Fréttablaðið - 16.12.2004, Side 69

Fréttablaðið - 16.12.2004, Side 69
FIMMTUDAGUR 16. desember 2004 49 Fjölvaútgáfan hefur hafið mark-vissa endurútgáfu á hinum sívin- sælu Tinnabókum eftir belgíska teiknarann Hergé, sem flestar hafa verið uppseldar um langt árabil. Á síðasta ári komu fjórar bækur út í nýrri útgáfu og nú bætast aðrar fjór- ar í safnið. Þær eru: Kolafarmurinn, Fjársjóður Rögnvaldar rauða, Skurðgoðið með skarð í eyra og Veldissproti Ottókars. Í Kolafarminum lenda Tinni og Kol-beinn í miðri stjórnarbyltingu í Arabaríkinu Kémed þar sem þeir eru komnir á slóð hættulegra vopna- smyglara. Þeir fé- lagar lenda í bráðri lífshættu og komast að því að vopnasölu- hringurinn stund- ar einnig þræla- sölu með grun- lausa pílagríma. Óbótamennirnir svífast einskis en þeir félagar sýna af sér mikla hetju- lund við að reyna að bjarga vesalings pílagrímunum og sjálfum sér um leið. Fjársjóður Rögnvaldar rauða erframhald af bókinni Leyndar- dómur Einhyrn- ingsins sem kom út í fyrra. Það er í þessari bók sem prófessor Vand- ráður kemur fyrst til sögunnar og hann fer ásamt Tinna og Kolbeini alla leið til Karíbahafsins í leit að fjársjóði Rögnvaldar rauða. Við þá leit kemur dvergkafbáturinn sem prófessor Vandráður hannaði sér vel. Verðmætu skurðgoði sem á upp-runa sinn að rekja til Arúmba- indíána í Suður-Ameríku er stolið eina nóttina af stalli sínum í sýning- arsal Þjóðfræða- safnsins. Skurð- goðið með skarð í eyra fjallar um þetta og Tinni fer í að rannsaka málið, en það vekur mikla undr- un að degi síðar hefur skurðgoð- inu verið skilað aftur á sinn stað. Ekki er þó allt sem sýnist og fyrr en varir er Tinni kominn alla leið til Suður-Ameríku á slóð hinna blóðþyrstu Arúmba-indíána og þar lendir hann í mörgum háska. Í bókinni Veldissproti Ottókarskonungs fer Tinni til Mið-Evrópurík- isins Sýldavíu, í fylgd hins virta inn- s i g l i s f ræð ings p r ó f e s s o r s Allsodds. Sá er þó ekki allur þar sem hann er séð- ur og Tinni kemst að því að í upp- siglingu er stjórn- arbylting sem stýrt er frá ná- g r a n n a r í k i n u Bordúríu. Allt tengist þetta hinum forna veldis- sprota sem er stolið en í lokin er það sjálfur Tobbi, hinn knái hundur og besti vinur Tinna, sem bjargar mál- unum. Bækurnar eru innbundnar í stórubroti, 62 blaðsíður hver og þýdd- ar af Lofti Guðmundssyni og Þor- steini Thorarensen. NÝJAR BÆKUR BESTA SPILIÐ FYRIR ÞÁ SEM NENNA AÐ HUGSA Carcassonne hefur broti› bla› í sögu bor›spila. Í sta› fless a› spilinu sé ra›a› upp í byrjun, er a›eins lag›ur ni›ur einn lítill reitur(ferningur). fiátttakendur ra›a sí›an sjálfir upp spilinu me› flví a› draga ferninga, sem byggja upp spilabor›i› og spila jafn- framt út sínum förunautum á bor›i›. Reglurnar eru einfaldar og fljótlær›ar mi›a› vi› d‡pt spilsins. Í hverju spili er uppi n‡ sta›a og möguleikarnir eru síst færri en í skák. Ómissandi vi›bót fyrir alla a›dáendur Carcassonne, me› fjölmargar spennandi og áhættusamar n‡jungar. Kóngar, krár og