Fréttablaðið - 19.11.2004, Blaðsíða 24
Hótunin um gerðardóm í lögunum
á verkfall kennara virðist hafa
virkað, ef marka má ummæli for-
ustumanna samningsaðila. Þeir
lýsa því ótvírætt yfir að af tvennu
illu hafi þeir frekar viljað skrifa
undir samning sem þeir voru óá-
nægðir með en að eiga á hættu að
gerðardómur úrskurðaði þeim í
óhag. Ógnunin sem leiddi menn
saman fólst í því annars vegar að
kennarar óttuðust að lenda ofan í
ramma samninga á almennum
markaði og sveitarfélögin óttuðust
að kennarar fengju meira en sveit-
arfélögin réðu við eða þá að hinum
raunverulegu átökum yrði einfald-
lega frestað um óákveðinn tíma.
Þessi ógn hefur raunar verið til
staðar frá því síðastliðið vor, en
neyðin og ógnin við velferð 45.000
skólabarna sem skapaðist af verk-
fallinu sjálfu og afleiðingum þess
dugði þó ekki til að fá menn til að
taka þau skref sem þurfti til að ná
málamiðlun. Það út af fyrir sig
sýnir að lagasetningin átti fullan
rétt á sér – það þurfti að knýja
fram niðurstöðu. Samningamenn
voru farnir að minna á Molbúana
sem fóru í sameiginlegt fótabað,
en gátu ekki staðið upp því þeir
vissu ekki hver átti hvaða fót. Mál-
ið leystist ekki fyrr en vegfarandi
sem átti leið hjá gerði sig líklegan
til að lemja þá með staf sínum. Þá
stukku þeir á fætur án umhugsun-
ar. Hugsanlegt er að lögin hefðu
mátt vera eitthvað öðruvísi, en
slíkt er þó fræðileg spurning úr
því sem komið er – þau knúðu
fram samning, sem er aðalatriðið.
Það hafa miklar tilfinningar
losnað úr læðingi í þessu verkfalli,
bæði hjá kennurum sjálfum og
meðal almennings sem verið hefur
óbeinn þátttakandi í þessu stríði.
Fullyrt er að sjálfsmynd kennara-
stéttarinnar hafi beðið hnekki
vegna lítilsvirðandi framkomu
stjórnvalda og að margir kennarar
komi með hálfum huga inn í skól-
ana. Búið sé að gengisfella
kennarastarfið og þar með fram-
tíðarmöguleika í menntamálum
þjóðarinnar. Vissulega er ýmislegt
til í þessu og það er rétt að kenn-
arastarfið er mikilvægt starf og
verðskuldar að vera vel borgað. En
það er hins vegar ekki boðlegt að
missa umræðuna niður á eitthvert
grátkórsstig þar sem ekkert má
segja eða gera sem hugsanlega
gæti sært tilfinningar kennara í
„áfalli“.
Á sama hátt er brýnt að foreldr-
ar og almenningur láti ekki pirring
og reiði bitna um of á kennurum
umfram það sem orðið er, þrátt
fyrir það tjón sem unnið hefur ver-
ið á fjölmörgum nemendum í þess-
ari deilu. Í skólunum er tími upp-
byggingar hafinn, menn þurfa að
sleikja sárin og horfa fram á veg á
grundvelli þess samnings sem nú
liggur fyrir.
Vandamálin eru hins vegar ekki
úr sögunni, síður en svo. Það er
einfaldlega barnaskapur að ætla
að þær hækkanir sem kennarar þó
knúðu fram muni ekki verða við-
mið í kröfugerð annarra hópa sem
nú hafa lausa samninga. Jafnframt
munu þessar hækkanir hafa áhrif
á endurskoðun samninga á al-
mennum vinnumarkaði. Tryggvi
Herbertsson, forstöðumaður Hag-
fræðistofnunar Háskólans, óttast í
Fréttablaðinu í gær um stöðugleik-
ann í kjölfar kennarasamningsins.
Aðrir kollegar hans hafa sagt svip-
aða hluti. Hin knýjandi spurning í
dag er því hvernig tekið verður á
efnahagsstjórninni í þjóðfélaginu í
kjölfar kennarasamningsins. Pen-
ingamálastefnan og ríkisfjármálin
eru þau tæki sem til boða standa.
Seðlabankinn mun ugglaust hækka
vexti þó áhrif þess á tímum
frjálsra fjármagnsflutninga séu
minni en áður. Ríkisstjórnin hefur
boðað skattalækkanir og hún hefur
lagt fram fjárlagafrumvarp sem
gagnrýnendur efuðust um að hægt
væri að kalla aðhaldsfrumvarp.
Fyrir liggur að fjárskortur er til
heilbrigðismála og menntamála,
þannig að óvarlegt er að höggva
frekar í þann knérunn. Skilaboðin í
lagasetningu stjórnarmeirihlutans
á Alþingi á verkfall kennara voru
þau að almannaheill krefðist þess
að menn yrðu að sætta sig við
minna en að fá ýtrustu óskir upp-
fylltar. Þessi skilaboð voru með-
tekin. Framvindan hagar því nú
þannig að nákvæmlega sömu skila-
boð eru send stjórnarliðum á Al-
þingi. Almannaheill – í formi efna-
hagslegs stöðugleika – krefst þess
að þeir skoði hvernig þeir geti gef-
ið eftir einhverjar af sínum ýtr-
ustu óskum og kosningaloforðum.
