Fréttablaðið - 19.11.2004, Blaðsíða 39
27FÖSTUDAGUR 19. nóvember 2004
AF NETINU
Borgaraleg óhlýðni
Það að mæta ekki til vinnu og bera við
veikindum í tvo daga kallast borgaraleg
óhlýðni. Borgaraleg óhlýðni getur verið á
gráu svæði samkvæmt lagabókstafnum
en er það í raun ekki í þessu tilviki.
Kennarar hafa rétt á tveimur veikinda-
dögum í mánuði og er fullkomlega lög-
legt að nýta sér hann. En ef einhverjar
aðrar ástæður lægju að baki þessum
fjöldaveikindum s.s. árshátíð kennara,
væru þau með öllu siðlaus. Málið er að
borgaraleg óhlýðni er nauðsynleg lýð-
ræðinu. Þegar einni stétt er mismunað
af meirihluta alþingis með ólögum, er
það skylda þeirra sem eiga í hlut, og í
raun samfélagsins alls, að grípa til að-
gerða.
Gunnar Örn Heimisson á vinstri.is.
Þunnur þráður og ólíkindalegur
Í ferðinni las ég hina nýju bók Ólafs Jó-
hanns Ólafssonar, Sakleysingjarnir, þar
sem hann lætur söguhetju sína berast
frá einum stóratburði til annars og einu
landi til annars, einum lækni til annars,
einni konu til annarrar. Ólafur Jóhann
heldur sig við persónur sem lifa marg-
földu lífi og vita kannski ekki sjálfar að
lokum hverjar þær eru, raunar virðist
ekkert sem sýnist. Hann sníðir söguefni
sitt á þann veg að bókin geti bæði höfð-
að til íslenskra og erlendra lesenda.
Skáldaleyfið gerir honum kleift að færa
alkunna atburði í stílinn og búa til per-
sónur sem bera með sér að eiga ein-
hverja fyrirmynd, þótt hún sé aðeins
kveikja að einhverjum allt öðrum. Bókin
er rúmlega 500 blaðsíður og er oft fljótt
farið úr einu sviði í annað og verður þá
þráður sögunnar bæði þunnur og næsta
ólíkindalegur. Auðvitað má elta ólar við
það hvort höfundurinn bregður góðu
eða vondu ljósi á þá atburði sem hann
velur sér og hetju sinni sem viðfangsefni,
en það verður ekki gert hér.
Björn Bjarnason á bjorn.is
Aldrei eins reið
Ég er kannski ósanngjörn en ég verð að
segja að þegar ljóst er að skólastarf í
Öskjuhlíðarskóla og Safamýraskóla fellur
niður þá held ég að ég hafi sjaldan eða
aldrei verið eins reið við neina stétt. Ég
vil enda þessa grein á orðum Umboðs-
manns barna „Umboðsmaður barna
mælist til þess við grunnskólakennara
að þeir sýni börnum þessa lands virð-
ingu og mæti þegar í stað til vinnu sinn-
ar í grunnskólum, eins og lög bjóða.
Börn eru skólaskyld og þau eiga stjórnar-
skrárvarinn rétt til menntunar og
fræðslu. Virðingarleysi fyrir þessum rétt-
indum barna er engum til sóma“.
Stefanía Sigurðardóttir á frelsi.is
Velgengni Íra
Tímaritið virta, Economist, kemst að
þeirri niðurstöðu að Ísland sé sjöunda
besta land í heimi til að eiga heima í.
Best er að vera á Írlandi. Það kemur
nokkuð á óvart, því þegar ég ferðaðist
um Írland á árunum 1977-78 var það
enn þá fátækrabæli. En síðan hafa Írar
að miklu leyti kastað kaþólskri trú,
mjólkað Evrópusambandið og laðað til
sín fjármagn úr öllum áttum - svo sjálf-
sagt er lífið bara gott á eyjunni grænu.
