Fréttablaðið - 19.11.2004, Blaðsíða 47
FÖSTUDAGUR 19. nóvember 2004 35
Biðin eftir betri notuðum Toyota er á enda
www.toyota.is
svo vel
BETRI NOTAÐIR BÍLAR
Yaris 5 dyra
Verð frá: 1.010.000 kr.
Einkaleiga Glitnis: Frá 22.990 kr. á mán.*
Bílasamningur Glitnis: Frá 18.390 kr. á mán.**
Corolla Sedan
Verð frá: 1.390.000 kr.
Einkaleiga Glitnis: Frá 27.590 kr. á mán.*
Bílasamningur Glitnis: Frá 25.090 kr. á mán.**
* m.v. 24 mán.
**m.v. 100% lán í erlendri myntkörfu, 4,2% vextir, í 60 mán.
Stórleikir í Laugardalshöllinni
Undanúrslitin í Hópbílabikarnum í körfuknattleik fara fram í kvöld. Snæfell mætir Grindavík
og það verður sannkallaður nágrannaslagur í seinni leiknum þar sem Keflavík etur kappi við
Njarðvík.
KÖRFUBOLTI Undanúrslitin í Hópbíla-
bikarnum í körfubolta fara fram í
Laugardalshöll í kvöld. Í fyrri
leiknum mætast Snæfell og
Grindavík en í þeim síðari eigast
við erkifjendurnir frægu í Njarð-
vík og Keflavík.
Grindavík og Snæfell mættust
í fyrstu umferð Intersportdeildar-
innar í Grindavík. Þar höfðu
Grindvíkingar betur, 90-80, en
töluverður haustbragur var yfir
þeim leik og hvorugt liðið í raun
komið almennilega í gang á þeim
tíma.
Lið Grindvíkinga varð fyrir
mikilli blóðtöku þegar Justin Mill-
er varð frá að hverfa vegna veik-
inda í fjölskyldu sinni. Að auki
hefur Helgi Jónas Guðfinnsson
ekki gengið heill til skógar og því
verður þjálfarinn Kristinn Frið-
riksson að finna leiðir til að fylla
upp í þau skörð sem þessir snjöllu
leikmenn skilja eftir sig.
Snæfellsliðið er óðum að koma
til eftir að hafa ollið sínu fólki
vonbrigðum í byrjun keppninnar.
Hinir erlendu leikmenn liðsins,
Pierre Green og Desmond Peop-
les, virðast loks hafa fundið takt-
inn og þá eru Magni Hafsteinsson
og Pálmi Freyr Sigurgeirsson að
koma sterkari inn með hverjum
leiknum. Liðið stöðvaði sigur-
göngu Njarðvíkurliðsins í Inter-
sportdeildinni og mætir því með
sjálfstraustið í botni í leikinn
gegn Grindavík í kvöld.
Leikmenn Njarðvíkur og
Keflavíkur hafa oft eldað grátt
silfur saman og verður væntan-
lega engin breyting á því í kvöld.
Keflvíkingar hafa harma að hefna
síðan í Meisturum meistaranna
þar sem Njarðvíkingar unnu auð-
veldlega, 105-79. Bæði lið hafa
gengið í gegnum smávægilegar
breytingar þannig að erfitt er að
nota þann leik sem viðmið fyrir
komandi átök í kvöld. Troy Wiley
er haldinn á braut og í hans stað
er kominn Anthony Lackey, sem
með tímanum ætti að geta fest sig
í sessi í hinu sterka liði Njarðvík-
ur.
Keflvíkingar hafa látið tvo út-
lendinga fara það sem af er vetri.
Jimmy Miggins og Mike Matt-
hews eru báðir horfnir á braut en
Nick Bradford, sem lék með
Keflavík á síðasta tímabili með
frábærum árangri, er kominn aft-
ur og Keflvíkingar orðnir full-
mannaðir og rúmlega það. Það má
því búast við hörkuleik milli erki-
fjendana í Njarðvík og Keflavík.
Verðum að halda einbeitingu
Einar Árni Jóhannsson, þjálf-
ari Njarðvíkur, sagði tapið gegn
Snæfelli í Ljónagryfjunni síðast-
liðinn mánudag vera visst víti til
varnaðar fyrir sína menn. „Þar
erum við ekki að leika nógu vel og
verðum að koma betur stemmdir
til leiks í kvöld,“ sagði Einar.
