Fréttablaðið - 19.11.2004, Blaðsíða 2

Fréttablaðið - 19.11.2004, Blaðsíða 2
2 19. nóvember 2004 FÖSTUDAGUR Colin Powell sakar Írana um að þróa eldflaugar til að flytja kjarnorkusprengjur: Segir Írana enn reyna að eignast kjarnorkuvopn ÍRAN, AFP Bandarísk stjórnvöld hafa undir höndum gögn sem gefa til kynna að Íranar vinni að þróun eld- flauga sem geta flutt kjarnorku- sprengjur til skotmarka sinna, sagði Colin Powell, utanríkisráð- herra Bandaríkjanna. Hann sagðist í engum vafa um að Íranar hefðu áhuga á að koma sér upp kjarn- orkuvopnum og eldflaugum sem gætu flutt þau. Íranskir stjórnarandstæðingar í París héldu því fram í fyrradag að írönsk stjórnvöld starfræktu leyni- lega kjarnorkuverksmiðju nærri Teheran þar sem þeir ynnu að þró- un kjarnorkuvopna. Þeir sögðu líka að yfirmaður pakistönsku kjarn- orkuáætlunarinnar hefði selt Írön- um hönnun að kjarnorkusprengju og auðgað úraníum sem mætti nota til að framleiða kjarnorkuvopn. „Ég neita þessum staðhæfing- um alfarið. Þetta er ekki kjarn- orkustöð og hefur ekkert með kjarnorku að gera,“ sagði Hossein Moussavian, samningamaður Írana í kjarnorkumálum. Hann sagði Al- þjóða kjarnorkumálastofnunina fá að kanna staðinn. ■ Einar Oddur segir samning skelfilegan Varaformaður fjárlaganefndar segir að kennarasamningarnir geti ógn- að stöðugleikanum. Helgi Hjörvar, Samfylkingu, segir kostnaðaraukn- inguna minni en eins árs aukningu hjá utanríkisráðuneytinu. STJÓRNMÁL Sjálfstæðismaðurinn Einar Oddur Kristjánsson, vara- formaður fjárlaganefndar, olli talsverðu írafári á Alþingi í gær þegar hann lýsti því yfir að ný- undirritaðir samningar kennara- sambandsins og sveitarfélaganna væru skelfilegir, eins og hann orð- aði það. Dró þingmaðurinn upp dökka mynd af horfum í efnahags- málum. Allar stéttir myndu nú krefjast sömu hækkunar og kenn- arar, til dæmis væru samningar nærri allra opinberra starfs- manna lausir. Óttaðist Einar Odd- ur verðbólguskriðu sem myndi leggja heimilin í ösku og hinir fá- tækustu yrðu verst úti. Manaði Einar Oddur þingmenn til að nefna þá stétt sem ekki myndi sigla í kjölfar kennara: „Opinberir starfsmenn mega ekki fá krónu umfram ASÍ.“ Skírskotaði hann sérstaklega til þess að útlit væri fyrir að lífeyrir starfsfólks á al- mennum vinnumarkaði yrði senn skertur á sama tíma og opinberir starfsmenn hefðu allt sitt á þurru. Helgi Hjörvar, Samfylkingu, svaraði Einari Oddi og sagði að ef skriða hefði komist af stað hefði það verið Geir H. Haarde fjár- málaráðherra sem hefði ýtt henni með samningum við lækna, hjúkr- unarfræðinga og kennara: „Ís- lenska þjóðin getur unnt kennur- um að fá á nokkrum árum 5% um- fram aðra. Samningar kennara ógnar ekki stöðugleikanum. Það gerir hins vegar fjárlagafrum- varpið.“ Benti Helgi á að kostnað- arauki utanríkisráðuneytisins væri einn milljarður á einu ári á sama tíma og kostnaðarauki vegna samninganna væri 700 milljónir. Sigurður Kári Kristjánsson, flokksbróðir Einars Odds, fékk svo upplýst hjá varaformanni fjárlaganefndar að lífeyrisskuld- bindingar ríkisins vegna samning- anna væru 10 milljarðar. Steingrímur J. Sigfússon, for- maður Vinstri grænna, sagði að sér blöskraði málflutningur Ein- ars Odds: „Það nær ekki nokkurri átt að draga grunnskólakennara eina til ábyrgðar fyrir vanda í efnahagsmálum.“ a.snaevarr@frettabladid.is JOSE MANUEL BARROSO Nýi forseti framkvæmdastjórnarinnar mælti fyrir 24 manna stjórn sinni. Evrópusambandið: Samþykktu stjórnina FRAKKLAND, AFP Þingmenn á þingi Evrópusambandsins samþykktu í gær nýja framkvæmdastjórn sambandsins, þremur vikum eftir að andstaða þeirra við upphaflega tillögu að skipan framkvæmda- stjórnarinnar varð til þess að hún var dregin til baka. Jose Manuel Barroso, forseti framkvæmdastjórnarinnar, og aðrir stjórnarmenn taka við emb- ætti á mánudag. „Við verðum að skipta sköpum í daglegu lífi Evr- ópufólks. Það sem meira er, við verðum að ýta undir aukna sam- keppnishæfni og hagvöxt,“ sagði Barroso um verkefni fram- kvæmdastjórnar sinnar. ■ ■ LÖGREGLUFRÉTTIR Vildir þú heldur