Fréttablaðið - 20.06.2005, Side 24

Fréttablaðið - 20.06.2005, Side 24
Sólarvörn Á ferðalögum erlendis þarf sólarvörnin alltaf að vera við hendina. Sérstak- lega þarf að passa ungbörn í sólinni og hafa þarf í huga að þau geta brunnið jafnvel þó að það sé skýjað.[ ] Þjóðhátíð allar helgar Sumarbústaðir á hjólum verða sífellt vinsælli. Á föstu- dagskvöldum er haldið af stað með allt innanborðs sem þarf til einnar útilegu. Hjónin Kristín Anný Jónsdóttir og Valgeir Ingi Ólafsson eru hjól- hýsafólk. „Við förum í útilegur allar helgar með hjólhýsið. Það er bara hringt út og athugað hvert kunningjarnir eru að fara. Yfirleitt hittist fólk úr svona fjórum til fimm vögnum og allt upp í tuttugu,“ segir Kristín sem starfar í Víkurverki, ásamt manni sínum. Þar versla þau með hjólhýsi og Kristín telur útlit fyrir algera sprengingu í sölu þeirra þetta árið. „Það er hjólhýsaæði í gangi og hver smitast af öðrum. Við seldum mikið í fyrra en það er margföldun í ár,“ segir hún. Alltaf eru hjólhýsin að verða fullkomnari og fullkomnari. Kristín og Valgeir eiga eitt risastórt og í því er ofnakerfi eins og í heimahúsi og gólfhiti að auki. Þar er barnaher- bergi og fullkomið eldhús með stór- um ísskáp, frysti og bakarofni. Skyldi Kristín baka í vagninum? „Já, já, það kemur fyrir. Fólk kom að mér við að hnoða deig í grill- brauð og rak upp stór augu. Þetta er eitthvað sem maður hefur aldrei tíma til að gera heima.“ Greinilegt er að fjölskyldan læt- ur fara vel um sig í vagninum því þar er sjónvarp og meira að segja gervihnattadiskur til að hægt sé að velja úr stöðvum. „Sumir eru með heimabíó,“ lýsir Kristín og hlær þegar hún sér undrunarsvipinn á blaðamanni. „Fólk reynir að hafa það eins huggulegt og hægt er. Til dæmis er skreytt með blómum og fánum utan við vagnana um leið og komið er á áfangastað.“ Þegar komið er heim úr einni ferð kveðst Kristín þrífa vagninn og pakka til næstu ferðar. Þá er hægt að bruna af stað um leið og færi gefst. Framundan eru ótal skemmtileg- ar helgar, meðal annars fjölskyldu- ferð 8. júlí á Úlfljótsvatn. „Svo er ætt á allar bæjarhátíðir landsins, hvort sem það eru danskir dagar, franskir dagar, humarhátíð eða hvað,“ segir Kristín brosandi. „Það er þjóðhátíð allar helgar hjá okkur.“ gun@frettabladid.is FR ÉT TA B LA Ð IÐ /P JE TU R Kristín og Valgeir láta fara vel um sig í vagninum. Hjólhýsið þeirra hjóna er stórt og þegar komið er á áfangastað er brugðið upp álíka stóru fortjaldi. Sonurinn Ólafur Jón í barnaherberginu. Eldhúsið er búið öllum græjum. Sjónvarpið á sínum stað og diskur uppi á þaki.

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.