hefur aukið hlut sinn í Singer & Friedlander úr 3,16 prósentum í 4,05 prósent. Bandaríkjadalur hefur ekki verið lægri gagnvart japanska jeninu í fjögur og hálft ár og aldrei verið lægri gagnvart evrunni. Bandaríska hugbúnaðarfyrirtæk- ið Google sendi út afkomuviðvörun í gær þar sem fram kom að vöxtur félagsins yrði undir væntingum. Hlutabréf í félaginu lækkuðu ekki að ráði þrátt fyrir þetta. 30 19. nóvember 2004 FÖSTUDAGUR Hagvöxtur verður mestur á Ís- landi á Norðurlöndunum þetta ár og það næsta samkvæmt nýrri skýrslu norrænu efnahagsnefnd- arinnar um efnahagsumhverfi á Norðurlöndum út árið 2005. Íslendingar skila minnstum af- gangi af fjármálum hins opinbera á þessu ári, en Svíar fá þann vafa- sama heiður árið 2005. Íslending- ar munu einnig státa af mestri verðbólgu Norðurlandanna fyrir tímabilið. Hins vegar verður at- vinnuleysi langminnst hér eða 2,8 prósent á næsta ári, en gert er ráð fyrir að atvinnuleysi í Finnlandi lækki lítillega og verði 8,5 prósent á næsta ári. Horfur um hagvöxt eru góðar fyrir Norðurlöndin. Gert er ráð fyrir talsverðri framleiðniaukn- ingu, sem þýðir að aukinn hag- vöxtur kallar ekki á samsvarandi eftirspurn eftir vinnuafli. At- vinnuleysi minnkar því lítið vegna hagvaxtar og verðbólgu- þrýstingur annars staðar en á Ís- landi er lítill. Í þeim hluta skýrslunnar sem fjallar um Ísland segir að megin- markmið íslenskra stjórnvalda sé að halda þjóðhagslegum stöðug- leika. Verkefni íslenskra stjórn- valda á næstu misserum sé að vinna gegn ofhitnun hagkerfisins og skapa skilyrði til skattalækk- ana sem boðaðar hafa verið . Norðmenn skera sig úr hvað varðar afgang af rekstri hins opinbera. Hækkandi verð á olíu hefur skilað þeim mikilli tekju- aukningu. Afgangur af fjárlögum hefur numið yfir tíu prósentum af landsframleiðslu undanfarin ár. Til samanburðar er gert ráð fyrir að afgangur hérlendis verði 0,5 prósent í ár og 1,5 prósent næsta ár. Norðurlöndin hafa undanfarin ár rekið ríkið með afgangi. Und- antekningar frá þessu eru Svíþjóð sem var með 0,3 prósenta halla árið 2002 og Ísland þar sem hall- inn var 0,4 prósent árið 2002 og 1,6 prósent árið 2004. Almennt séð stendur efna- hagslíf með meiri blóma á Norð- urlöndum en annars staðar í Evrópu. Efnahagslíf Norður- landaþjóðanna einkennist af ágætum hagvexti, lágri verð- bólgu og afgangi af rekstri hins opinbera. Hins vegar lætur bætt atvinnuástand bíða eftir sér, en almennt fer atvinnuleysi að lækka nokkru eftir að hagvöxtur tekur við sér. haflidi@frettabladid.is vidskipti@frettabladid.is Peningaskápurinn… Actavis 40,20 - ... Bakkavör 23,50 +0,43% ... Burðarás 11,90 - ... Atorka 5,45 +0,93% ... HB Grandi 8,00 - ... Íslandsbanki 11,65 +0,43% ... KB banki 451,00 -0,11% ... Landsbank- inn 11,80 -0,84% ... Marel 54,20 -0.91% ... Medcare 6,10 - ... Og fjar- skipti 3,35 +4,69% ... Opin kerfi 27,60 - ... Samherji 12,80 - ... Straumur 9,15 - ... Össur 83,50 -0,60% Bjart yfir efnahags- lífi Norðurlanda