Fréttablaðið


Fréttablaðið - 16.12.2004, Qupperneq 80

Fréttablaðið - 16.12.2004, Qupperneq 80
SÍMANÚMER FRÉTTABLAÐSINS: 550 5000, fax: 550 5099 Ritstjórn: 550 5005, fax: 550 5006, ritstjorn@frettabladid.is Auglýsinga- og markaðsdeild: 550 5010 - fax 550 2727, auglysingar@frettabladid.is Veffang: visir.is VI Ð S EG J U M F R É T T I R SM Á A U G L Ý S I N G AS Í M I N N E R 550 5000 69%Vi› segjum fréttirFlestir velja Fréttablaðið!Fréttablaðið er sá miðill sem flestir Íslendingar veljasem sinn á hverjum degi*Vertu séður, auglýstu þar sem viðskiptavinur þinn er.* GALLUP NÓV. 2004 TRÚ Mikil umræða hefur verið í fjöl-miðlum að undanförnu um trú og trúarbrögð. Bæði hafa trúaðir og vantrúaðir skipst á skoðunum. Mér finnst trúin vera eins og kærleikur- inn. Það er ekki hægt að rökræða um þau. Fyrir mér sem trúuðum manni er trúin persónuleg reynsla mín eins og hjónaband mitt. Ég get ekki rifist við einhvern í fjölmiðlum um það hvort ég elski konuna mína eða hvort ég sé hálfviti að treysta henni. Ég elska konuna mína. Einhver sem elskar hana ekki getur ekki skilið það. Við værum ekki að ræða um það sama. SÚ ÁST sem um er rætt er ekki ást. Trúin er ekki endilega lógísk, ekki frekar en vonin. Trú hefur ekkert með vitsmuni eða menntun að gera. Jesús var ekki menntamaður sem sló um sig með kenningum og nöfnum fræðimanna. Hann lifði það sem hann sagði, ólíkt fræðimönnunum sem of- sóttu hann. Þeir vissu allt og kunnu allt en vantaði umburðarlyndi, mis- kunnsemi og kærleika. Og það er svo- lítið mikið. TRÚ ER allt í kringum okkur og í öllu sem við gerum. Við erum öll trú- uð á margan hátt. Þegar ég vakna á morgnana er ég uppfullur af trú. Ég veit ekki hvernig dagurinn verður en ég hef mínar vonir. Ég vil trúa því að allt verði gott. Ég geri það ekki til að blekkja mig eða til að gera mér lífið of auðvelt. Við neyðumst til að notast við trú því við vitum ekki allt. Hvern- ig væri lífið ef það væri enginn kær- leikur eða trú? ÉG KOMST á þann stað í lífinu þar sem enginn mannlegur máttur gat hjálpað mér. Ég hafði reynt allt. Í staðinn fyrir að gefast bara upp, sem virtist það eina rétta í stöðunni, ákvað ég að halda áfram í blindri von um að ekki væri allt vonlaust. Og það reynd- ist mér til happs. Ég fékk trú á Guð og ekki bara hann heldur líka á sjálf- an mig sem Guðs barn og annað fólk sem Guðs börn líka. Þessi trú hefur gert líf mitt hamingjuríkara en það var áður. EF KÆRLEIKURINN er einungis lífeðlislegt fyrirbæri sem á sér rætur í ótta mannsins við einsemd sína þá er ég illa svikinn. En mér finnst það fyrst og fremst leiðinleg kenning sem gerir lítið úr andlegum mætti mannsins. Og ef það væri sannað fyrir mér, með vís- indalegum aðferðum, að kærleikurinn væri ekki til þá mundi ég samt halda áfram að trúa á kærleikann. JÓNS GNARR BAKÞANKAR 80 (60) Bak 15.12.2004 21:03 Page 2
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.