Fréttablaðið


Fréttablaðið - 20.06.2005, Qupperneq 8

Fréttablaðið - 20.06.2005, Qupperneq 8
15. júní 2005 MIÐVIKUDAGUR Líf mitt snerist um tuttugu skref á salerni Frönsku bla›akonunni Florence Aubenas var um helgina sleppt úr fimm mána›a haldi mannræningja. Hún ræddi vi› bla›amenn á fundi í París í gær. Bergflór Bjarnason var á me›al fleirra sem hl‡ddu á frásögn bla›akonunnar. GÍSLATAKA „Ég var í fimm mánuði með bundið fyrir augun í svörtum loftlausum kjallara án þessa að segja orð,“ sagði Florence Aubenas, blaðakona franska dag- blaðsins Libération á blaðamanna- fundi í París í gær. Hún lýsti þar þeim aðstæðum sem hún bjó við ásamt írönskum fylgdarmanni sínum, Houssein Hanoun al-Saaid. Rödd hennar var rám en hún sagði það stafa af því að í fimm mánuði hefði hún nánast ekkert sagt og nú hefði hún tekið upp fyrri iðju, að tala stanslaust. Florence og Houssein voru í haldi mannræningja í 157 daga, um áttatíu kílómetra fyrir utan Bagdad. Þar bjuggu þau í kjallara, bundin á höndum og fótum með bundið fyrir augun, án þess að sjá mun á nóttu eða degi. Hún sagði frá í léttum tón en um leið tók hún fram það væri sín aðferð til að komast heil frá þessari reynslu. Henni hefði ekki verið hlátur í huga meðan á haldinu stóð, enda bjóst hún jafnvel við því að verða þá og þegar tekin af lífi. Florence sagðist í upphafi hafa verið sökuð um njósnir og að það hefði vakið hlátur mannræningjanna að Frakkar sendu konu til Íraks til að fjalla um stjórnmálaástandið í landinu. „Líf mitt snerist um tuttugu skref á salerni og til baka og örfá orð við verðina: t.d. „númer 6, kló- sett,“ sagði Florence en 6 var hennar númer sem gísls. Hrein- læti fólst í einni sturtu á mánuði, maturinn var brauð og egg á morgnana og hrísgrjón í hádeg- inu. Þess á milli var óendanlegur tíminn sem virtist aldrei ætla að líða í herbergi sem var um það bil fjórir metrar á lengd og tveir á breidd. Eitt sinn var hún sökuð um að tala við gísl sem deildi með henni herbergi og þrátt fyrir neit- un voru þau bæði leidd út og bar- in. Það var ekki fyrr en fyrir tíu dögum þegar frelsun hennar lá í loftinu að Florence komst að því að mánuðum saman hafði hún set- ið í svörtum kjallaranum á dýnu á móti leiðsögumanni sínum, Houssein Hanoun al-Saaid. „Mér líður allt í einu miklu betur,“ voru fyrstu orð Florence Aubenas við komuna til Frakk- lands er hún var spurð um líðan sína. Þau mælti hún með bros á vör. Hún sýnir ótrúlegan andlegan styrk, þrátt fyrir slæman aðbúnan undanfarið og hún virðist enn sjálfri sér lík. Því er þó ekki að neita að það var óttalega föl og horuð kona sem sagði sögu sína á blaðamannafundinum og í augna- ráði hennar var dapurleiki. Margir gíslar komast ekki lif- andi heim. Oftast er um að ræða Íraka sem ekki hafa nein ráð eða sambönd til að greiða mannræn- ingjum lausnargjald. Margt er enn á huldu um brottnám og frels- un Florence og Husseins, til dæm- is hvort lausnargjald hafi verið greitt. Sjálf segist hún aldrei hafa heyrt talað um peninga. Frönsk yfirvöld halda fast við þá opin- beru stefnu að svo sé ekki, en sterkur orðrómur er á kreiki í fjölmiðlum í Frakklandi um að fjórar milljónir dollara hafi verið greiddar fyrir Florence og Houssein. Því neitar Philippe Douste-Blazy, utanríkisráðherra. Ýmislegt verður aldrei skýrt þar sem leyniþjónustan franska tók á móti blaðakonunni og yfirheyrði hana við komuna til Frakklands. Því má ljóst vera að hún getur ekki sagt allan sannleikann. Bergþór Bjarnason/París FJARSKIPTI Póst- og fjarskiptastofn- un vakti í gær athygli á breytingum sem Síminn hefur gert á tímamæl- ingu símtala. Annan júní hætti fyr- irtækið að innheimta gjöld sam- kvæmt sekúndumælingu í einstak- lingsáskriftum farsíma. Nú er gjaldfært fyrir fyrstu mín- útu hvers símtals innan kerfis Sím- ans og svo fyrir hverjar 10 sekúnd- ur eftir það. Ef hringt er út fyrir GSM kerfi Símans eru fyrstu 20 sekúndurnar gjaldfærðar og síðan hverjar 10 sekúndur. “Samkvæmt upplýsingum frá Símanum mun þessi breyting á gjaldtöku leiða til þess að gjöld farsímanotenda með einstaklingsáskrift, sem ekki nýta sér sparnaðarleiðir, hækka að með- altali um 2.880 kr. á ári,“ segir stofn- unin og taldi ólíklegt að neytendur hefðu orðið varir við tilkynningu um breytinguna á vef Símans. Í tilkynningu Síman segir að nýj- ar sparnaðarleiðir og tilboð sem kynnt hafi verið nýverið feli í sér fleiri kosti fyrir viðskiptavini og geti sparað þeim peninga. „Sparnað- ur þeirra viðskiptavina Símans sem munu nýta sér nýjar sparnaðarleið- ir mun geta numið allt að 11.820 kr. að jafnaði á ári,“ segir þar og árétt- að að viðskiptavinir geti kosið að vera áfram í sekúndumælingu. -óká Póst- og fjarskiptastofnun gagnrýnir vinnubrögð Símans: Sekúndumælingum í farsímakerfinu hætt VERSLUN SÍMANS Í KRINGLUNNI Póst- og fjarskiptastofnun vakti í gær athygli á breytingum á gjaldtöku Símans sem bara voru kynntar á vef fyrirtækisins. Í tilkynn- ingu Símans er bent á að Og Vodafone stundi sambærilega tímamælingu og fyrir- tækið hefur tekið upp. Í GÍSLINGU Blaðakonan bjó við þröngan kost í fimm mánaða langri prísund sinni enda dró fljótlega að henni. Þrátt fyrir þetta sýndi hún ótrúlegt sálarþrek. FLORENCE AUBENAS Aubenas lék á als oddi á blaðamannafundinum í París í gær. Hún sagði meðal annars frá því að mennirnir sem rændu henni gáfu henni ilmvatn og skartgripi að skilnaði þegar þeir létu hana lausa og jafnframt skiluðu þeir handtösku hennar. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /A P
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.