Fréttablaðið - 16.12.2004, Side 32

Fréttablaðið - 16.12.2004, Side 32
Jólaleikur Sniðugur jólaleikur til að bæta vinnumóral er leynivinaleikur. Hver dregur nafn á einhverjum sem hann þarf að gleðja í ákveðinn tíma. Síðan gefur leynivinurinn sig fram rétt fyrir jól. Gjafirnar þurfa ekki að vera stórar heldur er þetta bara upp á gamanið.[ Fastar hefðir fylgja piparkökubakstrinum Andri og Helga María vanda sig við útskurðinn. Sjö bekkjarsystur úr sjö ára bekk á Húsavík hittast alltaf á aðventunni og baka pipar- kökur með börnunum sínum. Þær eru hressar vinkonurnar sem hafa bakað piparkökur saman á aðventunni í 14 ár, ásamt börnum sínum. Kjarnann mynda sjö konur sem voru bekkjar- systur í barnaskólanum á Húsa- vík frá sjö ára aldri en eru nú 43 ára og búa á höfuðborgar- svæðinu. Reyndar segjast þær gera margt fleira saman en að baka piparkökur. Í ár bökuðu þær úr um sex kílóum af hveiti og uppskriftin er alltaf sú sama. Hún er úr smiðju móður einnar í hópnum, Kristínar Helgadóttur. „Við erum svo heppnar að Kristín er heimilis- fræðikennari og hún hefur oftast gert deigið... við skemmtum okk- ur svo bara við að baka úr því,“ segja hinar ánægjulegar. Þær vinkonurnar eiga samtals hátt í 20 börn en það hefur verið svolítið misjafnt hve mörg taka þátt í bakstrinum. Stundum trufla íþróttaleikir, tónleikar og fleira. Þó hafa öll komið oft að bakstrin- um og sum á hverju ári síðan þau fæddust. Alls konar siðir hafa skapast í bökunarstandinu, til dæmis í sambandi við piparköku- mótin sem eru í mismiklu uppá- haldi. Sumar vinkonurnar hafa haft mikið fyrir að kaupa sér- kennileg mót erlendis og í ár bættust G-lykill og nóta, sætur snjókarl og hreindýr í safnið. Þótt þær stöllur væru fremur óhress- ar með mætinguna hjá börnunum þetta árið stefna þær ótrauðar á að halda piparkökubakstrinum áfram og virkja barnabörnin þeg- ar þar að kemur. ■ Taktu þátt í jólaleik Jóa útherja. Fjöldi glæsilegra vinninga dregnir út alla föstudaga á Skonrokk hjá Valtý Birni. Nánari uppl um vinninga á www.joiutherji.is Ármúla 36 • 108 Reykjavík s. 588 1560 • www.joiutherji.is Við eigum mikið úrval af töskum, bakpokum, fótboltum og o.fl. fyrir knattpyrnumanninn. Dömu og herrasloppar. Náttfatnaður, innigallar GULLBRÁ, Nóatún 17 s. 562-4217 Okkur á FRÉTTABLAÐINU og DV langar að óska blaðberum okkar gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári. Um leið viljum við óska eftir enn fleiri duglegum blaðberum í okkar raðir. Við erum með laus hverfi í ýmsum póstnúmerum, bæði um helgar og virka daga. Einnig vantar okkur fólk til að leysa af núna í jólamánuðinum. Áhugasamir hafi samband við dreifingu Fréttar ehf. í síma 515-7590. Ljúffeng máltíð með lágmarks fyrirhöfn Balti • Korma • Sweet & Sour • Tikka Masala fyrir alla fjöldskylduna Bómullarsatin og silkidamansk Góð gjöf gleymist ei Verið velkomin Skólavörðustíg 21 • Sími 551 4050 • Reykjavík Vandaður sængurfatnaður ] FR ÉT TA B LA Ð IÐ /P JE TU R Ragnhildur, dóttir hennar Emma, Bergljót og Sigríður Péturs virðast skemmta sér vel. Það er nóg að gera hjá Sigríði Ingvars, Kristínu og Helgu Maríu. Rebekka, Guðbjörg og Sigríður, oftast kölluð Sirrý, eru í góðum fíling, enda hljóma jólalögin af diskum. 32-33 (02-03) Allt jólin koma 15.12.2004 14.40 Page 2

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.