Egill Helgason á visir.is
Ögmundur og kennararnir
Fróðlegt væri í þessari umræðu [um kjör
kennara] að fá fram afstöðu formanns
BSRS, Ögmunds Jónassonar, til þessa
máls. Eftir þau ummæli sem hann við-
hafði á alþingi þegar lög voru sett á
kennara mætti telja að hann styddi það
að kennarar fái hækkanir umfram aðra
hópa þar með talda félaga BSRS. Ög-
mundur sagði m.a. að sinn þingflokkur
væri andvígur frumvarpinu. ... Er ekki
kominn tími á að formaðurinn komi
fram og skýri frá afstöðu BSRB til kröfu
kennara. Og jafnframt hvort hann sem
formaður bandalagsins væri tilbúinn til
að ganga fram fyrir skjöldu og sam-
þykkja að kennarar eigi meiri rétt til
hækkana en aðrir launþegar landsins.
Anna Kristinsdóttir á timinn.is
Stóriðja á höfuðborgarsvæðinu
Jafnframt má spyrja hvort ekki sé að
koma að þeim tímapunkti að fólk á höf-
uðborgarsvæðinu þurfi að spyrja hver sé
eiginlega stefna stjórnvalda varðandi
stóriðju í næsta nágrenni Reykjavíkur.
Búið er að semja um tiltekna stækkun
álversins á Grundartanga og enn meiri
stækkun í vændum samanber nýlega
orkusölusamninga. Fyrir dyrum stendur
bygging rafskautaverksmiðju í Hvalfirði
sem mun hafa mikla mengun í för með
sér. Þá eru uppi hugmyndir um að
stækka Járnblendiverksmiðjuna á
Grundartanga um einn eða tvo ofna og
síðast en ekki síst stækkun álversins í
Straumsvík.
Steinþór Heiðarsson á murinn.is
Kostnaðargreining utanríkisþjón-
ustu
Við það að Halldór Ásgrímsson sest í stól
forsætisráðherra, hafa fjölmiðlar og álits-
gjafar um íslenska pólitík fundið hjá sér
ríka þörf við að kostnaðargreina íslensku
utanríkisþjónustuna. Menn hafa fundið
út að útgjöld hafi tvöfaldast í tíð Halldórs
Ásgrímssonar. Einnig „skúbbaði“ Frétta-
blaðið fyrir nokkru síðan með frétt í
blaðinu að undir stjórn Sivjar Friðleifs-
dóttur hafi útgjöld umhverfisráðuneytis-
ins þrefaldast. Auðvitað er það gott og
sjálfsagt að menn sýni stjórnvöldum að-
hald er kemur að rekstri ráðuneyta. En
jafnframt geri ég þá kröfu til viðkomandi
að hann sé ekki með sleggjudóma er
hann leggur í þá vegferð að upplýsa okk-
ur almúgann um meðferð fjár hjá hinu
opinbera.
Guðlaugur Sverrisson á hrifla.is
Útsvarshækkun R-listans
R-listinn, þessi sem fyrir kosningar segist
alltaf hafa „lækkað skatta“ og frétta-
menn snúa sér að næstu frétt, er nú að
fara með útsvar borgarbúa eins hátt og
lög frekast leyfa. Og þar sem að skatta-
hækkunarþörf R-borgar virðist aldrei
verða fullnægt, þá ætlar R-listinn líka að
hækka fasteignagjöld, borgarbúum til
hagsbóta. R-listinn hefur sennilega séð
að með þessum tveimur aðgerðum nær
hann bæði unga fólkinu sem vinnur eins
og það getur til að koma sér upp hús-
næði, og roskna fólkinu sem hefur kom-
ið sér upp húseign en hefur minni tekj-
ur. Og þegar R-listinn er búinn að til-
kynna um atlögur sínar að þeim borgar-
búum sem greiða tekjuskatt eða eiga
fasteignir, þá kemur næsta gleðifregnin
frá ráðhúsinu. Nú á að snúa sér gegn
köttum borgarinnar.
Vefþjóðviljinn á andriki.is
SENDIÐ OKKUR LÍNU
Við hvetjum lesendur til að senda okk-
ur línu og leggja orð í belg um málefni
líðandi stundar. Greinar og bréf skulu
vera stutt og gagnorð. Eingöngu er tek-
ið á móti efni sem sent er frá Skoðana-
síðunni á visir.is. Þar eru nánari leið-
beiningar. Ritstjórn ákveður hvort efni
birtist í Fréttablaðinu eða Vísi eða í
báðum miðlunum að hluta eða í heild.
Áskilinn er réttur til leiðréttinga og til
að stytta efni.
» BETRI SJÓNVARPSDAGSKRÁ
26-39 umræða 18.11.2004 15:55 Page 3