Fréttablaðið - 19.11.2004, Blaðsíða 11

Fréttablaðið - 19.11.2004, Blaðsíða 11
11FÖSTUDAGUR 19. nóvember 2004 HÁFLÓÐ Í ESBJERG Sjávarhæð hækkaði mikið í höfnum á vesturströnd Danmerkur. Óveður: Samgöngur í lamasessi DANMÖRK, AFP Loka þurfti brúnni yfir Stóra belti næturlangt vegna óveðurs sem gekk yfir Danmörku í fyrrinótt. Vindurinn reif upp tré og feykti þökum af húsum auk þess sem sjávarborð hækkaði um allt að fjóra metra í mörgum höfn- um á vesturströnd Danmerkur. Ferjusiglingum milli dönsku eyjanna og frá Hirtshals í norð- vestur Danmörku og Kristiansand í Noregi var hætt meðan óveðrið gekk yfir. Talsverðar skemmdir urðu á Borgundarhólmi í Eystra- salti þegar veðrið gekk þar yfir í gærmorgun þrátt fyrir að menn hafi verið viðbúnir því og hafið aðgerðir til að bregðast við veðr- inu. ■ Morðhótanir: Þingmaður fór í felur BELGÍA, AP Belgískur þingmaður sem hefur gagnrýnt íhaldssama múslima harkalega fór í felur vegna morðhótana. Mimount Bousakla vakti fyrst athygli með bók sem hún skrifaði um vandamál þess að alast upp í blöndu belgískrar og marokkóskr- ar menningar. Þar gagnrýndi hún meðal annars nauðungarhjóna- bönd og kynjamisrétti, nokkuð sem hún hefur haldið áfram eftir að hún var kjörin á þing. Eftir að hún gagnrýndi helstu samtök múslima á dögunum fyrir að fordæma ekki morðið á hollenskum kvikmyndagerðar- manni fóru henni að berast morðhótanir. ■ Ópíumrækt er helsti vaxtarbroddur efnahagslífsins: Afganistan að verða fíkniefnaríki BELGÍA, AP Afganistan er komið langt á leið með að verða fíkni- efnaríki og til marks um það er að ópíumframleiðsla hefur auk- ist um nær tvo þriðju á einu ári. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu sem unnin var fyrir Sameinuðu þjóðirnar. Þar er hvatt til þess að hersveitir Atlantshafsbandalags- ins í Afganistan ráðist gegn fíkniefnaframleiðslu. „Það væru söguleg mistök að skilja Afganistan eftir í greipum ópíumframleiðenda þegar nýbú- ið er að frelsa landið úr höndum talibana og al-Kaída,“ sagði Ant- onio Maria Costa, framkvæmda- stjóri fíkniefna- og glæpadeildar Sameinuðu þjóðanna. Samkvæmt skýrslunni um óp- íumframleiðslu í Afganistan var það aðeins óhagstætt veðurfar sem kom í veg fyrir að nýtt met yrði sett í framleiðslu þess í ár. Þrátt fyrir það standa Afganar undir 87 prósentum af allri óp- íumframleiðslu í heiminum. Óp- íumframleiðsla er orðin helsti vaxtarbroddur afgansks at- vinnulífs og stendur undir meira en 60 prósentum af landsfram- leiðslu. ■ EYMD Í AFGANISTAN Innviðir afgansks þjóðfélags eru í rústum eftir áratuga löng átök. Helsti vaxtarbroddurinn er ópíumframleiðsla. FJÁRDRÁTTUR FJÁRMÁLARÁÐ- HERRA Friday Jumbe, fyrrum fjármálaráðherra Malaví, hefur verið ákærður fyrir fjárdrátt. Hann er sagður hafa dregið sér andvirði 270 milljóna króna þeg- ar hann var framkvæmdastjóri ríkisrekins matvælamarkaðar á árunum 1998 til 2001. Honum er einnig gefið að sök að hafa mis- notað stöðu sína á markaðnum til að verða sjálfum sér úti um bankalán. ■ AFRÍKA 10-11 fréttir 18.11.2004 19.49 Page 3
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.