Fréttablaðið - 16.12.2004, Side 73

Fréttablaðið - 16.12.2004, Side 73
FIMMTUDAGUR 16. desember 2004 Grand Rokk - You´ll never drink alone. Föstudagskvöld með Gísla Marteini ! Síðasta Pub Quiz spurningarkeppnin á Grand Rokk þetta árið verður föstudaginn 17. des. kl. 17.30. Spyrill að þessu sinni verður enginn annar en hinn geðþekki sjánvarpsmaður Gísli Marteinn Baldursson. Nú fer hver að verða síðastur að svara fyrir sig á Grand Rokk ! Hljómsveitin Fimm á Richter heldur uppi stuðinu föstudag og laugardag. Idol á breiðtjaldi, Poolbor og boltinn í beinni alla helgina. Classic Sportbar Ármúla 5 Við hliðina á gamla Hollywood Jóladartmót laugardag kl. 12 • Frítt inn • Stór á krana 500 kr. 3.000 kr. Diesel ávísun fylgir öllum GSM símum. ÍS LE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S O G V 2 64 43 12 /2 00 4 NOKIA 3220 Heitasti myndavélasíminn 16.900 kr. Komdu í Og Vodafone verslun, smelltu þér á www. ogvodafone.is eða hringdu í 1414 fyrir nánari upplýsingar. Styrktarforeldrar óskast - sos.is SOS - barnaþorpin S: 564 2910 Laugardaginn síðastliðinn voru fluttar í Hallgrímskirkju þrjár fyrstu kantöturnar í Jólaóratoríu Jóhanns Sebastians Bach. Flytj- endur voru Schola cantorum og The Hague International Baroque Orchestra ásamt einsöngvurunum Elfu Margréti Ingvadóttur, Guð- rúnu Eddu Gunnarsdóttur, Eyjólfi Eyjólfssyni og Benedikt Ingólfs- syni. Stjórnandi var Hörður Ás- kelsson. Nú um stundir, þegar Jóla- óratoría Johanns Sebastians Bach hljómar víða um lönd, er hollt að minnast þess að tónlist hans naut ekki almenningshylli meðan hann var sjálfur á lífi. Þvert á móti var hún á stundum harðlega gagn- rýnd. Til dæmis taldi Johann Adolf Scheibe, fræðimaður, tón- skáld og samtímamaður Bachs, hana innihalda of mikinn kontra- punkt, of viðamiklar laglínur, of mikla byggingu og vera yfirleitt hið mesta torf. Þetta er sú sama gagnrýni og atgervismenn meðal tónskálda hafa jafnan mátt þola og þola enn þann dag í dag fyrir að leggja sig fram í list sinni og höfundur frægs leikrits um Ama- deus sauð niður í eina setningu; „of margar nótur“. Jólaóratorían stóð í mönnum jafnvel lengur en önnur stórvirki Bachs fyrir þá sök að hún var að verulegu leyti sett saman úr kant- ötum um veraldleg efni sem hann hafði áður samið. Jafnvel hinn mikli frumkvöðull um Bach-rann- sóknir, Spitta, átti erfitt með að sætta sig við þetta. Hinn hrífandi kórkafli í upphafi verksins „Jauchzet, frohlocket! auf, preiset die Tage“ var upphaflega saminn við orðin „Tönet, ihr Pauken! Erschallet, Trompeten“ úr kantötu um afmæli prinsessu nokkurrar og hljóðfæravalið er í samræmi við það. Þorsteinn Valdimarsson gerir sér mat úr þessu í ágætri þýðingu sinni sem birt var í efnisskrá tón- leikanna og má segja að hann taki sér hár úr báðum lokkum og snúi úr einn þráð. Hann segir „Dunið, þér bumbur, þér básúnur, hljómið! Berist til himins vort lofsöngva- mál.“ Hvernig sem málinu er velt og snúið mun vandfundin sannari tjáning á gleði hins trúaða manns yfir fagnaðartíðindum jólaguð- spjallsins en þessi kórkafli. Hljómsveitin sem þarna lék er skipuð ungu fólki frá ýmsum lönd- um sem numið hefur í tónlistar- skólanum í Haag og leikur á svokölluð upprunaleg hljóðfæri. Sú tíska hefur verið við lýði um árabil og mætti margt um hana segja, þótt ekki gefist rúm til þess hér. Þarna var á ferðinni fyrsta flokks tónlistarfólk. Var til þess tekið hve hljómblærinn var fallegur og við- eigandi við tónlistina. Þá var hljóð- fallsleg nákvæmni oft mjög góð. Hins vegar gerir lítið styrksvið hinna upprunalegu hljóðfæra það að verkum að dýnamísk tilþrif verða af nauðsyn takmörkuð. Tón- list Bachs gefur þó oft góð tilefni til slíkrar túlkunar. Hljómsveitin hafði heldur ekki í fullu tré hvað styrk varðaði við Schola cantorum, sem söng mjög vel með skýrleika og fögrum hljómi á þessum tónleik- um. Það er gaman að heyra hve vel hinir ungu einsöngvarar, sem þarna sungu, stóðu sig. Þótt finna mætti snurður á stöku stað fer ekki milli mála að þar fór fólk sem á eftir að blómstra í framtíðinni. Þessir tónleikar voru í senn ánægjulegir og endurnærandi og var það ekki síst að þakka stjórn- andanum Herði Áskelssyni. ■ Stórvirkið sem stóð í mönnum SCHOLA CANTORUM Söng mjög vel með skýrleika og fögrum hljómi á þessum tónleikum.  20.00 Árlegir jólatónleikar Blásara- kvintetts Reykjavíkur undir heit- inu "Kvöldlokkur á jólaföstu" verða haldnir í kvöld í Fríkirkjunni í Reykjavík. Að venju verða leiknar hljómfagrar serenöður eða kvöld- lokkur, að þessu sinni eftir Goun- od, Mozart og Krommer.  20.30 Gunnar Gunnarsson organisti og Sigurður Flosason saxófónleikari halda tónleika í Stokkseyrarkirkju í tilefni af út- komu geisladisksins "Drauma- landið". Gert verður hlé á tónleik- unum og mun síðari hluti þeirra fara fram handan götunnar í Tón- minjasetri Íslands, Hafnargötu 9.  21.00 Útgáfutónleikar hljómsveitar- innar The Foghorns verða á Nelly's. Þórir og KGB hita upp.  22.30 Sessý & Sjonni verða með tónleika á Cafe Victor.  22.30 Michael Pollock fagnar jól- um með tónleikum á Café Rosen- berg. Upplýsingar um viðburði og sýningar sendist á hvar@frettabladid.is ekki síðar en sólarhring fyrir birt- ingu. TÓNLIST FINNUR TORFI STEFÁNSSON Jólaóratoría J.S.Bach Hallgrímskirkja Flytjendur: Schola cantorum, The Hague International Baroque Orchestra, Elfa María Ingvarsdóttir, Guðrún Edda Gunnarsdóttir, Eyjólfur Eyjólfsson og Benedikt Ingólfsson. Stjórnandi: Hörður Áskelsson. 72-73 (52-53) Slanga 15.12.2004 20:58 Page 3

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.