Fréttablaðið - 16.12.2004, Page 34

Fréttablaðið - 16.12.2004, Page 34
Nú er tími jólastellanna Agnes Ingvarsdóttir á Höfn hefur málað á 16 manna jólastell með alls kyns fylgi- hlutum. Handmáluð jólamatarstell úr postulíni eru ekki á hverju strái, hvað þá stell fyrir 16 manns með öllum fylgihlutum. Ein er samt sú kona sem á slíkar gersemar, gerð- ar með eigin hendi. Hún heitir Agnes og er Ingvarsdóttir. „Ég er ekki búin að mála á bollana ennþá og þarf að útvega mér þá frá Dan- mörku,“ segir hún eins og afsak- andi en getur þess jafnframt að ýmsir hlutir eins og föt og lausir diskar sem fylgi matarstellinu notist líka með kaffistellinu. Auk alls þessa hefur Agnes skreytt marga fleiri postulíns- hluti, bæði tengda jólum og ekki, og þær eru ófáar stundirnar sem að baki liggja enda er ekki kastað til höndum. Agnes býr á Höfn og hefur málað á postulín í rúm 20 ár eða frá því að Kolfinna Ketilsdóttir hélt fyrsta námskeiðið á Höfn í þeirri list og smitaði margar kon- ur. Sumar halda enn hópinn. „Við byrjuðum 1983 og Kolfinna er búin að halda okkur við efnið síð- an þótt heimsóknir hennar séu orðnar strjálli en í byrjun,“ segir Agnes. Hún getur þess líka að 20 konur á Höfn hafi sameinast um kaup á brennsluofni í fyrra svo þær geti málað og brennt þegar andinn kemur yfir þær. „Ofninn er þriggja fasa og þarf sérstaka rafmagnstengingu svo nú erum við að leita að heppilegu húsnæði fyrir hann svo við getum hafist handa. Það eru margar flinkar konur í hópnum og ein er að undirbúa sýningu,“ upplýsir Agn- es. Eitt er víst. Það verður fallega lagt á borð heima hjá Agnesi Ingv- arsdóttur um jólin. gun@frettabladid.is Býrð þú yfir upplýsingum um fíkniefnamál? Lestu þá inn upplýsingar 800 5005 SÍMSVARI Í FÍKNIEFNAMÁLUM Nafnleynd M arg fald a›u punktana flína Punkta›u fla› hjá flér! 5x20W + 1x40W hátalarar Spilar: DVD, CD, CD-R, CD-RW, MP3, JPEG og HDCD Dolby digital AM/FM útvarp me› 50 stö›va minni Allar a›ger›ir s‡ndar á skjá Fullkomin fjarst‡ring FRÁ ACE ELECTRONICS HEIMABÍÓ Safnkortshafar borga a›eins: Fullt ver›: 29.900 kr. Ver›gildi punkta: x15 H ám ark 1000 punktar á hvert tilbo› F í t o n / S Í A F I 0 1 1 3 1 9 14.990 kr. auk 1000 punkta JÓLATILBO‹! Bruce almighty á DVD fylgir! Glæsilegur borðbúnaður og súpan rétt ókomin. Agnes á orðið ýmsa hluti í kaffistellið en bollana vantar. Þetta er annar af jólaplöttunum sem Agnes málaði nú í haust. Hér er búið að dekka upp borð fyrir tvo og gert ráð fyrir for- rétti, aðalrétti og eftirrétti. Súputarínan og ölkannan eru með áletruninni Gleðileg jól á bakhlið. Vinalegt pipar- og saltpar. 34-35 (04-05) Allt jólin koma 15.12.2004 14.51 Page 2

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.