Fréttablaðið - 20.06.2005, Side 12

Fréttablaðið - 20.06.2005, Side 12
12 15. júní 2005 MIÐVIKUDAGUR Menningarauki í mi›borginni Forsvarsmenn Listahá- skólans vilja að nýtt hús skólans rísi við gömlu höfnina í Reykjavík. Það yrði um ellefu þúsund fermetrar og er kostnað- ur áætlaður á þriðja milljarð króna. Stjórn Listaháskóla Íslands hefur farið þess á leit við borgarstjóra og menntamálaráðherra að skólanum verði fundin lóð á bakka gömlu hafnarinnar í Reykjavík. Þar á tón- listar- og ráðstefnuhús að rísa og standa ríki og borg saman að þeirri framkvæmd. Listaháskólinn var stofnaður 1999 og hefur síðan verið starfrækt- ur í þremur húsum í Reykjavík. Af því hefur hlotist margvíslegt óhag- ræði og brýnt að mati stjórnenda skólans að koma starfseminni undir eitt þak. „Ávinningurinn af sambúð list- greinanna nýtist okkur ekki nema að litlu leyti meðan við erum klof- in,“ segir Hjálmar H. Ragnarsson, rektor Listaháskólans. „Rekstrar- lega er þetta líka þungt og erfitt, við þurfum þrennt af öllu því við erum á þremur stöðum. En það er aðal- lega þessi kraftur í sambúð listanna sem við teljum að geti margfaldast í einu húsi,“ segir rektor. Húsnæðismál Listaháskólans hafa verið til umræðu frá því áður en hann var formlega stofnaður en senn gæti séð fyrir endann á þeim. Hjálmar velkist ekki í vafa um að miðborg Reykjavíkur sé rétti staðurinn fyrir Listaháskóla Ís- lands. Hann segir nauðsynlegt að krafturinn sem skólinn býr yfir nýt- ist samfélaginu öllu og það gerist best í miðborginni. Þá sé samlegð starfseminnar með þeim stofnunum og fyrirtækjum sem þar eru fyrir augljós. „Svæðið getur öðlast enn meira líf með okkur. Í skólanum er starfsemi frá morgni til kvölds flesta daga vikunnar á meðan tón- listarhúsið verður meira viðburða- tengt.“ Skólinn sé ekki einasta menntastofnun heldur líka miðstöð menningar og listar. Það er því ekki bara skólans vegna heldur líka borgarsamfélags- ins sem miðborgin er hentugur staður. „Ég held að það hljóti að vera eftirsóknarvert fyrir miðborg- ina að fá þennan hóp af fólki til sín. Við erum ekki bara að tala um kenn- ara og nemendur heldur mun fjöldi listamanna og fólks sem tengist list- um eiga hér leið um og gestir koma frá útlöndum og utan af landi. Svo er vert að nefna að um þriðjungur af húsnæðinu sem við hyggjumst byggja er fyrir almenning. Hér verða margskonar listviðburðir og uppákomur af hvaða tagi sem er.“ Áætlanir gera ráð fyrir að nýtt hús Listaháskólans verði um 11.000 fermetrar og að það kosti á milli tvo og þrjá milljarða króna að reisa það. Að mati Hjálmars er nægt pláss fyrir stórt hús á byggingarreitunum við gömlu höfnina og í erindinu til borgarstjóra og menntamálaráð- herra sé verið að biðja um að skól- inn verði hafður með í þróunar- og skipulagsferlinu sem nú stendur. Og hann er bjartsýnn á að erind- inu verði vel tekið af yfirvöldum og að hægt verði að setja skólann í nýju húsi við gömlu höfnina í Reykjavík haustið 2008. „Ég er mjög bjartsýnn. Skólinn er sterkur og ímynd hans er góð, vitund um gildi háskóla í samfélag- inu er að aukast og menntamálaráð- herra hefur lýst yfir að hann telji byggingu Listaháskóla Íslands vera forgangsmál á sviði háskólamála.“ bjorn@frettabladid.is „Ef laugin hefur sett þessar reglur er sjálfsagt að fara eftir þeim,“ segir Ein- ar Birgir Steinþórs- son, skólameistari Flensborgarskóla, um að drukknum sjómönnum hafi verið vísað frá Suð- urbæjarlaug. Í frétt Fréttablaðsins kemur þó fram að sjómennirnir, sem eru af rússneskum og lettneskum tog- urum sem liggja í Hafnarfirði, séu yf- irleitt mjög kurteisir og prúðir. Einar Birgir telur að reglurnar hafi lík- lega verið settar með öryggishags- muni í huga og þeim eigi að fylgja hvort sem um sé að ræða innlenda eða erlenda gesti. Einar Birgir hefur ekkert á móti því að skipverjar erlendra togara kryddi bæjarlífið í