Spurningin um skattalækkun eða
e.t.v. útfærslu hennar hlýtur að
koma þar við sögu. Sú útfærsla
skattalækkunar sem nú er stefnt
að mun lítið greiða fyrir endur-
skoðun samninga á almennum
markaði. Önnur útfærsla gæti hins
vegar gert það. Spurningin er ein-
faldlega hvort forustumenn stjórn-
arflokkanna hafi til að bera það
raunsæi, sem þeir krefjast af
kennum og sveitarstjórnarmönn-
um. Eru þeir tilbúnir til að breyta
örlitið um skattakúrs til að við-
halda almannaheill? Það er spurn-
ing dagsins. ■
N ú liggur fyrir að Íslendingar láta af stjórn flugvallarinsí Kabúl í Afganistan í byrjun næsta árs, mun fyrr enupphaflega var áætlað. Nokkrir Íslendingar verða við
störf á vellinum fram á mitt næsta ár undir stjórn Tyrkja.
Samkvæmt skoðanakönnun Fréttablaðsins fyrr í þessum
mánuði er þátttaka okkar í friðargæslu mjög umdeild meðal
þjóðarinnar. Segja má að hún skiptist í tvær nokkurn veginn
jafn stórar fylkingar með og á móti þátttöku Íslendinga í friðar-
gæslu. Ekki var marktækur munur á svörum karla og kvenna í
könnuninni, en íbúar höfuðborgarsvæðisins voru hlynntari
þátttöku okkar en landsbyggðarfólk. Könnunin var gerð eftir að
uppvíst varð um teppakaup yfirmanns íslensku friðargæslunn-
ar í Kabúl og dauða tveggja kvenna í miðborginni þegar gerð
var sjálfsmorðsárás á Íslendingana sem stóðu fyrir utan teppa-
búðina. Yfirmaðurinn hefur verið kallaður heim vegna þessa at-
viks, og leiða má líkur að því að árásin hafi átt sinn þátt í að Ís-
lendingar fara fyrr heim frá Kabúl en áætlað var. Að vísu seg-
ir yfirmaður friðargæslunnar að Íslendingar hafi aldrei fengið
þann mannafla til starfa á flugvellinum sem lofað hafði verið,
og það sé ástæðan fyrir því að við drögum okkur út úr þessu
verkefni fyrr en gert hafði verið ráð fyrir.
Myndir sem birtust hér í blaðinu af þungvopnuðum íslensk-
um friðargæsluliðum í Kabúl vöktu marga til umhugsunar, og
afstaða þeirra sem spurðir voru á dögunum um friðargæsluna
hefur eflaust mótast af þeim. Við erum ekki herþjóð og ekki vön
að sjá Íslendinga í fullum herklæðum, líkt og þeir séu banda-
rískir hermenn í Írak. Við ættum frekar að taka þátt í friðar-
gæslu, þar sem vopn og verjur eru ekki eins áberandi og þegar
yfirmaðurinn í Kabúl fór í teppaleiðangur í eina hættulegustu
götuna í Kabúl. Aðstæður á þeim stöðum þar sem friðargæslu
er þörf eru gjarnan þannig að menn verða að bera vopn til að
geta varið sig ef á þá er ráðist. Þannig hafa íslenskir lögregu-
menn sem farið hafa til starfa víða erlendis í áranna rás verið
vopnaðir, en ekki eins áberandi og á Kjúklingastræti í Kabúl.
Frásögnin í sunnudagsblaðinu af fjölskyldu afgönsku stúlk-
unnar sem lést í árásinni er átakanleg. Hún var aðeins 13 ára en
vann samt fyrir fjölskyldu sinni með því að selja blöð og bæk-
ur eftir skóla á daginn, að sögn móður hennar. Faðirinn var ný-
kominn frá Íran þar sem hann reyndi að afla tekna til að sjá
fjölskyldu sinnni farborða. Lífsbaráttan er hörð á þessum slóð-
um eins og greinilega kemur fram í viðtalinu, og margt sem
kemur þar fram okkur afar framandi. Faðirinn segir þar að út-
lendingar hafi sýnt fjölskyldunni meiri samúð en yfirvöld í
landinu, sem þó greiddu útfararkostnað hennar. Íslendingar
hafa oft hlaupið undir bagga með illa stöddum samborgurum,
og því ekki úr vegi að styrkja fjölskyldu stúlkunnar í Kabúl,
sem féll í sjálfsmorðsárás á íslenska friðargæsluliða.■
19. nóvember 2004 FÖSTUDAGUR
SJÓNARMIÐ
KÁRI JÓNASSON
Styrkjum fjölskyldu stúlkunnar í Kabúl sem féll í
sjálfsmorðsárásinni.
