Fréttablaðið - 20.06.2005, Síða 37

Fréttablaðið - 20.06.2005, Síða 37
MARKAÐURINN MIÐVIKUDAGUR 15. JÚNÍ 2005 9 NÝJASTA TÆKNI OG VÍSINDI Karlmenn sem horfa á klám- myndir þar sem tvær konur og einn karlmaður koma við sögu framleiða betra sæði en karl- menn sem horfa á klámmynd af einni konu og einum karli, sam- kvæmt nýrri rannsókn. Þykir þetta benda til þess að karlmenn geti aukið gæði sæðis þegar þeir sjá fram á samkeppni um hylli kvenna. „Þetta er eitthvað sem á ræt- ur sínar að rekja til forfeðra mannsins. Mig grunar að þetta nýtist nútíma karlmönnum ekki mikið í tilhugalífinu,“ sagði Leigh Simmons, sem stýrði rannsókninni. Talið er að þessar niðurstöður nýtist vel við meðferð á ófrjó- semi. - jsk Gæðasæði SYLVESTER STALLONE OG FÉLAGI Sylv- ester Stallone á eina erótíska kvikmynd að baki, Party at Kitty’s and Studs sem út kom árið 1970. Öldruð gæludýr valda útgjöldum Framfarir í heilbrigðisvísindum eru ekki einskorðaðar við mann- inn. Gæludýr lifa nú einnig miklu lengur en áður en því fylgir fleira en tóm gleði. Ný könnun í Bretlandi leiðir í ljós að kostnaður eigenda aldr- aðra gæludýra fer sívaxandi. Svo dæmi sé tekið kostar það um sex- tíu þúsund krónur á ári að sinna gigtarveikum ketti og helmingi dýrara er að halda uppi hjart- veikum hundi. Stór hluti af þeirri læknisþjón- ustu sem mannfólkið á völ á stendur nú einnig gæludýrum til boða. Til dæmis er ekki óalgengt að borga fyrir lyfja- og geisla- meðferð ef gæludýr greinast með krabbamein. - þk HVORN MUNDIR ÞÚ KJÓSA? Ole Gunnar Solskjær ætti eflaust ekki mikinn séns í póil- tíkinni. Denis Haysberth, sem leikur Palmer forseta í sjónvarpsþáttunum 24, er hins veg- ar mjög „forsetalegur“. Vísindamenn í Bandaríkjunum hafa komist að því að háskóla- nemar spá rétt fyrir um úrslit kosninga í 70 prósent tilfella með því einu að skoða myndir af frambjóðendum. Rannsóknin leiddi í ljós að fullorðinslegt andlit er mikill kostur fyrir stjórnmálamenn en þeir sem eru með hringlaga and- lit, lítið nef, stór augu, hátt enni og litla höku eiga minni mögu- leika. Þessi niðurstaða er í mót- sögn við fyrri niðurstöður sem hafa bent til þess að fólk treysti betur fólki með barnaleg andlit. Vísindamennirnir telja að kjósendur leggi mesta áherslu á að kjósa fólk sem það telur að hægt sé að treysta til að standa sig í starfi. Þar vegur þungt að viðkomandi hafi nægan þroska. Ef kjósendur hafa ekkert annað að dæma eftir heldur en útlit frambjóðenda þá velja þeir þann sem lítur út fyrir að bera þá kosti sem sóst er eftir. „Einstaklingur með barnalegt andlit virkar síður hæfur heldur en sá sem hefur þroskaðra and- litsfall, jafnvel þótt báðir séu jafnfallegir og á sama aldri og af sama kyni,“ segir í rannsókn- inni. - þk Barnalegt andlit ókostur í pólitík Ný rannsókn sýnir að þroskað andlit gefur frambjóðendum í kosningum forskot. Fr ét ta bl að ið /G et ty Im ag es Bandaríska geimferðastofnunin, NASA, hefur í hyggju að sprengja í sundur loftstein og er ætlunin að kanna innviði hans. Vonast er til þess að verkefnið geti varpað ljósi á tilurð plánetanna. Geimferjan, Deep Impact, verður send á loft og freistar þess að kljúfa lofsteininn með sprengju sem ferðast á hundrað- földum hraða hefðbundinnar byssukúlu. Lofsteinninn sjálfur er á stærð við Manhattan-eyju. Áætlað er að áreksturinn muni eiga sér stað þann 4. júli, á þjóðhá- tíðardegi Bandaríkj- anna. Verður atburðurinn tekinn upp á myndavél sem verður um borð í geimferjunni og munu mælitæki greina brotin úr loftsteininum: „Við erum að reyna nokkuð sem aldrei hefur verið gert áður. Hraðinn og fjarlægðirnar eru slík- ar að engin leið er fyrir mannshugann að setja atburði í samhengi,“ sagði Rick Grammier sem stýrir verkefninu. Þykir verkefnið minna um margt á sögu- þráð amerískra stór- slysamynda en geimferj- an er einmitt nefnd eftir einni slíkri, Deep Impact frá árinu 1998. -jsk NASA klýfur loftstein Bandarískir vísindamenn hyggjast sprengja loftstein og vonast til þess að varpa ljósi á tilurð plánetanna. Þykir verkefnið minna um margt á söguþráð amerískrar stórslysamyndar. GEIMFLAUG NASA Nokkrir vaskir geimfarar feta nú í fótspor Bruce Willis og fleiri frægra Hollywood-leikara og hyggjast sprengja í sundur loftstein.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.