Fréttablaðið - 20.06.2005, Blaðsíða 24

Fréttablaðið - 20.06.2005, Blaðsíða 24
Sólarvörn Á ferðalögum erlendis þarf sólarvörnin alltaf að vera við hendina. Sérstak- lega þarf að passa ungbörn í sólinni og hafa þarf í huga að þau geta brunnið jafnvel þó að það sé skýjað.[ ] Þjóðhátíð allar helgar Sumarbústaðir á hjólum verða sífellt vinsælli. Á föstu- dagskvöldum er haldið af stað með allt innanborðs sem þarf til einnar útilegu. Hjónin Kristín Anný Jónsdóttir og Valgeir Ingi Ólafsson eru hjól- hýsafólk. „Við förum í útilegur allar helgar með hjólhýsið. Það er bara hringt út og athugað hvert kunningjarnir eru að fara. Yfirleitt hittist fólk úr svona fjórum til fimm vögnum og allt upp í tuttugu,“ segir Kristín sem starfar í Víkurverki, ásamt manni sínum. Þar versla þau með hjólhýsi og Kristín telur útlit fyrir algera sprengingu í sölu þeirra þetta árið. „Það er hjólhýsaæði í gangi og hver smitast af öðrum. Við seldum mikið í fyrra en það er margföldun í ár,“ segir hún. Alltaf eru hjólhýsin að verða fullkomnari og fullkomnari. Kristín og Valgeir eiga eitt risastórt og í því er ofnakerfi eins og í heimahúsi og gólfhiti að auki. Þar er barnaher- bergi og fullkomið eldhús með stór- um ísskáp, frysti og bakarofni. Skyldi Kristín baka í vagninum? „Já, já, það kemur fyrir. Fólk kom að mér við að hnoða deig í grill- brauð og rak upp stór augu. Þetta er eitthvað sem maður hefur aldrei tíma til að gera heima.“ Greinilegt er að fjölskyldan læt- ur fara vel um sig í vagninum því þar er sjónvarp og meira að segja gervihnattadiskur til að hægt sé að velja úr stöðvum. „Sumir eru með heimabíó,“ lýsir Kristín og hlær þegar hún sér undrunarsvipinn á blaðamanni. „Fólk reynir að hafa það eins huggulegt og hægt er. Til dæmis er skreytt með blómum og fánum utan við vagnana um leið og komið er á áfangastað.“ Þegar komið er heim úr einni ferð kveðst Kristín þrífa vagninn og pakka til næstu ferðar. Þá er hægt að bruna af stað um leið og færi gefst. Framundan eru ótal skemmtileg- ar helgar, meðal annars fjölskyldu- ferð 8. júlí á Úlfljótsvatn. „Svo er ætt á allar bæjarhátíðir landsins, hvort sem það eru danskir dagar, franskir dagar, humarhátíð eða hvað,“ segir Kristín brosandi. „Það er þjóðhátíð allar helgar hjá okkur.“ gun@frettabladid.is FR ÉT TA B LA Ð IÐ /P JE TU R Kristín og Valgeir láta fara vel um sig í vagninum. Hjólhýsið þeirra hjóna er stórt og þegar komið er á áfangastað er brugðið upp álíka stóru fortjaldi. Sonurinn Ólafur Jón í barnaherberginu. Eldhúsið er búið öllum græjum. Sjónvarpið á sínum stað og diskur uppi á þaki.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.