Fréttablaðið - 19.11.2004, Blaðsíða 55
FÖSTUDAGUR 19. nóvember 2004
Fegurð og fáránleiki
Þetta var skrítin leiksýning atarna.
Tvö ólík verk, ein sýning, að minnsta
kosti sýnd á sama kvöldinu. Annars
vegar eitt af höfuðverkum Ionescos
og hinsvegar útvarpsleikrit eftir ung-
an enskan höfund Lee Hall. Svona
fyrirfram eins og hugmynd að kok-
teil úr koníaki og tekíla. En viti
menn, hefði kannski virkað ef skref-
ið hefði verið stigið til fulls og
fengnir tveir leikstjórar til verksins.
Því verkin eru ekki svo ólík þegar allt
kemur til alls. Annað fjallar um fár-
anleika og tilgangsleysi lífsins sem
rennur upp þegar lífinu hefur verið
lifað til enda en hitt um fáranleika
og tilgangsleysi dauðans sem kveð-
ur dyra áður en lífinu hefur verið lif-
að. Angistin meginstefið í þeim
báðum, eða hvað?
Spurt er því í þeirri leið sem Mar-
ía Reykdal velur með Stólana er
skautað yfir angistina og raunar
margt fleira sem manni finnst felast
í því ágæta verki þó form fáránleik-
ans bjóði upp á endalausar rökræð-
ur um leiðir og nálgunaraðferðir.
María velur þá leið með Stólana
að nálgast þá með aðferðum fars-
ans. Leikstíllinn er stórkarlalegur
farsaglennu-geiflustíll, gervin eru ýkt
og fáránleg, búningarnir sömuleiðis,
en sársaukinn er víðsfjarri og raunar
eins og vísvitandi sé forðast að láta
glitta í hann. Áhersla lögð á hið
spaugilega í texta og kringumstæð-
um og lítið hirt um hljómfall, hraða
og hraðabreytingar og tímasetning-
ar sem eru svo mikilvægar í farsa-
leik, úr því að sú leið var valin, ekki
unnar og svona mætti lengi telja.
Það var raunar eins og leikstjórinn
hefði ekkert botnað í þessu verki
eða vantað lífsreynslu og /eða þor
til að ljá því einhverja dýpt og per-
sónulega tilfinningu sem hefði get-
að fært það nær áhorfendum á
Akureyri í nóvember 2004. Útkom-
an varð nefnilega eins og ég heyrði
áhorfanda í sætinu fyrir aftan mig
hvísla að sessunaut sínum îÞetta er
nú meiri djöfuls dellanî. En til að
gera langa sögu stutta, þessi fyrri
hluti sýningarinnar fannst mér ein-
faldlega vondur. Ég tók satt best að
segja út við að horfa á jafn færa og
reynda leikara eins og þau Þráinn
og Guðrúnu gera sitt besta við að
reyna að gefa þessu stefnuleysi líf
og lit. Sé fáránleika bætt oná fárán-
leika verður útkoman vitleysa.
Hlé.
Síðari hluti, hér gæti ég tekið allt
það sem sagt er um leikstjórnina
hér á undan og skipt út fyrir and-
stæðu sína. Leikstjórinn nálgast
verkið af einlægni og vandvirkni vel
er hirt um öll smáatriði, hljómfall,
hraði og hraðabreytingar unnar af
nákvæmni og smekkvísi skilningur á
verkinu virðist vera ljós og skýr og
væntumþykjan á verkefninu skín í
gegn. Og hér koma greinilega í ljós
hæfileikar leikstjórans til að laða
fram hjá leikara einlægni og
ástríðufulla sköpun. Sem sagt mjög
vel unnin leikstjóravinna og það
verkefni að gera útvarpsleikrit að
sviðsverki með lífsmarki vel af
hendi leyst. Ilmur lék síðan hlutverk
Ausu afspyrnuvel raunar svo að ég
efast um að betur verði gert. Hún
náði að koma til skila tilfinningum
sem spanna ótrúlega víðan skala
með þeim glæsibrag að salurinn
ýmist hló eða grét og allt á einlæg-
an og hljóðlátan hátt sem hitti alltaf
í mark. Hún hafði salinn í hendi sér
en ofmetnaðist ekki af því valdi sem
því fylgir heldur var sjálfri sér, verk-
inu og leikstjóranum trú. Sköpun
leikara eins og hún gerist best. Til
hamingju Ilmur.
