Fréttablaðið - 20.06.2005, Blaðsíða 70

Fréttablaðið - 20.06.2005, Blaðsíða 70
FÓTBOLTI Þeir gerast varla flottari toppslagirnir en á Hlíðarenda í kvöld þegar Íslandsmeistarar FH heimsækja nýliða Valsmanna í Landsbankadeildinni en liðin eru fyrir leikinn hnífjöfn á toppnum, með fullt hús stiga og jafnmörg mörk skoruð. Það er því ljóst að annaðhvort Valur eða FH eða jafn- vel bæði tapa sínum fyrstu stigum í Landsbankadeildinni í sumar en aðeins þrjú önnur lið í sögu efstu deildar hafa náð að vinna fimm fyrstu leiki sína síðan að tíu lið skipuðu hana fyrst sumarið 1977. Íslandsmeistarar FH-inga hafa unnið átta deildarleiki í röð og leik- ið 21 leik í röð án þess að tapa. FH- ingar geta jafnað met með sigri í kvöld en það yrði níundi útisigur liðsins í röð. FH hefur unnið þrjá fyrstu útileiki sína í sumar og vann auk þess fimm síðustu útileiki sína í fyrrahaust. Aðeins eitt lið hefur unnið fleiri útileiki í röð í sögu tíu liða efstu deildar en KR-ingar unnu 9 útileiki í röð á árunum 1999 til 2000. Síðasta liðið til að hafa stig af FH á sínum eigin heimavelli voru einmitt Skagamenn fyrir rétt tæpu ári síðan en liðin gerðu þá 2- 2 jafntefli upp á Skaga. FH-ingar eru nú eitt af fjórum liðum sem hafa unnið 8 útileiki í röð en hin eru Valur (1978), Víkingur (1991- 92) og ÍA (1993-94). Valsmenn hafa leikið frábær- lega í sumar, unnið alla fimm leiki sína og skorað tvö mörk eða meira í öllum leikjunum. Eitt stærsta prófið á Valsliðið verður í kvöld. FH-ingar hafa gríðarlega sterkan og traustan hóp og hafa unnið sannfærandi sigra í sumar þótt framistaðan hafi kannski ekki ver- ið eins glæsileg og hjá Val. Það er ljóst að eitthvað verður að láta undan á Valsvellinum í kvöld og því má búast við hörkuleik tveggja frábærra liða. ooj@frettabladid.is 15. júní 2005 MIÐVIKUDAGUR > Við mælum með ... ... að fólk fjölmenni á Hlíðarenda á morgun og sjái tvo frábæra íþrótta- viðburði. Veislan byrjar með handboltaleik á milli meistaraflokks Vals og fyrrum leikmanna liðsins á borð við Júlla Jónasar, Geir Sveins, Gumma Hrafnkels og Valda Gríms. Þetta verður kveðjuleikur hússins. Svo í kjölfarið er stórleikur Vals og FH í Lands- bankadeild karla. Sannkölluð veisla. Heyrst hefur ... ... að Guðjón Þórðarson hafi ákveðið að ganga í raðir Notts County þar sem hann hafi strax fengið góða tilfinningu fyrir starfinu, ólíkt því sem gerðist þegar honum voru boðin störf hjá Stockport og Hibernian. Þá hafi hann haft slæma tilfinningu fyrir því sem var í boði og því hafi hann hafnað félögunum. sport@frettabladid.is 26 > Við hrósum ... .... FH-ingum fyrir að blása í herlúðra og rífa handboltann hjá félaginu upp úr meðalmennsk- unni. FH er stórveldi í handboltanum sem á að berjast á toppnum og ekki sætta sig við annað. Í fyrsta sinn í sögu tíu li›a efstu deildar mætast li› í sjöttu umfer› sem bæ›i hafa fullt hús flegar leikur- inn hefst. Valsmenn hafa byrja› best allra n‡li›a og geta sé› til fless a› FH-ingar jafni ekki met í kvöld. Nú verður eitthvað að láta undanLEIKIR GÆRDAGSINSLandsbankadeild kvenna: STJARNAN–BREIÐABLIK 1–2 0–1 Ólína Guðbjörg Viðarsdóttir, 1–1 Björk Gunnarsdóttir, 1–2 Lára Hafliðadóttir. KR–KEFLAVÍK 4–1 1–0 Hrefna Jóhannesdóttir (41.), 3–0 Júlíana Einarsdóttir (47.), 3–0 Fjóla Dröfn Friðriks- dóttir (64.), 4–0 Hrefna Jóhannesdóttir (74.), 4–1 Nína Ósk Kristinsdóttir, víti (84.). ÍA–FH 1–3 Thelma Ýr Gylfadóttir – Sif Atladóttir, Valdís Rögnvaldsdóttir, Kristín Sigurðardóttir. STAÐAN: BREIÐABLIK 5 5 0 0 15–5 15 VALUR 5 4 0 1 27–7 12 KR 5 4 0 1 20–8 12 FH 5 2 0 3 5–10 6 STJARNAN 5 2 0 3 4–12 6 ÍBV 4 1 0 3 14–12 3 KEFLAVÍK 4 1 0 3 5–16 3 ÍA 5 0 0 5 6–26 0 MARKAHÆSTAR: Hrefna Huld Jóhannesdóttir, KR 7 Laufey Ólafsdóttir, Val 7 Í gær var haldinn sáttafundur hjá knatt- spyrnudeild Grindavíkur. Mættir voru forráðamenn félagsins, Milan Stefán Jankovic og Óli Stefán Flóventsson. Til- efni fundarins var að sætta aðila eftir að upp úr hafði