Fréttablaðið


Fréttablaðið - 20.06.2005, Qupperneq 88

Fréttablaðið - 20.06.2005, Qupperneq 88
SÍMANÚMER FRÉTTABLAÐSINS: 550 5000, fax: 550 5099 Ritstjórn: 550 5005, fax: 550 5006, ritstjorn@frettabladid.is DREIFING: dreifing@posthusid.is Auglýsingadeild: auglysingar@frettabladid.is Veffang: visir.is VIÐ SEGJUM FRÉTTIR SMÁAUGLÝSINGASÍMINN ER 550 5000 555 7500 Þakviðgerðir Nánari upplýsingar á www.pace.is Málarameistari sér um þakið Síðan 1991 Þegar ég var patti spurði mammamig einu sinni hvað ég ætlaði að verða þegar ég yrði stór. „Lögfræð- ingur,“ svaraði ég um hæl. Svarið vakti undran þar sem ég þekkti eng- an lögfræðing og vissi ekkert um lögfræðinga. Pabbi var bifvélavirki og ég þekkti ekki aðra menn en þá sem unnu með höndunum og reynd- ar var það svo að oft mátti ekki á milli sjá hvor var skítugri að kveldi, ég eða pabbi. Eftir að hafa svarað að ég vildi verða lögfræðingur var ég spurður hvers vegna ég vildi verða lögfræðingur: „Þá þarf ég ekki að þvo mér um hendurnar.“ EINHVERRA HLUTA vegna vissi ég, sem barn, að lögfræðingar vinna ekki vinnu sem gerir þá skítuga um hendurnar. Svo er hægt að takast á um hvað er skítugt og hvað ekki. Í huga barnsins var hins vegar enginn vafi á hvað var skítugt og hvað ekki. Tjöruslettur, málning og sorgarrend- ur undir nöglum gerðu hendur skítug- ar. Grænsápa var fín til að ná flestu af en stundum varð að nota magarín, einkum á tjöru og olíumálningu. Við slíkar hreingerningar er eðlilegt að barn óski sér að þurfa aldrei aftur að ganga í gegnum þannig hreinsun. SVO ER HITT. Ekki nást öll óhrein- indi af, jafnvel ekki með magaríni og grænsápu. Jafnvel ekki með Ríkis- endurskoðun. Halldór Ásgrímsson veifaði samantekt Ríkisendurskoðun- ar um það sem hann gerði ekki við sölu bankanna, en sá hængur er á að Ríkisendurskoðun er með fyrirvara um að stofnunin sé kannski hvorki grænsápa né magarín. Þess vegna eru áhöld um hvort hendur forsætisráð- herra eru eins hreinar og hann vill vera láta. Þess vegna er mögulegt að Halldór verði að finna aðra sápu til að losna við þau óhreinindi sem hann er sagður þakinn. SKAÐI ER ORÐINN af þessu máli. Efast er um hvort forsætisráð- herra hafi hreinar hendur. Honum dugir ekki að þvo sér með Ríkisend- urskoðun. Svo er það álit margra að meira þurfi að koma til. Sala bank- anna var fjölbreyttari en svo að skýrsla um það sem Halldór ekki gerði eyði öllum efasemdum. Sér- staklega þegar varað er við að hún sé ekki sótthreinsandi. Svo að lok- um, þurfa ekki fleiri að taka hendur úr vösum og leyfa þjóðinni að sjá hvort sorgarrönd sé undir nögl og nögl? BAKÞANKAR SIGURJÓNS M. EGILSSONAR Hreinar hendur
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.