Fréttablaðið


Fréttablaðið - 20.06.2005, Qupperneq 13

Fréttablaðið - 20.06.2005, Qupperneq 13
MIÐVIKUDAGUR 15. júní 2005 13 ÍS LE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S L BI 2 87 29 06 /0 5 UMFERÐ KARLA mið. 15. júní 19:15 ÍA - Keflavík mið. 15. júní 20:00 Valur - FH fim. 16. júní 19:15 Grindavík - KR fim. 16. júní 19:15 Fylkir - Fram fim. 16. júní 19:15 Þróttur R. - ÍBV UMFERÐ KVENNA þri. 14. júní 20:00 Stjarnan - Breiðablik þri. 14. júní 20:00 KR - Keflavík þri. 14. júní 20:00 ÍA - FH lau. 18. júní 14:00 Keflavík - ÍBV (v.óf.) 410 4000 | | www.landsbanki.is Við styðjum íslenska knattspyrnu með stolti 6. |6. Vínbúð opnuð á Reyðarfirði: Ölvun ekki aukist Vínbúð var opnuð á Reyðarfirði fyrir tólf dögum og hafa bæjarbú- ar, margir hverjir, tekið henni fegins hendi. Sýnileg ölvun hefur þó ekki aukist í bænum, að sögn lögreglu. „Þetta hefur farið mjög vel af stað og búðin fengið góðar viðtök- ur,“ segir Björgvin Pálsson, versl- unarstjóri vínbúðarinnar sem rek- in er samhliða veiði- og útivista- versluninni Veiðiflugunni í nýju verslanamiðstöðinni Molanum. Lengi vel þurftu Reyðfirðing- ar, líkt og aðrir Austfirðingar, að fara alla leið til Seyðisfjarðar eft- ir bokkunni en leiðin styttist til muna þegar áfengisútsölur voru opnaðar á Egilsstöðum og í Nes- kaupstað. „Þetta hefur lengi vantað hjá okkur,“ segir Björgvin, verslunar- stjóri, og bætir við að mikið líf sé almennt að færast yfir Reyðar- fjörð með álversbyggingunni. „Apótekið hefur til dæmis verið opnað aftur en því var lokað fyrir átta árum.“ - bþs Kergja í kúabændum Íslenskir kúabændur segja ekki farir sínar sléttar af samskiptum sínum við kollega sína í Danaveldi ef marka má lítinn greinarstúf á vef kúabænda, naut.is. Þar kemur fram að mjólkursamlagið Thise í Danmörku hefur nú ákveðið að kalla saman vinnufund barnabók- arhöfunda og teiknara til að hanna umbúðir mjólkurferna með það að markmiði að fá börn til að lesa. „Af hverju ekki að vera hug- myndaríkir og gera umbúðir sem eru skemmtilegar að horfa á og með texta til að lesa?“, spyr danskurinn í fréttatilkynningu. Lengi hafa íslenskar mjólkur- hyrnur verið skreyttar með ýmiss konar fróðleik um íslenska tungu og þykir hafa tekist vel upp. Í frétt á dönskum landbúnaðarvef er íslensku frumkvöðlanna þó hvergi getið en hugmyndasmiður- inn sagður vera Peter Q. Rennes. Þetta sárnar íslenskum kúabænd- um greinilega þótt þeir tali undir rós. „Líklega hefur Peter komið til Íslands!“ klykkir blaðamaður kúabænda út í greininni sem ber titillinn „Danir finna upp íslenskt hjól!“. - bs FR ÉT TA B LA Ð IÐ /V IL H EL M „Ég gerði könnun á þyngd og klæðnaði kvenna um daginn. Ég gekk niður Laugaveginn og taldi. Á leiðinni frá Kjörgarði og að Klapparstígi mætti ég níu konum sem voru yfir kjör- þyngd. Þær voru flestar ungar og klæddust yfirleitt síðbuxum og þessum forljótu flíspeysum sem liggur við að séu orðnar þjóðbúningur íslenskra kvenna,“ segir Guðbjörg Sigurð- ardóttir Reykvíkingur frá blautu barnsbeini. Hún býr í miðborginni og fylgist vel með mannlífinu og blöskrar klæða- burður kynsystra sinna. Og það eru ekki bara fötin og þyngdin sem fara fyrir brjóstið á Guð- björgu: „Margar kvennanna eru með hálfgerða herraklippingu og ef þær eru með gleraugu þá eru þau með svörtum, óklæði- legum umgjörðum.“ Guðbjörg man tímana tvenna í miðborg Reykjavíkur og þegar hún var ung gengu konur í kjól- um og kápum. Hún saknar þeirra tíma. „Þegar ég var yngri vogaði maður sér ekki niður í bæ nema vera uppáklæddur. Sem betur fer sér maður uppáklæddar kon- ur innan um en þá eru þær yfir- leitt komnar yfir miðjan aldur,“ segir hún. Guðbjörgu finnst ungir karl- menn orðnir mun meira smart en ungar konur og að auki séu þeir yfirleitt ekki feitir. Og vitaskuld veltir hún fyrir sér hvernig standi nú á þessu og kemst helst að þeirri niðurstöðu að sjálfsvirðing kvenna hafi far- ið þverrandi með árunum. - bþs Guðbjörg Sigurðardóttir er ósátt við klæðaburð kynsystra sinna: Flíspeysurnar næstum or›nar fljó›búningur GUÐBJÖRG SIGURÐARDÓTTIR Er ósátt við klæðaburð ungra kvenna og finnst sorglegt að þær skuli upp til hópa klæðast síðbuxum og flíspeysum. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /H EI Ð A ÁLVER REIST Íbúafjöldi á Reyðarfirði hef- ur aukist vegna álversframkvæmdanna. Þjónustan hefur svo batnað um leið og nú er hægt að fara í vínbúð í bænum.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.