soðið á milli þjálfarans og leikmannsins en Óli Stefán var settur í agabann eftir að hafa skellt sér út á lífið eftir landsleik Íslands og Ungverjalands, átta dögum fyrir næsta leik sem var gegn Fylki. „Ég ætla að ræða við hann um allt og allt. Það kemur svo í ljós hvað gerist,” sagði Óli Stef- án fyrir fundinn en ekki náðist í hann áður en blaðið fór í prentun í gærkvöldi. „Ég skulda öllum í kringum fótboltann í Grindavík það að reyna eitthvað að leysa málin. Það eru tveir að deila og það verður að mætast á miðri leið ef eitthvað á að gerast.” Að sögn Jónasar Þórhalls- sonar, formanns knatt- spyrnudeildar Grinda- víkur, gekk fundurinn vel og á hann ekki von á öðru en að Óli Stefán haldi áfram hjá Grinda- vík. Hann sé með þriggja ára samning við félagið sem hann skrifaði undir í haust og að ekkert hafi breyst í þeim málum. Óli Stefán er leikreyndasti leikmaður Grindavíkur og hefur leikið á annað hundrað leiki með liðinu í efstu deild. Hann og Milan Stefán Jankovic hafa unnið saman allar götur síðan 1992, fyrst sem leikmenn en svo með núver- andi hætti ef frá eru talin þau tvö ár sem Milan Stefán þjálfaði Keflvíkinga. Það er vitað að sem þjálfari heldur Milan Stefán uppi miklum aga meðal leikmanna sinna og því ekki óeðlilegt að einhvern- tímann komi upp árekstrar í samstarfinu. Ekki náðist í Óla Stefán sem fyrr segir og því verður að koma í ljós hvort vilji sé hans megin til að halda áfram sem leik- maður Grindavíkur. Engin æfing var hjá liðinu í gærkvöldi en það verður æft í kvöld. Óli Stefán er boðaður á æfinguna. JÓNAS ÞÓRHALLSSON HJÁ GRINDAVÍK: FUNDURINN MEÐ ÓLA STEFÁNI Í GÆR VAR GÓÐUR Á ekki von á ö›ru en a› Óli Stefán spili áfram FÓTBOLTI Knattspyrnuþjálfararnir Bjarni Jóhannsson, sem nú þjálf- ar karlalið Breiðabliks, og Njáll Eiðsson eiga von á háspennuleik í kvöld þegar Valur tekur á móti FH að Hlíðarenda. Bjarni á von á hörkuleik. „Þetta verður einn af úrslitaleikj- um þessa móts. FH hafa staðið fyllilega undir væntingum á með- an Valsmenn hafa komið svolítið á óvart, og liðin eru að mínu mati mjög jöfn. Bæði liðin eru sterk í vörn og sókn, það eru lítill getu- munur á liðunum.“ Bjarni segir framlag Guð- mundar Benediktssonar og Tryggva Guðmundssonar geta skipt sköpum í leiknum. „Þetta eru leikmenn sem geta gert óvænta hluti. Þeir eru báðir heitir núna og því geta úrslitin al- veg eins ráðist á þeirra leik.“ Njáll Eiðsson, fyrrum þjálfari Vals, á von á jafnteflisleik. „Þetta er athyglisverður leikur. Magnaður árangur hjá báðum lið- um að vinna fimm fyrstu leiki sína þetta sannfærandi. Liðin eru með ólíkt leikskipulag en eru þó með sterka leikmenn í öllum stöð- um. Ég hugsa að þetta endi með jafntefli, en vonandi fá áhorfend- ur markaleik. Leikurinn hefst klukkan 20.00 en fyrr um daginn er hátið á Hlíðarenda þar sem Valsmenn kveðja gamla íþróttahúsið sitt og taka um leið fyrstu skóflu- stunguna að nýja íþrótthúsinu sem er að fara í byggingu á Hlíðarenda. Valsmenn hafa sett upp sérstakan fjölskyldudag þar sem allir ættu að finna eitthvað við sitt hæfi. Það má því búast við fjölmenni á Hlíðarenda í kvöld enda er komin langur tími síðan að Valsmenn fengu toppslag á sínum heimavelli en þeir unnu íslandsmeistaratitilinn síðast 1987 eða fyrir 18 árum síðan. Þeir sem komast ekki á völlinn geta horfa á leikinn á sjónvarpstöðinni Sýn sem sýnir hann beint. -mh Toppslagur Vals og FH í Landsbankadeildinni í kvöld: Gu›mundur e›a Tryggvi geta rá›i› úrslitunum 7 STOÐSENDINGAR Guðmundur Bene- diktsson hefur lagt upp sjö af 15 mörkum Valsmanna og alls komið að 9 mörkum liðsins. FRÉTTABLAÐIÐ/HARI 7 MÖRK Í 5 LEIKJUM Tryggvi Guðmunds- son hefur verið óstöðvandi það sem af er íslandsmótisins. FRÉTTABLAÐIÐ/HARI HVERJIR FAGNA Á HLÍÐARENDA Í KVÖLD Það má búast við fjölmenni á Hlíðarenda í kvöld þegar Valsmenn taka á móti FH í toppslag Landsbankadeildarinnar. FRÉTTABLAÐIÐ/HEIÐA
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.