Þá kemur að því atriði sem auk
leiks Ilmar hreif mig mest og það er
leikmynd Sigurjóns. Að vísu hugsaði
ég í upphafi mikið djöfulli er þetta
ljótt en viti menn í samspili við lýs-
ingu Halldórs skapaði hún gráa og
kaldranalega dýflissuveggi um ang-
ist og innantóman hégómleika
texta persónanna í Stólunum en
umbreyttist síðan í musterislega
kyrrð og hlýju sem hæfði einhvern
veginn fullkomlega barnslegum
átökum Ausu við tilhugsunina um
dauðann. Þessi síðari hluti sýningar-
innar er afar falleg og fáguð leik-
húsperla. ■
LEIKLIST
ARNÓR BENÓNÝSSON
Ausa Steinberg/LeeHall
Stólarnir/Ionesco
Leikfélag Akureyrar í samstarfi við
Borgarleikhúsið
Leikmynd og búningar: Sigurjón Jó-
hannsson
Lýsing: Halldór Örn Óskarsson
Tónlist: Margrét Örnólfsdóttir
Leikstjórn: María Reyndal
Kór Langholtskirkju
Mezzoforte
Óskar Guðjónsson sópransaxófón
Pétur Grétarsson slagverk
Lára Bryndís Eggertsdóttir orgel
Stjórnandi
Jón Stefánsson
Langholtskirkja
Laugardag 20. nóvember 2004
kl. 17 og 21
Miðaverð 2.500
Miðasala í Langholtskirkju
síma 520 1300
Hægt er að panta miða á
netfangið klang@kirkjan.is
NÝJAR BÆKUR
Ævisaga Halldórs Laxness, eftirHalldór Guðmundsson er
komin út hjá JPV útgáfu. Halldór
Laxness var síðasta þjóðskáld Evr-
ópu, ekki vegna þess að öll íslenska
þjóðin elskaði hann
eða fyndist jafn mikið
til um allt sem hann
skrifaði, heldur vegna
þess að næstum öll
þjóðin lét sig varða
hvað hann skrifaði.
Halldór Guðmundsson
hefur talað við fjölda manns, leitað í
bókum, skjala- og bréfasöfnum, hér
á landi og erlendis, að heimildum og
vitnisburði um viðburðaríkt og þver-
stæðukennt líf Halldórs Laxness.
Myndin sem hann dregur upp af við-
fangsefni sínu er bæði fræðandi og
skemmtileg en umfram allt ögrandi
og óvænt.
Hjá Vöku-Helgafelli er komin útheimildaskáldsagan Baróninn
eftir Þórarinn Eld-
járn. Árið 1898 kom
til Íslands franskur að-
alsmaður, barón
Charles Gauldrée
Boilleau, stórættaður
heimsborgari og há-
menntaður listamað-
ur sem vonaðist til að
finna sjálfan sig í íslenskri sveit, óra-
fjarri umbrotum heimsmenningar-
innar. Fyrr en varði hafði hann keypt
sér kostajörðina Hvítárvelli í Borgar-
firði og hafið þar búskap, en götu-
heitið Barónsstígur í Reykjavík vitnar
um að þar kom hann einnig við.
Stórbrotnar hugmyndir hans féllu
ekki allar í frjóan jarðveg og brátt
varð ljóst að háleitir draumar hans
og íslenskur veruleiki áttu illa saman.
ILMUR Í HLUTVERKI AUSU Náði að koma til skila tilfinningum sem spanna ótrúlega
víðan skala með þeim glæsibrag að salurinn ýmist hló eða grét.
54-55 Menning (42-43) 18.11.2004 19.57 Page 3