Fréttablaðið - 19.11.2004, Blaðsíða 18

Fréttablaðið - 19.11.2004, Blaðsíða 18
18 19. nóvember 2004 FÖSTUDAGUR BÍLAR Á SJÖ HÆÐUM Eitt stærsta bílaumboð Evrópu opnaði dyr sínar fyrir viðskiptavinum í nýju húsnæði í Moskvu í gær. Pláss er fyrir 400 bíla frá átján bílaframleiðendum í sjö hæða bygg- ingu umboðsins. Sveitarfélög: Kosið um sameiningu sunnan Skarðsheiðar SVEITARFÉLÖG Kosið verður um sam- einingu hreppanna sunnan Skarðs- heiðar á morgun. Það verður í fyrsta sinn sem íbúum sveitarfé- laganna gefst kostur á að kjósa um sameininguna en sameiningarvið- ræður hafa verið uppi á borðinu í um það bil fimmtán ár. Nefnd sem undirbjó sameining- una tók til starfa í byrjun þessa árs. Að mati hennar styður margt sameininguna, svo sem landfræði- legar aðstæður og mikið samstarf á fjölmörgum sviðum. Verði samein- ingin samþykkt verða íbúar sam- einaðs sveitarfélags 560 og at- vinnulíf í því mun að mestu byggj- ast á stóriðju á Grundartanga. Hreppirnir fjórir eru Innri-Akra- neshreppur, Hvalfjarðarstranda- hreppur, Leirár- og Melahreppur og Skilmannahreppur. Ef samein- ingin verður felld af íbúum hafa stjórnvöld áskilið sér rétt til að leggja fram nýja tillögu sem kosið verður um í apríl á næsta ári. Kjörfundir verða frá klukkan tíu til sex og fer kosning fram í félagsheimilunum Miðgarði, Heið- arborg, Hlöðum og Fannahlíð. - ghg DÓMSMÁL Maður á fertugsaldri var í Héraðsdómi Reykjavíkur dæmd- ur í fimm mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir að hafa kveikt í fjöl- býlishúsi í Breiðholti í Reykjavík í mars árið 2003. Maðurinn kveikti í geymslum í kjallara fjölbýlis- húss sem hann bjó sjálfur í. Maðurinn sagði fyrir dómi að hann hefði verið drukkinn og far- ið að hugsa um seinagang hús- stjórnarinnar sem ekki hefði kom- ið því í verk að setja upp reyk- skynjara, þrátt fyrir íkveikjur í húsinu. „Kvaðst hann hafa ákveð- ið í ölæði að hrista upp í mönnum vegna þessa. Hann hafi þurft nið- ur í geymslu að sækja kjúkling úr frystikistunni en þegar niður kom hafi hann séð þar á glámbekk brúsa með hættulegum efnum og það valdið honum enn meiri reiði,“ segir í dómnum. Maðurinn kveðst hafa fengið bakþanka eftir að hafa kveikt eld- inn og ætlað að snúa við og slökkva eldinn en hann hafi ekki getað opnað læsingu vegna tauga- spennings. Hann hafi því farið upp í íbúðina sína og breitt upp fyrir haus. Hann segist hafa orðið feginn þegar lögreglan handtók hann því honum hafi ekki orðið svefnsamt. - hrs ■ ASÍA GRÍÐARLEGT TJÓN Skaðinn af völdum jarðskjálftans sem reið yfir Japan í lok síðasta mánaðar og banaði fjörutíu manns er metinn á andvirði 1.900 millj- arða króna. Sex þúsund vegir, 370 skipaskurðir og sex brýr eyðilögðust auk þess sem 48 þúsund hús eyðilögðust eða skemmdust. Skjálftinn var sá versti í landinu í áratug. FÓLKSBÍLADEKK • JEPPADEKK • FÓLKSBÍLADEKK • JEPPADEKK • FÓLKSBÍLADEKK • JEPPADEKK GÆÐAVARA Á BETRA VERÐI! Sólbakka 8 310 Borgarnesi Miðási 23 700 Egilsstöðum Víkurbraut 4 780 Höfn Gagnheiði 13 800 Selfossi Hlíðarvegi 2-4 860 Hvolsvelli Njarðarnesi 1 603 Akureyri Skeifunni 3c 108 Reykjavík Viðarhöfða 6 110 Reykjavík Melabraut 24 220 Hafnarfirði Iðavöllum 8 230 Keflavík Flugumýri 16 270 Mosfellsbæ Smiðjuvegur 6 200 Kópavogi LEIÐANDI Í LÆGRA DEKKJAVERÐI ...einfaldlega betri! ■ AFRÍKA MÁLALIÐAR DÆMDIR Þrír mála- liðar voru dæmdir til að greiða andvirði rúmra tveggja milljóna króna í sekt fyrir hlutverk þeirra í ráðabruggi um valdarán í Miðbaugs-Gíneu. Þeir fengu vægari dóm en ella þar sem þeir sömdu um að bera vitni gegn þeim sem skipulögðu valdaránið, þeirra á meðal syni Margrétar Thatcher. ■ EVRÓPA BENSÍNSPRENGJU KASTAÐ Á MOSKU Bensínsprengja sem kastað var inn um glugga mosku í Sinsheim í Þýskalandi olli tals- verðum skemmdum áður en eld- urinn sem braust út var slökktur. Lögreglumenn voru ekki reiðu- búnir að fullyrða nokkuð um ástæðu árásarinnar þar sem langt er síðan álíka árásir hafa verið gerðar. SAMEINAÐ SVEITARFÉLAG Kosið verður um sameiningu fjögurra hreppa í eitt sveitarfélag. UMMERKI EFTIR BRUNANN Brennuvargurinn segist ekki hafa komist til baka til að slökkva eldinn vegna taugaspennings. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /H AR I Kveikti í vegna mikillar reiði Maðurinn sem kveikti í geymslu í kjallara fjölbýlishúss í Breiðholti kveðst hafa gert það til að hrista upp í hússtjórninni. 18-19 fréttir 18.11.2004 18.38 Page 2
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.