Fréttablaðið - 16.12.2004, Side 19

Fréttablaðið - 16.12.2004, Side 19
19FIMMTUDAGUR 16. desember 2004 UPPSAGNIR Uppsagnir eru fyrir- hugaðar hjá Ratsjárstofnun vegna aukinnar sjálfvirkni í rekstri ratsjárstöðva stofnunar- innar. Ólafur Örn Haraldsson, sem unnið hefur að verkefnum hjá Ratsjárstofnun og tekur við forstjórastöðunni um áramótin, segir að hvorki liggi fyrir hversu mörgum verði sagt upp né hvenær. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins er líklegt að fleiri en tíu manns verði sagt upp. Í staðinn fyrir að vera með mannaða sólarhringsvakt í öllum fjórum stöðvum stofnunarinnar verður þremur þeirra fjarstýrt frá ratsjárstöðinni á Miðnesheiði. Nú er unnið að því að koma upp nauðsynlegum búnaði til þess að hægt verði að fara út í þessar breytingar. Gert er ráð fyrir að sjálfvirkni í rekstri stöðvanna aukist í áföngum og verði að fullu komin til framkvæmda haustið 2007. Alls starfa 79 manns hjá Rat- sjárstofnun, þar af 32 sem eru á sólarhringsvöktum. Ratsjárstofn- un rekur ratsjárstöðvar á Miðnes- heiði, Bolafjalli, Gunnólfsvíkur- fjalli og á Stokksnesi auk hugbún- aðarsviðs og birgðastöðvar á Keflavíkurflugvelli og skrifstofu í Reykjavík. Rekstur ratsjár- stöðvanna er alfarið fjármagnað- ur af bandarískum stjórnvöldum. - th Aukin sjálfvirkni í ratsjárstöðvum Ratsjárstofnunar: Hópuppsagnir fyrirhugaðar KEFLAVÍKURFLUGVÖLLUR Ratsjárstofnun rekur meðal annars ratsjár- stöð á Miðnesheiði. DÓMSMÁL Rúmlega þrítugur mað- ur var í Héraðsdómi Reykjavíkur dæmdur í þriggja mánaða skil- orðsbundið fangelsi fyrir kyn- ferðisbrot gegn systurdóttur sinni, sem er þroskahömluð. Sjálfur er maðurinn nokkuð þroskahamlaður og í slakri félags- legri stöðu. Maðurinn játaði þau brot sem honum voru gefin að sök í ákæru. Árið 1998 snerti maðurinn bak stúlkunnar með getnaðarlim sín- um. Þá sýndi hann henni fjórum sinnum klámmyndbönd á árunum 1998 til 2002. Maðurinn er sagður hafa, í skjóli aldurs síns og frænd- semi, notið ákveðinnar virðingar og trausts hjá stúlkunni sem hann hafi misnotað með háttsemi sinni. Við ákvörðun refsingar var litið til þess að maðurinn játaði brot sín greiðlega og að hann hefur ekki áður gerst sekur um refsi- verða háttsemi. Þótti dómnum rétt að skilorðsbinda dóminn í tvö ár vegna þess hversu langt er um liðið frá því að brotin voru framin og vegna þess að rannsókn máls- ins dróst. Barnasálfræðingur segir stúlk- una vera viðkvæmari fyrir en heilbrigð börn vegna þroskahöml- unar sinnar og eiga erfiðara með að vinna úr því sem hún varð fyrir. Einnig sé hún áhrifagjörn og auðvelt fórnarlamb. - hrs Umönnun aldraðra: Kvartanir á hverju ári ALDRAÐIR Landlæknisembættinu berast 3 til 4 kvartanir árlega vegna ónógrar umönnunar og hjúkrunar aldraðra sem dvelja á stofnunum, að sögn Matthíasar Halldórssonar aðstoðarlandlækn- is. Embættið hefði þurft að grípa inn í mál af þeim sökum, einkum þá með eftirliti. „Það er ekki um að ræða marg- ar kvartanir á ári, en þó alltaf ein- hverjar,“ sagði Matthías og bætti við að það væru þá aðstandendur sem kæmu kvörtununum á fram- færi. Embættið myndi þá sjá til þess að fólk gæti leitað réttar síns eða gætt þess að ekki væru ein- staklingar að störfum sem ekki teldust til þess hæfir. - jss TÖFRAHEIMUR Í HLÍÐASKÓLA Söngskólinn í Reykjavík sýndi Töfraheim krakkanna fyrir yngstu bekki Hlíðaskóla í gær. Söngskólinn í Reykjavík: Ópera í skólum SÖNGLEIKUR Yngstu bekkir grunn- skóla á höfuðborgarsvæðinu hafa síðustu daga skemmt sér vel yfir nemendaóperu Söngskólans í Reykjavík. Alls taka 28 nemendur söng- skólans þátt í sýningunni, sem nefnist Töfraheimur krakkanna og er eftir Maurice Ravel. Hún er sérsniðin fyrir krakkana en var sýnd í fullri lengd í tónlistarhús- inu Ými um helgina. Söngskólinn hefur heimsótt Engjaskóla, Víkurskóla, Hlíða- skóla og Klébergsskóla á Kjalar- nesi síðustu tvo daga en verður í dag í Háteigsskóla. - gag FR ÉT TA B LA Ð IÐ /S TE FÁ N Stéttarfélögin á Húsavík: Styrkir á aðventu STUÐNINGUR Stéttarfélögin sem að- ild eiga að Skrifstofu stéttarfélag- anna á Húsavík hafa ákveðið að færa Hvammi, heimili aldraðra á Húsavík, 650 þúsund krónur að gjöf til kaupa á baðkari fyrir heimilismenn í Hvammi. Þá hefur Verkalýðsfélag Húsavíkur ákveð- ið að gefa Heilbrigðisstofnun Þingeyinga 150 þúsund krónur til kaupa á sjúkrarúmi og Grunn- skóla Raufarhafnarhrepps 50 þús- und krónur, til kaupa á stafrænni myndavél. - kk Braut gegn þroskahamlaðri systurdóttur sinni: Skilorð fyrir kynferðisbrot 18-19 15.12.2004 19:50 Page 3

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.