Friðargæslan
FRÁ DEGI TIL DAGS
Íslendingar hafa oft hlaupið undir bagga með illa
stöddum samborgurum, og því ekki úr vegi að styrkja
fjölskyldu stúlkunnar í Kabúl, sem féll í sjálfmorðsárás á
íslenska friðargæsluliða.
,, Í DAGAÐ LOKNUKENNARAVERKFALLI
BIRGIR
GUÐMUNDSSON
Framvindan hagar
því nú þannig að
nákvæmlega sömu skilaboð
eru send stjórnarliðum á
Alþingi. Almannaheill – í
formi efnahagslegs stöðug-
leika – krefst þess að þeir
skoði hvernig þeir geti gef-
ið eftir einhverjar af sínum
ýtrustu óskum og kosninga-
loforðum.
,,
Hverafold 1-3, Torgið, Grafarvogi, sími 577 4949
Skipagötu 5, Akureyri, sími 466 3939
Athugið: Opið um helgina í Grafarvogi: lau kl. 11-16 og sun 13-15
Í dag föstudaginn 19. nóvember breytum við
dagatalinu og hefjum
JANÚARÚTSÖLU
mánuði fyrir jól!
Allar vörur með 50% afslætti
Vandaðar dragtir, kápur, peysur,
buxur, toppar og pils
Komið og gerið dúndurkaup - Geri aðrir betur
Hvað tekur við af kennaraverkfalli?
Jarðvegur plægður
Kannanir sýna að siðferði og trú,
„moral values“, eru þau lykilhugtök
sem skýra árangur Bush Bandaríkjafor-
seta og Repúblikanaflokks hans í kosn-
ingunum vestanhafs í byrjun þessa
mánaðar. En bandarískir repúblikanar
eru ekki einir um að hafa átt-
að sig á mikilvægi „moral
values“ í augum kjósenda
því íslenskir framsóknar-
menn hafa á sinn hljóð-
láta hátt verið að plægja
þennan jarðveg hér á
landi á undanförn-
um misserum
Frægt varð þegar
Árni Magnússon
félagsmálaráð-
herra gat ekki verið viðstaddur embætt-
istöku forseta Íslands í ágúst síðastliðn-
um því hann var á sama tíma bókaður
á vakningasamkomu hvítasunnumanna
fyrir austan fjall. Þá héldu ýmsir að
þetta væri einstakt tilvik en síðan er
smám saman að koma í ljós að Fram-
sóknarflokkurinn er markvisst að treysta
sig í sessi meðal kirkjusafnaða, trúar-
samtaka og sértrúarfélaga. Til mikils er
að vinna því sagt er að forstöðumaður
eins trúarsafnaðarins í Reykjavík geti
ábyrgst allt að fimm þúsund atkvæði ef
nauðsyn krefur.
Trú og stjórnmál
Eitt merkið um að bændur og aðrir
sveitamenn eru fortíðin en hallelúja
framtíðin fyrir Framsóknarflokkinn er
samkoma sem haldin var á vegum
KFUM í Reykjavík í gærkvöldi. Þar voru
trú og stjórnmál til umræðu og fram-
sóknarmenn í öllum lykilhlutverkum á
dagskránni. Helgi S. Guðmundsson
stjórnaði samkomunni, Ómar Kristjáns-
son flutti upphafsbænina og Árni
Magnússon félagsmálaráðherra flutti
ávarp. Fyrir rúmum mánuði var „Upp-
gjör Sambandsins“ aðalefni samkomu
á vegum KFUM og var þá Sigurður
Markússon fyrrverandi framkvæmda-
stjóri SÍS fenginn til að flytja fræðsluer-
indi. Vel má vera að fyrr á árum hafi
framsóknarmenn gert lítinn greinar-
mun á Sambandinu og Himnaföður en
óneitanlega er athyglisvert að Sam-
bandið skuli vera guðspjall dagsins hjá
KFUM árið 2004.
gm@frettabladid.is
ÚTGÁFUFÉLAG: Frétt ehf. RITSTJÓRI: Kári Jónasson FRÉTTARITSTJÓRAR: Sigurjón M. Egilsson og Sigmundur Ernir Rúnarsson AÐSTOÐARRITSTJÓRI: Jón Kaldal FULLTRÚI
RITSTJÓRA: Guðmundur Magnússon RITSTJÓRNARFULLTRÚI: Steinunn Stefánsdóttir AUGLÝSINGASTJÓRI: Þórmundur Bergsson RITSTJÓRN, AUGLÝSINGAR OG DREIFING:
Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík AÐALSÍMI: 550 5000 SÍMBRÉF Á FRÉTTADEILD: 550 5006 NETFÖNG: ritstjorn@frettabladid.is og auglysingar@frettabladid.is VEFFANG: visir.is
SETNING OG UMBROT: Frétt ehf. PRENTVINNSLA: Ísafoldarprentsmiðja ehf. Fréttablaðinu er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu, Suðurnesjum og Akureyri. Einnig er hægt
að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. ISSN 1670-3871
SKOÐANIR OG UMRÆÐUR Á VISIR.IS
24-25 Leiðari 18.11.2004 19.50 Page 2