Fréttablaðið - 19.11.2004, Blaðsíða 4
4 19. nóvember 2004 FÖSTUDAGUR
Kennarar sitja í skugga lagasetningar:
Velja á milli nýs samn-
ings og gerðardóms
KJARAMÁL „Kennarar fara yfir
samninginn í skugga þess að hafa
fengið lög á kjaradeiluna,“ segir
Ólafur Loftsson formaður Kenn-
arafélags Reykjavíkur. Tilfinn-
ingarnar séu blendnar þar sem
ræða þurfi samninginn eftir að
troðið hafi verið á samningsrétti
kennara. Trúnaðarmenn þeirra
funduðu í Gerðubergi í gær.
„Þetta var fyrsta kynning á
samningnum og menn eru enn að
skoða kosti og galla hans annars
vegar og hins vegar kosti og galla
þess að fara fyrir gerðardóm,“
segir Ólafur. Það sé erfitt að bera
samninginn saman við hugsan-
lega niðurstöðu dómsins.
Halldór Björgvin Ívarsson,
grunnskólakennari í Varmárskóla
í Mosfellsbæ, hefur sagt upp
störfum. Hann segir að næstu
skref verði að skoða samninginn
vandlega.
„Ef þessi samningur gefur mér
það sem ég get sætt mig vil ég
halda minni vinnu,“ segir Halldór.
Hann segist vera mjög ánægður í
starfi. Erfitt sé að ganga út sækja
um annað starf. Komist hann að
þeirri niðurstöðu að hann geti
ekki sætt sig við samninginn ætli
hann ekki að taka þátt í atkvæða-
greiðslunni. - gag
Kennarar greiða hluta
launahækkana sjálfir
Skólastjóri segir kennara greiða hluta af launahækkun nýs kjarasamnings
sjálfir. Þeim sem vilji ekki taka þátt í framþróun í skólastarfi sé umbunað með
því að launaflokkar sem skólastjórar úthlutuðu séu færðir sem föst laun.
KJARAMÁL Kennarar íhuga hvernig
þeir geti tjáð óánægju sína með
nýjan kjarasamning án þess að
fella hann og hann fari í gerðar-
dóm, segir Hilmar Ingólfsson,
skólastjóri Hofstaðaskóla í Garða-
bæ. Hann segir að litið sé á samn-
inginn sem nauðungarsamning.
Hilmar gagnrýnir umtal um rúm-
lega tveggja tuga launahækkanir
kennara. Þeir greiði að hluta
hækkunina sjálfir.
Samkvæmt útreikningum
heimildarmanns Fréttablaðsins
hækka grunnlaun meðalkennara
sem ekki nýtur sérstakra ívilnana
um 20 prósent á samningstíman-
um. Kjósi meðalkennarinn
óbreyttan vinnutíma fær hann tvo
tíma í yfirvinnu og launin hækka
um tæp 28 prósent.
Reiknað er út frá að kennarinn
fái meðaltal úr launapotti sem
skólastjórar úthluta.
Hilmar segir stærsta hluta 9,27 prósenta launahækkunarinnar
sem taka eigi gildi 1. ágúst 2005,
eða 7,5 prósent, þegar hluta af
launum kennara. Hækkunin verði
því einungis 1,77 prósent að með-
altali. Skýrist það af því að launin
verði hækkuð um þrjá launaf-
lokka sem skólastjórar höfðu til
umráða. Misjafnt sé hve marga
flokka kennararnir höfðu en að
meðaltali hafi kennarar haft tvo
og hálfan flokk. Umskiptin séu
því ekki mikil. Hilmar segir
launaflokka kennara hafa verið
frá einum og allt að sjö flokkum.
Þeir sem mest hafi geti lækkað í
launum: „Það er þó bót í máli að
skólastjórar hafa einn flokk á
hvert stöðugildi til að deila út til
kennara.“
Eiríkur Jónsson, formaður
Kennarasambands Íslands, segir
að með því að tryggja kennurum
þrjá launaflokka í föstum launum
séu hagsmunir meirihluta kenn-
ara tryggðir. Samningarnir tryggi
því fólki flokkana til framtíðar.
Skólastjórar geti með nýjum
samningi veitt 20 prósentum
kennara fjóra launaflokka. Þeir
stjórni því hvort launin lækki
eður ei.
Eftir því sem blaðið kemst
næst eru 85 prósent kennara með
þrjá flokka eða minna. Enginn
kennari í Reykjavík hafi haft sjö
flokka. Einungis á þriðja tug
þeirra hafi verið með fimm eða
fleiri flokka og um 180 fjóra.
gag@frettabladid.is
BHM:
Harmar
lagasetningu
KJARAMÁL Bandalag háskólamanna
harmar að Alþingi hafi bundið
enda á verkfall grunnskólakenn-
ara með lagasetningu. Samnings-
réttur launafólks er stjórnar-
skrárvarinn og
verkfallsrétturinn nauðsynlegt
tæki til að ná fram kjarabótum.