kirkjur er vi›auki vi› grunnspili›. • Margver›launa› spil • Eitt mest selda spili› • Spil ársins í Evrópu • Einfaldar reglur Sigurvegari Íslandsmótsins í Carcassonne 2004, Georg Haraldsson (í mi›ju), fór á heimsmeistaramóti› í fi‡skalandi í október s.l. www.spil.is Kóngar, krár og kirkjur Illa farið með góða sögu Fyrir tólf árum fékk Þorgrímur Þráins- son símtal frá konu með skilaboð að handan. Konan var skyggn og vildi segja honum sögu Guðbjargar Guð- rúnardóttur sem fyndi ekki frið á himnum uppi fyrr en einhver myndi festa sögu hennar á blað. Skömmu síðar kom annar miðill til Þorgríms með skilaboð frá Guðbjörgu um verð- andi fasteignaviðskipti hans og eigin- konu. Eftir grúsk og heimildaöflun hóf Þorgrímur skriftir og afraksturinn birtist okkur í sögulegri skáldsögu sem ber titilinn Allt hold er hey. Lífshlaup Guðbjargar er þyrnum stráð. Hún elst upp hjá ömmu sinni sem kennir henni grasafræði og nátt- úrulækningar en fer ung að heiman eftir að verða vitni að óhugnanlegum atburði. Hún lendir upp á kant við ógeðfelldan sýslumann sem veit ekki hvort hann á að hata hana eða elska og endar með að dæma hana rang- lega í útlegð með holdsveiku fólki og nokkrum ungmennum í hellisskúta uppi á fjöllum. Þar hafast þau við í þónokkur ár þar til jörðin opnast og Skaftáreldar hrekja þau til byggða. Þorgrímur er einna þekktastur fyrir barna- og unglingabækur en Allt hold er hey er fyrsta skáldsaga hans ætluð fullorðnum. Sagan af Guðbjörgu er kynngimögnuð en því miður tekst höf- undi ekki að gera henni nægilega góð skil. Textinn er upphafinn, sögumaður kraftlítill og fléttan mistæk. Sagan er í sjálfu sér spennandi en með því að undirbúa lesendur of vel undir það sem koma skal og gefa of margt upp of snemma í fléttunni þá hverfur öll margræðni og uppbygging spennu klúðrast. Mannlýsingar eru á sama hátt ekki góðar en bókin einkennist af ein- hliða manngerðum. Annað hvort eru persónurnar góðar eða vondar. Ekkert þar á milli. Og til að illska illmennanna fari ekki á milli mála þá er hverju ein- asta fólskubragði þeirra lýst í smáatrið- um - sem verður hjákátlegt innan um hátíðlega orðræðuna. Þótt margt í skáldsögunni hafi farið fyrir ofan garð og neðan þá heldur sagan af ótrúlegri ævi Guðbjargar manni spenntum. Úti- legufólk á tímum mestu náttúruham- fara landsins er forvitnilegt umfjöllun- arefni og tekst Þorgrími ágætlega að lýsa hellalífinu. Honum mistekst hins vegar að skapa trúverðuga sögu af þeirri ástæðu einni saman að hann treystir ekki lesendum sínum. Hann er vanur að skrifa bækur fyrir yngri kyn- slóðina þar sem allt er skýrt og skorin- ort en í fullorðinsbókmenntum verður að gefa kost á túlkun; það á að vera hægt að geta í eyðurnar. Allt hold er hey er ágætis afþreying en ekki mikið meira en það. BÓKMENNTIR HLYNUR PÁLL PÁLSSON Allt hold er hey Höf: Þorgrímur Þráinsson Útg: Andi ehf. ÞORGRÍMUR ÞRÁINSSON 68-69 (48-49) Menning 15.12.2004 20:16 Page 3

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.