Fréttablaðið - 20.06.2005, Side 26

Fréttablaðið - 20.06.2005, Side 26
Sigríður Friðriksdóttir, Kristbjörg Kari Sól- mundsdóttir, Agnar Jón Egilsson og Edda Björg Eyjólfsdóttir eru meðal kennara á leiklistarnámskeiðinu. Myndin er samsett. Efnisyfirlit Það getur flýtt fyrir þér að finna efni í bók með því að nota efnisyfirlitið, nafna- skrá og aðrar skrár sem prentaðar eru á öftustu síður bóka. Þannig geturðu flett hraðar yfir bækur til að sjá hvort þær innihaldi það efni sem þú ert að leita að. [ ] Er fjölskylda flín ein af fleim? 40 erlendir skiptinemar koma til Íslands í ágúst n.k. fieir bí›a spenntir eftir a› heyra frá íslensku fósturfjölskyldunum sínum. Ef svo er gefst ykkur færi á a› taka á móti erlendum skiptinema næstu 5–10 mánu›i. Vilji› fli› kynnast ... n‡jum vi›horfum? ... framandi menningu? ... n‡rri s‡n á land og fljó›? Ristilþvottur er afar mikilvægur Ásta segir að hveitigras sé allra meina bót og að hreinsun líkamans stuðli að heilbrigði og aukinni orku. Ásta Arnardóttir, jógakennari, leiðbeinir fólki um hverjir séu grunnþættir í lifandi fæði, hvað fæðið gerir fyrir okkur og hvernig við getum náð fullkomnu jafnvægi. „Þetta námskeið er byggt á kenningum dr. Ann Wigmore, en ég hef sjálf lært við Natural Health Institute í Puerto Rico sem byggir á þessum kenn- ingum,“ segir Ásta. „Á námskeiðinu mun ég fara í grunnþættina í lifandi fæði, hvað það gerir fyrir okkur og hvernig við getum skapað heilbrigt líf í fullkomnu jafnvægi. Við vitum auðvitað að fæðan hefur gríðarleg áhrif á okkur, hvort sem er líkam- lega eða tilfinningalega, en það sem við innbyrðum er því miður ekki að gera okkur gott. Fæðan er svo mikið unnin og full af efnum sem líkaminn ræður ekki við. Góðu fréttirnar eru að allir geta bætt líð- an sína með réttu fæði, hreyfingu og hreinsun.“ Ásta mun á námskeiðinu fjalla um þarmafræð- ina, hreinsun líkamans og kenna einfaldar aðferðir við matargerð og spírun.“Þá munum við skoða hlutverk ensíma í fæðunni og af hverju þau eru okkur svo mikilvæg, svara spurningunni um hvað lifandi fæða er og skoða hver sé orsök sjúkdóma og af hverju ristilhreinsun sé svona mikilvæg.“ Til að hreinsa ristilinn getur verið nauðsynlegt að taka stólpípu meðfram því að mataræði er breytt. „Það er hægt að fara í svo kallaðan ristil- þvott og sniðugt að fara í tíu til fimmtán skipti og halda því svo við með fimm til sex skiptum á ári. Fólk getur líka keypt sér stólpípu í apóteki og séð um þetta sjálft. Þegar ristillinn er farinn að starfa eðlilega læknast ótrúlegustu kvillar fyrir utan að fólk missir oft mjög mörg kíló og hefur aukna orku.“ Námskeið Ástu verður haldið í Lótus jógasetr- inu í Borgartúni 20 og hefst klukkan 20 í kvöld. Þátttakendur eru velkomnir í jóga hjá Ástu fyrir námskeiðið, eða klukkan 18. ■ Borgarleikhúsið hélt leiklistar- námskeið síðasta sumar sem naut mikilla vinsælda og verður nú leikurinn endurtekinn í samvinnu við leiklistarskólann Sönglist sem hefur verið starfandi síðan 1998. Kennsla fer fram í leikhúsinu sjálfu og kennd verða undirstöðu- atriði í einbeitingu, trausti, radd- beitingu og leikgleði. Unnið er markvisst að því að virkja sköp- unarkraft nemenda og efla sjálfs- traust. Kennslan byggist aðallega á leiklistaræfingum en einnig verður farið yfir undirstöðuatriði í söngtækni og æfð lög. Í lok hvers námskeiðs verður opin kennslustund þar sem for- eldrar og aðstandendur koma og sjá afrakstur námskeiðsins. Kennarar í sumar eru Agnar Jón Egilsson, Edda Björg Eyjólfs- dóttir, Kolbrún Anna Björnsdótt- ir, Kristbjörg Kari Sólmundsdótt- ir, Sigríður Eyrún Friðriksdóttir og Svava K. Ingólfsdóttir, öll þrautreyndir leikarar og söngvar- ar. Námskeiðin verða sex, hið fyrsta hefst 20. júní og lokanám- skeiðið er 25. júlí. Námskeiðin standa í fimm daga og er kennt frá 10:00-16:00. Aldur þátttakenda er 8-13 ára og er aldurskipt í hópa, 8-10 ára eru saman og 11-13 ára. Boðið verður upp á gæslu frá kl. 8:45. Skráning á námskeiðin fer fram í miðasölu Borgarleikhúss- ins í síma 568-8000 og á www.borgarleikhus.is Þátttöku- gjald er 15.000 kr. og skal gengið frá greiðslu við skráningu. Veitt- ur er 10 % systkinaafsláttur. ■ Leikgleði í Borgarleikhúsinu Borgarleikhúsið og Sönglist standa fyrir námskeiðum fyrir börn í sumar. Sköpunarsagan eins og hún kemur fyr- ir í Biblíunni er trú en ekki vísindi. Sköpunarsagan kennd sem líffræði BANDARÍSKUM KENNARA GERT AÐ KENNA BÖRNUM LÍFFRÆÐI EN EKKI SKÖPUNARSÖGU BIBLÍ- UNNAR. Líffræðikennara í gagnfræðiskóla í Virginíu í Bandaríkjunum hefur verið bannað að kenna nemend- um sínum sköpunarsöguna sem hluta af líffræðikennslu. Í heil fimmtán ár dreifði hann bók, sem hann greiddi sjálfur fyrir, til nem- enda sem heitir Sköpunin berst við þróunina, sem val til auka eininga en skólayfirvöld vissu ekki um þetta fyrr en þeim barst nafn- laus ábending. Foreldrar barnanna höfðu hins vegar aldrei kvartað, sem kemur ekki á óvart, þar sem skólinn er staðsettur í hverfi þar sem fólk er mjög trúað. Hæstiréttur í Banda- ríkjunum bannaði árið 1987 að sköpunarsagan væri kennd sem vísindi, þar sem hugmyndin um að Guð hafi skapað heiminn er trú en ekki vísindi. Kennarinn hef- ur engar útskýringar gefið en seg- ist ætla að breyta námsefninu hér eftir.

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.