Fréttablaðið - 20.06.2005, Side 13

Fréttablaðið - 20.06.2005, Side 13
MIÐVIKUDAGUR 15. júní 2005 13 ÍS LE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S L BI 2 87 29 06 /0 5 UMFERÐ KARLA mið. 15. júní 19:15 ÍA - Keflavík mið. 15. júní 20:00 Valur - FH fim. 16. júní 19:15 Grindavík - KR fim. 16. júní 19:15 Fylkir - Fram fim. 16. júní 19:15 Þróttur R. - ÍBV UMFERÐ KVENNA þri. 14. júní 20:00 Stjarnan - Breiðablik þri. 14. júní 20:00 KR - Keflavík þri. 14. júní 20:00 ÍA - FH lau. 18. júní 14:00 Keflavík - ÍBV (v.óf.) 410 4000 | | www.landsbanki.is Við styðjum íslenska knattspyrnu með stolti 6. |6. Vínbúð opnuð á Reyðarfirði: Ölvun ekki aukist Vínbúð var opnuð á Reyðarfirði fyrir tólf dögum og hafa bæjarbú- ar, margir hverjir, tekið henni fegins hendi. Sýnileg ölvun hefur þó ekki aukist í bænum, að sögn lögreglu. „Þetta hefur farið mjög vel af stað og búðin fengið góðar viðtök- ur,“ segir Björgvin Pálsson, versl- unarstjóri vínbúðarinnar sem rek- in er samhliða veiði- og útivista- versluninni Veiðiflugunni í nýju verslanamiðstöðinni Molanum. Lengi vel þurftu Reyðfirðing- ar, líkt og aðrir Austfirðingar, að fara alla leið til Seyðisfjarðar eft- ir bokkunni en leiðin styttist til muna þegar áfengisútsölur voru opnaðar á Egilsstöðum og í Nes- kaupstað. „Þetta hefur lengi vantað hjá okkur,“ segir Björgvin, verslunar- stjóri, og bætir við að mikið líf sé almennt að færast yfir Reyðar- fjörð með álversbyggingunni. „Apótekið hefur til dæmis verið opnað aftur en því var lokað fyrir átta árum.“ - bþs Kergja í kúabændum Íslenskir kúabændur segja ekki farir sínar sléttar af samskiptum sínum við kollega sína í Danaveldi ef marka má lítinn greinarstúf á vef kúabænda, naut.is. Þar kemur fram að mjólkursamlagið Thise í Danmörku hefur nú ákveðið að kalla saman vinnufund barnabók- arhöfunda og teiknara til að hanna umbúðir mjólkurferna með það að markmiði að fá börn til að lesa. „Af hverju ekki að vera hug- myndaríkir og gera umbúðir sem eru skemmtilegar að horfa á og með texta til að lesa?“, spyr danskurinn í fréttatilkynningu. Lengi hafa íslenskar mjólkur- hyrnur verið skreyttar með ýmiss konar fróðleik um íslenska tungu og þykir hafa tekist vel upp. Í frétt á dönskum landbúnaðarvef er íslensku frumkvöðlanna þó hvergi getið en hugmyndasmiður- inn sagður vera Peter Q. Rennes. Þetta sárnar íslenskum kúabænd- um greinilega þótt þeir tali undir rós. „Líklega hefur Peter komið til Íslands!“ klykkir blaðamaður kúabænda út í greininni sem ber titillinn „Danir finna upp íslenskt hjól!“. - bs FR ÉT TA B LA Ð IÐ /V IL H EL M „Ég gerði könnun á þyngd og klæðnaði kvenna um daginn. Ég gekk niður Laugaveginn og taldi. Á leiðinni frá Kjörgarði og að Klapparstígi mætti ég níu konum sem voru yfir kjör- þyngd. Þær voru flestar ungar og klæddust yfirleitt síðbuxum og þessum forljótu flíspeysum sem liggur við að séu orðnar þjóðbúningur íslenskra kvenna,“ segir Guðbjörg Sigurð- ardóttir Reykvíkingur frá blautu barnsbeini. Hún býr í miðborginni og fylgist vel með mannlífinu og blöskrar klæða- burður kynsystra sinna. Og það eru ekki bara fötin og þyngdin sem fara fyrir brjóstið á Guð- björgu: „Margar kvennanna eru með hálfgerða herraklippingu og ef þær eru með gleraugu þá eru þau með svörtum, óklæði- legum umgjörðum.“ Guðbjörg man tímana tvenna í miðborg Reykjavíkur og þegar hún var ung gengu konur í kjól- um og kápum. Hún saknar þeirra tíma. „Þegar ég var yngri vogaði maður sér ekki niður í bæ nema vera uppáklæddur. Sem betur fer sér maður uppáklæddar kon- ur innan um en þá eru þær yfir- leitt komnar yfir miðjan aldur,“ segir hún. Guðbjörgu finnst ungir karl- menn orðnir mun meira smart en ungar konur og að auki séu þeir yfirleitt ekki feitir. Og vitaskuld veltir hún fyrir sér hvernig standi nú á þessu og kemst helst að þeirri niðurstöðu að sjálfsvirðing kvenna hafi far- ið þverrandi með árunum. - bþs Guðbjörg Sigurðardóttir er ósátt við klæðaburð kynsystra sinna: Flíspeysurnar næstum or›nar fljó›búningur GUÐBJÖRG SIGURÐARDÓTTIR Er ósátt við klæðaburð ungra kvenna og finnst sorglegt að þær skuli upp til hópa klæðast síðbuxum og flíspeysum. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /H EI Ð A ÁLVER REIST Íbúafjöldi á Reyðarfirði hef- ur aukist vegna álversframkvæmdanna. Þjónustan hefur svo batnað um leið og nú er hægt að fara í vínbúð í bænum.

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.