Hafnarfirði. „Hafnarfjörður reynir að taka vel á móti öllum,“ seg- ir hann. Fara á eftir reglum DRUKKNUM VÍSAÐ ÚR SUÐURBÆJARLAUG SJÓNARHÓLL „Það er allt þokkalegt að frétta, sumarið er komið og það er að hlýna og lifna yfir öllu,“ segir Sveinn Bernódusson járnsmíðameistari og formaður Framsóknarfélags Bol- ungarvíkur. Sveinn segir að það sé þokkalegt að gera í járnsmíðunum þó það megi auðvitað alltaf vera meira. En hann hefur þá að minnsta kosti tækifæri til að fara í sumarfrí. „Ég er að spá í að skella mér til Spánar í hálfan mánuð. Benidorm nánar til- tekið. Ég hef farið þangað áður og líkaði vel, það var gott að slappa af þarna en maður getur ekki verið lengur en hálfan mánuð. Það er passlegur tími.“ Flokksbræður Sveins á þingi og í ríkisstjórn hafa verið í kastljósi fjölmiðlanna undanfarið og hann hefur ekki farið varhluta af því. „Já, þeir eru mikið í fréttum og ekki er það allt jákvætt. En ég er ekki viss um að þeir sem liggja undir ámæli séu sekir um jafn al- varlegar syndir og þeim er gefið að sök.“ Sveinn hefur miklar mætur á Kristni H. Gunnarssyni og sam- mála honum um að það þurfi að stokka upp í kvótakerfinu. „Þetta er bara orðin svo gömul lumma þetta bannsetta kvótakerfi og ég hef orðið var við það á stærri sam- komum Framsóknarflokksins að þetta er eins og að nefna snöru í hengds manns húsi að minnast á kvótakerfið. Það bara má ekki ræða þetta.“ ■ Á lei› til Benidorm í hálfan mánu› HVAÐ ER AÐ FRÉTTA? SVEINN BERNÓDUSSON JÁRNSMÍÐAMEISTARI nær og fjær „Berglind fékk a›eins í baki› en vi› komumst ekki a› flví fyrr en eftir á.“ BJÖRGVIN FRANZ GÍSLASON LEIKARI UM UMFERÐARÓHAPP SEM HANN LENTI Í. DV. „fietta er hrífandi end- ir, Bubbi hugsar ekki illa til Brynju heldur a›eins af hreinni, tærri ást.“ ARNAR EGGERT THORODDSEN BLAÐAMAÐUR Á MORGUNBLAÐINU Í GAGNRÝNI Á ÁST, NÝJA PLÖTU BUBBA MORTHENS. OR‹RÉTT„ “ 1. flokki 1989 – 59. útdráttur 1. flokki 1990 – 56. útdráttur 2. flokki 1990 – 55. útdráttur 2. flokki 1991 – 53. útdráttur 3. flokki 1992 – 48. útdráttur 2. flokki 1993 – 44. útdráttur 2. flokki 1994 – 41. útdráttur 3. flokki 1994 – 40. útdráttur H V ÍT A H Ú S IÐ / S ÍA Nú hefur farið fram útdráttur húsbréfa í eftirtöldum flokkum: Útdráttur húsbréfa Húsbréf Koma þessi bréf til innlausnar 15. ágúst 2005. Öll númerin verða birt í Lögbirtingablaðinu. Auk þess eru númer úr fjórum fyrsttöldu flokkunum hér að ofan birt í Morgunblaðinu, miðvikudaginn 15. júní. Upplýsingar um útdregin húsbréf má einnig finna á heimasíðu Íbúðalánasjóðs: www.ils.is. Borgartúni 21 105 Reykjavík Sími 569 6900 Fax 569 6800 BJARTSÝNN REKTOR Hjálmar H. Ragnarsson er bjartsýnn á að byggt verði yfir Listahá- skólann við gömlu höfnina í Reykjavík. Hann sér marga kosti við að skólinn rísi í miðborg- inni, bæði fyrir skólann og mannlífið í borginni. OG Á SÖLVHÓLSGÖTU 13. NÚVERANDI HÚSAKYNNI Listaháskólinn er nú starfræktur á þremur stöðum í borginni. Í SKIPHOLTI 1 Í LAUGARNESI FR ÉT TA B LA Ð IÐ /H EI Ð A FR ÉT TA B LA Ð IÐ /T EI TU R Háskóli Íslands: Útskrifa› í Egilshöll Útskrift Háskóla Íslands fer fram í Egilshöll í Grafarvogi þetta sumar- ið. Verður hún laugardaginn 25. júní og hefst klukkan 13. Er áætlað að hún standi í tvær og hálfa klukku- stund. Síðustu ár hefur athöfnin farið fram í Laugardalshöll en hún er nú lok- uð vegna við- halds og breyt- inga. Áður fór útskriftin fram í Háskólabíói en það hefur löngu sprengt athöfnina utan af sér enda hefur nemum við HÍ fjölgað mjög. Þetta verður í síðasta sinn sem Páll Skúlason brautskráir nema frá Háskólanum en hann lætur af emb- ætti rektors tæpri viku eftir athöfn- ina. Við tekur Kristín Ingólfsdóttir sem bar sigur úr býtum í rektors- kjöri fyrr á árinu. Um 800 nemendur útskrifast frá Háskóla Íslands að þessu sinni. - bþs PÁLL SKÚLASONEINAR BIRGIR STEINÞÓRSSON

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.