að ég mokaði þeim ekki? Spyr Sigurður Skarphéðinsson gatnamálastjóri. Ætla má að samfélagið greiði hátt í tvo milljarða í snjómokstur á árinu 2004. Það er meira en ráð var fyrir gert og stefnir í að Reykjavíkurborg verji yfir 30 milljónum meira til verksins er fjárhags- áætlun gerir ráð fyrir. SPURNING DAGSINS Sigurður, ertu ekki bara að moka peningum út um gluggann? Palestínustjórn: Fær skýrslu um Arafat FRAKKLAND, AFP Palestínska heima- stjórnin fær sjúkraskýrslu Jass- ers heitins Arafat í sínar hendur þrátt fyrir að frönsk lög heimili einungis að nánir ættingjar hans hafi aðgang að þeim. Ástæðan er sú að frændi Arafats, Nasser al- Qidwa, sem er fulltrúi Palestínu hjá Sameinuðu þjóðunum, á rétt á að fá gögnin og ætlar að afhenda Palestínustjórn þau. Enn hefur ekki verið upplýst um banamein Arafats og hefur það valdið tortryggni. Palestínsk yfirvöld hafa óskað upplýsinga en ekki fengið þær þar sem frönsk lög banna að aðrir en ættingjar hafi aðgang að sjúkraskýrslum. ■ Grunnskólar: Prófum frestað SKÓLAMÁL Samræmdum prófum 4. og 7. bekkja grunnskólanna hefur verið frestað fram í febrúar vegna verkfalls kennara. Prófa átti í ís- lensku og stærðfræði dagana 14. og 15. október. Menntamálaráðuneytið ákvað í samráði við Námsmatstofnun, sem hefur umsjón með prófunum, að ís- lenskuprófið verði fimmtudaginn 3. febrúar og stærðfræðiprófið degi síðar. Rúmlega 4.300 börn úr í fjórða bekk og 4.600 í sjöunda þreyta prófin. - gag Aðventuljós Kr. 3.120,- m/kertum, mosa og perlum EINAR ODDUR Engu var líkara en að hann kastaði sprengju inn í þingsalinn er hann gagnrýndi kennara- samningana. ESB og EFTA: Vinnandi fólki fækkar STJÓRNMÁL Frá og með árinu 2010 tekur fólki á vinnualdri innan ríkja Evrópusambandsins að fækka og það mun leiða til aukinna útgjalda hins opinbera til lífeyris- og heil- brigðismála. Fjármálaráðherrar EFTA- og ESB-ríkjanna ræddu þessa stöðu á árlegum fundi í Brus- sel í vikunni. Ráðherrarnir urðu sammála um að þetta kallaði á umbætur og kerf- isbreytingar. Sérstaklega þótti nauðsyn á að auka atvinnuþátttöku kvenna og eldra fólks. Geir H. Ha- arde fjármálaráðherra var í forsæti fyrir EFTA-ríkin á fundinum. - ghg Stofnun Íþróttaakademíunnar í Reykjanesbæ: Ráðherra sagður sniðganga þing STJÓRNMÁL Kolbrún Halldórsdóttir, Vinstri grænum, gagnrýndi menntamálaráðherra harkalega á Alþingi í gær fyrir að hafa átt hlut að stofnun Íþróttaakademíu í Reykjanesbæ án þess að hafa svo mikið sem kynnt málið á þingi: „Það sem ég gagnrýni er hvernig þessi ákvörðun er tekin, ákvarð- anir hafa ekki verið teknar fyrir opnum tjöldum og engin fagleg umræða farið fram“. Fulllyrti þingmaðurinn að Há- skólinn í Reykjavík leppaði Íþróttaakademíuna en hún myndi útskrifa 130 íþróttafræðinga ár- lega þegar hún væri komin í gagn- ið. Þetta þýddi að ríkinu yrði send- ur reikningur fyrir á annað hund- rað nemendum án þess að þingið væri spurt álits. Verið væri að stofna nýjan háskóla án umræðu, sem ógnaði tilvist íþróttafræða- setursins á Laugarvatni. Þorgerður Katrín Gunnars- dóttir menntamálaráðherra sagði málið hið mesta fagnaðarefni, rík- ið kæmi þó ekki beint að því held- ur hefði verið samið við Háskól- ann í Reykjavík en hann síðan samið sjálfstætt við Íþróttaaka- demíuna. - ás KOLBRÚN HALLDÓRSDÓTTIR Gagnrýnir að þingmenn hafi lesið um íþróttaakademíuna í blöðunum. Þingmenn Suður- kjördæmis sögðust hins vegar hafa verið viðstaddir þegar fyrsta skóflustungan var tekin. POWELL RÆÐIR VIÐ RÚSSNESKA UTANRÍKISRÁÐHERRANN Utanríkisráðherrar Bandaríkjanna og Rúss- lands, Colin Powell og Sergei Lavrov, ræddu saman í Chile þar sem þeir voru á fundi um utanríkisverslun Suður-Ameríkuríkja. TVEIR SLÖSUÐUST Tveir farþegar í fólksbíl slösuðust þegar bílstjóri missti stjórn á bílnum skammt fyrir utan Kirkjubæjarklaustur. Vegurinn var mjög háll og sagði bílstjórinn að bíllinn hefði snúist í vindhviðu. Annar farþeginn handarbrotnaði en hinn kenndi eymsla í hálsi. 02-03 fréttir 18.11.2004 21.20 Page 2
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.