Íslendingar búa við mestan hagvöxt Norðurlanda og mesta verðbólgu. Hér er minnsta atvinnuleysið og minnstur afgangur af rekstri hins opinbera. Og fjarskipti 4,69% Atorka 0,93% Íslandsbanki 0,43% Þormóður rammi -12,90% Tryggingamiðstöðin -1,89% Síminn -1,82% HLUTABRÉF Í ÚRVALSVÍSITÖLU: nánar á visir.is Örn Daníel Jónsson próf- essor segir að sjávarútvegur sé ekki lengur driffjöður hagsældar á Íslandi. Íslensk fyrirtæki hafa tekið stór stökk í útrás á síðustu árum. Í nýrri bók er reynt að skýra atvinnuþróun undanfarinna ára. Nálægð við gjöful fiskimið er ekki lengur driffjöður hagsæld- ar á Íslandi og útrás íslenskra fyrirtækja er orðin svo kröftug að nær lagi væri að tala um inn- rás. Þetta kom fram í máli Arnar Daníels Jónssonar prófessors í Háskóla Íslands á miðvikudag. Örn Daníel flutti erindi á mál- stofu um nýsköpun þar sem hann fjallaði meðal annars um nýsköp- unarkjarna og tók Kísildal í Kali- forníu sérstaklega til skoðunar. Hann greindi frá kenningum um nýsköpun þar sem meðal annars hefur komið í ljós að tiltekin landsvæði geta orðið miðstöðvar mikillar nýsköpunar þar sem skapandi einstaklingar á tilteknu sviði sækjast eftir að starfa í um- hverfi þar sem mikil gerjun á sér stað. Fundurinn var haldinn í til- efni útkomu nýrrar bókar með safni greina í frumkvöðla- og ný- sköpunarfræðum. Bókin heitir „Nýsköpun, staður – stund“ og í henni er gerð tilraun til að greina atvinnuþróun undanfarinna ára. „Áherslan er á tengsl staðbund- innar klasamyndunar og hnatt- væðingar,“ segir í frétt frá við- skipta- og hagfræðideild. Í fyrirlestri sínum sagði Örn Daníel það vera dæmi um þróun í atvinnulífinu að Bretland væri orðið meira athafnasvæði ís- lenskra útrásarfyrirtækja en hin Norðurlöndin. Hann fjallaði bæði um nýjar og grónar kenningar um hvernig þekking og nýsköpun verður til. Hann sagði að landafræði skipti nú minna máli í þeim efnum en áður. Nú væru það tengsl innan atvinnugreina óháð landamær- um sem skilaði af sér nýsköpun. Örn sagði að á síðustu árum hefði útrás Íslendinga skyndi- lega tekið flug eins og sjá mætti á auknum umsvifum íslenskra fyrirtækja á ýmsum sviðum. Nefndi hann „Baugsvæðingu“ Norður-Evrópu, útrás íslenskra flugfélaga og alþjóðleg umsvif íslenskra fjármálafyrirtækja. - þk Útrás Íslendinga má líkja við innrás ÖRN DANÍEL JÓNSSON Ritstýrði bók um frumkvöðlastarfsemi og nýsköpun. Hann fjallaði um íslenska nýsköpun í fyrir- lestri í Odda á miðvikudag. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /G VA NÆG VERKEFNI Stjórn efnahagsmála er á könnu ríkisstjórnarinnar og Seðlabankans. Geir Haarde fer með ríkisfjármálin en talsvert mun mæða á ráðuneyti hans á næstunni. Meginmarkmið stjórnvalda er að viðhalda stöðugleika og búa í haginn fyrir skattalækkanir án þess að verðbólga fari úr böndum. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /G VA 42-43 viðskipti (30-31) 18.11.2004 20.14 Page 2
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.