Fréttablaðið - 20.06.2005, Side 80

Fréttablaðið - 20.06.2005, Side 80
36 15. júní 2005 MIÐVIKUDAGUR Kvikmyndin Leðurblökumaður- inn: Upphafið verður frumsýnd í kvöld. Þetta er ein stærsta sum- armynd ársins en hún var að hluta til tekin upp hér á landi. Myndin hefst þegar Bruce Way- ne er átta ára og verður vitni að morði foreldra sinna. Hann flýr frá Gotham til þess að leita rétt- lætis og kemur til baka tilbúinn, fullur sjálfstrausts, til þess að hefna og með nægjanlega þekk- ingu. Hann fær aðstoð frá göml- um fjölskylduvini, Lucuios Fox, sem aðstoðar hann við að búa til goðsögnina Leðurblökumaður- inn. Óvenjulegt leikstjóraval Þrátt fyrir að Leðurblökumaður- inn sé nánast ódrepandi munaði minnstu að hörmungin árið 1997 hefði gert út um hann. Þá klædd- ist George Clooney búninginum og kvikmyndagagnrýnendur hökkuðu myndina í sig. Það var því stórfrétt þegar Warner Bros tilkynnti gerð fimmtu myndar- innar. Það þótti jafnvel enn meiri tíðindum sæta að Chris Nolan hefði verið fenginn til þess að leikstýra. Warner Bros töluðu ekki við Chris Nolan fyrst. Joel Schumacher, sem gerði slysið 1997, var fyrst boðið en þegar hann hafnaði því töluðu þeir við David Fincher, leikstjóra Seven. Á tímibili voru uppi hugmyndir að hafa Leðurblökumanninn gamlan og fá Clint Eastwood til að leika og leikstýra. Myndin átti þá að vera minningarbrot Leður- blökumannsins. Þeir hættu við það og fengu Chris Nolan til þess að sjá um að koma goðsögninni á réttan kjöl. Nolan hófst strax handa og þegar hann hafði fengið til sín allt starfsfólk bauð hann því á kvik- myndasýningu. Myndin sem hann sýndi þeim var Blade Runn- er og ástæðan: Það var svona mynd sem hann ætlaði að gera. Hann fékk David Goyer til að skrifa handritið sem studdist við myndasögur Franks Miller og báru heitið Leðurblökumaður- inn: Fyrsta árið. Bandaríski geðsjúklingurinn í búninginn Chris Nolan er hálfblautur á bak við eyrun miðað við fjölda þeirra kvikmynda sem hann hefur leik- stýrt. Hann gerði Memento eftir handriti bróður síns með Guy Pe- arce í aðalhlutverki. Myndin var ódýr í framleiðslu en vakti tölu- verða athygli. Nolan fékk mun stærri leik- ara til liðs við sig fyrir næstu mynd en þá léku þeir Al Pacino og Robin Willliams í Insomnia, enn einum sálfræðitryllinum. Batman Begins er því eingöngu hans þriðja alvöru mynd en hann hafði gert tvær myndir sem ekki höfðu vakið neina athygli. Valið á Christian Bale sem Leðurblökumanninum kom nokkuð á óvart. Bale er engin stórstjarna í Hollywood en á langan feril að baki. Hann var ungur að árum þegar hann fékk sitt fyrsta alvöru kvikmynda- hlutverk. Það var í kvikmyndinni Empire Of the Sun sem Steven Spielberg leikstýrði. Myndin var margverðlaunuð og Bale varð hálfgerð unglingastjarna. Þrett- án árum eftir að hann hafði leik- ið Jim, enska drenginn sem dregst inn í seinni heimstyrjöld- ina, kom Bale aftur fram á sjón- arsviðið sem geðsjúklingurinn Patrick Bateman í American Psycho. Það verður varla annað sagt en að bæði Bale og Nolan hafi fengið til liðs við sig sterka leikmenn. Gary Oldman leikur einu óspilltu lögguna í Gotham og Michael Caine er ráðagóði þjónninn Alfred. Meðal annarra leikara má nefna Liam Neeson og Morgan Freeman. LEÐURBLÖKUMAÐURINN Þegar Bruce snýr aftur til Gotham er borginni stjórnað af glæpamönnum. Hann ákveður því að horfast í augu við tilgang sinn og verður Leðurblökumaðurinn Le›urblökuma›urinn sn‡r aftur STÓRSTJÖRNUR HJÁ SVÍNA- FELLSJÖKLI Christian Bale og Liam Neeson æfa sig hjá Svína- fellsjökli. Ísland kemur töluvert við sögu í myndinni en þeir eiga í rauninni að vera í Tíbet. ALVÖRU TRYLLITÆKI Kvikmyndarinnar um upphaf Le›urblökumannsins hefur veri› be›i› me› óflreyju. fia› eru komin átta ár sí›an slysi› Batman & Robin kom fyrir sjónir kvikmyndahúsagesta og eru margir spenntir a› sjá hvernig til takist a› reisa söguhetjuna úr öskustónni. LEÐURBLÖKUBÍLLINN Bíllinn er mikil smíði og er með 44 tommu Hum- mer dekk að aftan. Þess má til gamans geta að bílnúmerin í Gotham eru gerð eftir þeim sem íbúar Illinios notast við. Þar sem Leðurblökumaðurinn er ekki gæddur neinum ofurkröftum eins og Ofurmennið og Köngulóarmaður- inn þarfnast hann tækja sem auðvelda honum barátt- una gegn illum öflum í Gotham. Margir muna eftir klassískri setningu Jacks Nicholson í fyrstu myndinni um Leðurblökumanninn þegar hann öskraði. „Hvar fær hann öll þessi yndislegu leikföng?“ Meðal þeirra leikfanga sem Leðurblökumaðurinn hefur til umráða er bíllinn. Þetta er ekkert venjulegt tryllitæki því hann er ekki nema sex sekúndur að ná sér upp í tæplega hundrað kílómetra hraða. Enginn bíll var notaður sem fyrirmynd því bíllinn er algjörlega hannaður frá toppi til dekkja. Christian Bale sagði í kynningarviðtölum að bíllinn minnti hann mest á blending af Lamborghini og Hummer. Katie Holmes, sem leikur æskuást Bruces Wayne, Rachel Dawes , sagði að hún skildi bíladellu karlmanna eftir að hafa fengið að þeysast um í bílnum. Bíllinn komst þó ekki óskemmdur frá öllum tökum en þó er skondnastur sá árekstur sem varð í Chicago þegar verið var að taka þar upp atriði. Drukkinn öku- maður ók vísvitandi inn í bílinn, en sem betur fer slas- aðist enginn. Ökumaðurinn hélt því fram að bíllinn væri í eigu geimvera sem væru að ráðast á jörðina. Þetta olli ekki mikilli kátínu þeirra sem höfðu setið sveittir að hönnun bílsins því að svo vel var hugsað um hann að áhættuökuþórarnir fengu skilaboð um að taka öllu með ró. Þegar bíllinn var fluttur á milli staða tóku vörubílarnir sér góðan tíma þannig að oftar en ekki bárust fréttir af umferðaröngþveiti vegna þessa. BRUCE WAYNE Bruce er ein- ungis átta ára þegar óþokkar myrða fjölskyldu hans fyrir fram- an augun á honum. Hann flýr og flakkar um heiminn til þess að leita að tilgangi lífs síns.

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.