Fréttablaðið - 20.06.2005, Page 88

Fréttablaðið - 20.06.2005, Page 88
SÍMANÚMER FRÉTTABLAÐSINS: 550 5000, fax: 550 5099 Ritstjórn: 550 5005, fax: 550 5006, ritstjorn@frettabladid.is DREIFING: dreifing@posthusid.is Auglýsingadeild: auglysingar@frettabladid.is Veffang: visir.is VIÐ SEGJUM FRÉTTIR SMÁAUGLÝSINGASÍMINN ER 550 5000 555 7500 Þakviðgerðir Nánari upplýsingar á www.pace.is Málarameistari sér um þakið Síðan 1991 Þegar ég var patti spurði mammamig einu sinni hvað ég ætlaði að verða þegar ég yrði stór. „Lögfræð- ingur,“ svaraði ég um hæl. Svarið vakti undran þar sem ég þekkti eng- an lögfræðing og vissi ekkert um lögfræðinga. Pabbi var bifvélavirki og ég þekkti ekki aðra menn en þá sem unnu með höndunum og reynd- ar var það svo að oft mátti ekki á milli sjá hvor var skítugri að kveldi, ég eða pabbi. Eftir að hafa svarað að ég vildi verða lögfræðingur var ég spurður hvers vegna ég vildi verða lögfræðingur: „Þá þarf ég ekki að þvo mér um hendurnar.“ EINHVERRA HLUTA vegna vissi ég, sem barn, að lögfræðingar vinna ekki vinnu sem gerir þá skítuga um hendurnar. Svo er hægt að takast á um hvað er skítugt og hvað ekki. Í huga barnsins var hins vegar enginn vafi á hvað var skítugt og hvað ekki. Tjöruslettur, málning og sorgarrend- ur undir nöglum gerðu hendur skítug- ar. Grænsápa var fín til að ná flestu af en stundum varð að nota magarín, einkum á tjöru og olíumálningu. Við slíkar hreingerningar er eðlilegt að barn óski sér að þurfa aldrei aftur að ganga í gegnum þannig hreinsun. SVO ER HITT. Ekki nást öll óhrein- indi af, jafnvel ekki með magaríni og grænsápu. Jafnvel ekki með Ríkis- endurskoðun. Halldór Ásgrímsson veifaði samantekt Ríkisendurskoðun- ar um það sem hann gerði ekki við sölu bankanna, en sá hængur er á að Ríkisendurskoðun er með fyrirvara um að stofnunin sé kannski hvorki grænsápa né magarín. Þess vegna eru áhöld um hvort hendur forsætisráð- herra eru eins hreinar og hann vill vera láta. Þess vegna er mögulegt að Halldór verði að finna aðra sápu til að losna við þau óhreinindi sem hann er sagður þakinn. SKAÐI ER ORÐINN af þessu máli. Efast er um hvort forsætisráð- herra hafi hreinar hendur. Honum dugir ekki að þvo sér með Ríkisend- urskoðun. Svo er það álit margra að meira þurfi að koma til. Sala bank- anna var fjölbreyttari en svo að skýrsla um það sem Halldór ekki gerði eyði öllum efasemdum. Sér- staklega þegar varað er við að hún sé ekki sótthreinsandi. Svo að lok- um, þurfa ekki fleiri að taka hendur úr vösum og leyfa þjóðinni að sjá hvort sorgarrönd sé undir nögl og nögl? BAKÞANKAR SIGURJÓNS M. EGILSSONAR Hreinar hendur

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.