„Keflvíkingar byggja leik sinn
mikið á hraða og leika sterka
pressu- og svæðisvörn. Við höfum
titil að verja og ætlum að leggja
allt í það að leggja þá að velli.“
Einar sagðist ekki hafa miklar
áhyggjur af því álagi sem væri á
Keflavíkurliðinu um þessar
mundir. „Álagið er ekkert endi-
lega ókostur fyrir Keflavík. Það
er ekkert verra að spila reglulega
og æfa bara þeim mun minna.
Keflvíkinga eru búnir að vera
með þetta fyrir framan sig síðan
um mitt sumar og menn hafa hag-
að undirbúningnum í samræmi
við það þannig að þeir mæta brjál-
aðir til leiks.“
Falur Harðarson, aðstoðar-
þjálfari Keflvíkinga, sagði liðið
þurfa að taka sig saman í andlit-
inu ef miðað er við síðustu viður-
eign liðanna er liðin mættust í
Meisturum meistarana. „Sá leikur
var hörmulegur af okkar hálfu,“
sagði Falur. „Þriðji leikhluti fór
30-10, sem kostaði okkur í raun
leikinn. Það er mikil törn á okkur
þessa dagana og það er spurning
hvernig við náum að halda ein-
beitingunni eftir Evrópuleikinn
gegn Bakken Bears í gær.“
Að sögn Fals hefur Keflavík
sjaldan búið yfir mikilli hæð en
hraðinn hefur verið aðal liðsins.
„Við viljum spila hraðan bolta og
þess vegna virkaði t.d. ekki Mike
Matthews með liðinu. Ég sá
Njarðvík spila gegn Snæfelli á
mánudaginn var og þar var liðið
að spila ágætlega á köflum. Nýi
útlendingurinn var að spila sinn
fyrsta leik og á eftir að komast
betur inn í spilið hjá þeim. Þeir
eru samt örugglega búnir að segja
honum að vera brjálaður gegn
Keflavík enda er það Njarðvíking-
um í blóð borið,“ sagði Falur
Harðarson.
Guðlaugur Eyjólfsson, leik-
maður Grindavíkur, sagði brott-
hvarf Justins Miller vera mikinn
missi fyrir sína menn. „Þetta er
nátturlega hrikaleg tímasetning
fyrir okkur og hann var farinn að
finna sig betur og betur með
hverjum leiknum,“ sagði Guð-
laugur. „En þetta voru óviðráðan-
legar aðstæður. Hann gat ekki
verið áfram og ekkert við því að
gera.“
Höfum allt að sanna
Grindavík vann Snæfell í síð-
asta leik liðanna í fyrstu umferð
Intersportdeildarinnar. „Snæ-
fellsliðið var mjög sterkt í fyrra
og er búið að styrkja sig enn frek-
ar fyrir veturinn. Við berum fulla
virðingu fyrir því og höfum í
rauninni allt að sanna. Við erum
búnir að spila illa í vetur og þurf-
um virkilega að þjappa okkur vel
saman til að vinna Snæfell,“ sagði
Guðlaugur.
Torfi Freyr Alexandersson,
oftast kallaður Torfi „bróðir“ og
einn litríkasti stuðningsmaður
körfuboltans á Íslandi, sagði sína
menn í Snæfelli vera á mikilli
siglingu um þessar mundir. „Við
vorum að vinna KFÍ með tæplega
50 stigum og svo unnum við
sterkasta liðið í deildinni á útivelli
á mánudaginn var,“ sagði Torfi,
ánægður með gang mála. Hann
fullyrðir að nýir menn hafi þurft
aðlögunartíma og að ekki sé annað
að sjá en leikmenn Snæfells séu
farnir að vinna sem einn maður.
Snæfell er núna orðið ágætlega
smurt og miðað við leikinn gegn
Njarðvík er það fært í flestan sjó.
Við erum fullir bjartsýni fyrir
leikinn og vonumst eftir góðri
skemmtun í leikjunum tveimur í
kvöld,“ sagði stuðningsmaðurinn
litríki.
smari@frettabladid.is
NICK BRADFORD Keflvíkingurinn sterki
sést hér skora tvö stig í leik gegn Njarðvík í
fyrra.
46-47 sport (34-35) 18.11.2004 20.15 Page 3