BHM þekkir af eigin raun hve
slæm áhrif lagasetning hefur á
samskipti launamanna og við-
semjenda en 1990 voru sett
bráðabirgðalög sem kipptu launa-
hækkunum BHM-félaga úr sam-
bandi. Tekið hefur mörg ár að ná
þeim kjarabótum aftur.
- ghs
Ertu búin(n) að setja vetrardekk
undir bílinn þinn?
Spurning dagsins í dag:
Heldurðu að kennarar samþykki nýjan
kjarasamning?
Niðurstöður gærdagsins
á visir.is
21%
71%
Nei
Já
KJÖRKASSINN
Farðu inn á fréttahluta visir.is
og segðu þína skoðun
Hafnir:
Sameining
við Faxaflóa
SVEITARFÉLÖG Fjórar hafnir á Faxa-
flóasvæðinu hafa verið samein-
aðar í einu sameignarfélagi,
Faxaflóahafnir. Samningur um
þetta var undirritaður í gær.
Reykjavíkurborg á stærstan
hlut í félaginu eða 75 prósent.
Félagið mun sjá um rekstur
Reykjavíkurhafnar, Akranes-
hafnar, Grundartangahafnar og
Borgarneshafnar.
Gísli Gíslason, bæjarstjóri á
Akranesi, segir að sameiningin
muni efla mjög þróun í kringum
stóriðju Grundartanga. Hún geti
líka haft áhrif á þróun sam-
gangna milli Vesturlands og
Reykjavíkur og þá muni aukin
verkaskipting stuðla að betri
nýtingu lands. - ghg
Ungir sjálfstæðismenn
sækja um listamannalaun:
Ætla að skila
laununum
STJÓRNMÁL Nýstofnaður leikhópur
Sambands ungra sjálfstæðis-
manna (SUS) hefur sótt um lista-
mannalaun fyrir árið 2005 í
tengslum við uppsetningu á
gjörningi sem felst í því að skila
listamannalaununum aftur til
skattgreiðenda.
Ungir sjálfstæðismenn segja
að með þessu vilji þeir minna á
að menning verði ekki til hjá
hinu opinbera heldur hjá einstak-
lingunum.
„Það er mikilvægt að ríkisvald-
ið sleppi klónum af menningar-
starfsemi og leyfi henni að
blómstra í friði,“ segir í fréttatil-
kynningu. „Á vettvangi menningar-
mála er hægt að spara umtalsverða
fjármuni og skila þeim til skatt-
greiðenda sem geta þá valið sjálfir
hvort og hvaða menningarstarf-
semi þeir styðja.“ - th
Á TRÚNAÐARMANNAFUNDI Í GERÐU-
BERGI
Tilfinningar kennara eru blendnar og þeir
þurfa umhugsunartíma áður en þeir velja
á milli nýundirritaðs samnings forystunnar
og gerðardóms.
Forsætisráðuneytið:
Steingrímur
ráðinn
VISTASKIPTI Steingrímur Sævarr
Ólafsson hefur verið ráðinn upp-
lýsingafulltrúi í forsætisráðu-
neytinu. Starfið er nýtt og undir
það fellur meðal annars umsjón
með heimasíðu ráðuneytisins,
upplýsingagjöf af ýmsu tagi og af-
greiðsla fyrirspurna og skýrslu-
beiðna.
Steingrímur starfaði lengi við
blaða- og fréttamennsku, lengst af
á fréttastofu Stöðvar 2 og Bylgj-
unnar en síðast sem kynningar-
stjóri Fróða. Maki Steingríms er
Kristjana Sif Bjarnadóttir og eiga
þau þrjú börn. - bþs
Jón Ragnarsson:
Dæmdur
fyrir svik
DÓMSMÁL Jón Ragnarsson, fyrr-
verandi framkvæmdastjóri og
stjórnarformaður Lykilhótela, var
í Héraðsdómi Reykjavíkur dæmd-
ur í fjögurra mánaða skilorðs-
bundið fangelsi fyrir umboðssvik.
Hann hafði tekið 37 milljóna
króna lán hjá Framkvæmdasjóði
Íslands í nafni félagsins.
Hann ásamt öðrum stjórnar-
manni batt Hótel Valhöll og eigur
þess í ábyrgð fyrir láni sem var
ótengt starfsemi þess. Skulda-
bréfið var einnig tryggt með veð-
rétti í fasteign í eigu Lykilhótela í
Hveragerði. Andvirði skulda-
bréfsins var notað til að greiða
upp gjaldfallnar skuldir. - hrs
STEINGRÍMUR SÆVARR ÓLAFSSON
SKRIFAÐ UNDIR SAMNINGINN Á MIÐVIKUDAG
„Miðað við þá stöðu sem við erum í leggjum við eindregið til að félagsmenn kynni sér
samninginn vel. Við leggjum til að kennarar samþykki hann þar sem við í samninganefnd
kennara erum sannfærð um það öll að gerðardómsleiðin, miðað við þær forsendur sem
þar eru, myndi skila okkur mun verri útkomu en þetta.“
HILMAR INGÓLFSSON
„Getur það kallast launahækkun ef kenn-
arar fá að vinna aukavinnu?“ segir skóla-
stjóri Hofstaðaskóla.
04-05 fréttir 18.11.2004 21.21 Page 2