Fréttablaðið


Fréttablaðið - 27.06.2005, Qupperneq 12

Fréttablaðið - 27.06.2005, Qupperneq 12
12 27. júní 2005 MÁNUDAGUR Keppni allra landsmanna Frítt á leiki og happdrættispottur Sextán ára og yngri fá frítt á leiki í Landsbankadeildinni í sumar og lenda í happdrættispotti þar sem dregnir verða út 100 glæsilegir vinningar. Miðar eru afhentir í útibúum bankans. 1. vinningur: 4 flugmiðar og 4 miðar á leik í Meistaradeild Evrópu. Aðrir vinningar: Áritaðar landsliðstreyjur og vandaðir fótboltar. ÍS LE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S L BI 2 88 30 06 /0 5 410 4000 | www.landsbanki.is VIÐ STYÐJUM ÍSLENSKA KNATTSPYRNU MEÐ STOLTI |7. UMFERÐ LANDSBANKADEILDAR KVENNA mán. 27. júní 19:00 Stjarnan - ÍBV mán. 27. júní 20:00 ÍA - Keflavík þri. 28. júní 20:00 FH - Breiðablik þri. 28. júní 20:00 KR - Valur Þreyttir en ánægðir göngumenn komu til Víkur í Mýrdal í gær og lögðu að baki lengstu dagleiðina í ferðinni til þessa, 29,7 kílómetra. Bjarki kenndi sér meins í fótum á laugardag og hvíldi sig í Vík í gær og tók á móti Guðbrandi og Tómasi föru- neytisstjóra. Á laugardag komum við að Skógum og heilsuðum vitaskuld upp á Þórð Tómasson safnstjóra. Honum leist vel á það uppátæki okkar að ganga hring- inn í kringum landið og fullyrti að við hefðum nú þegar hjálpað mörgum með því að vekja athygli á málefnum fatlaðra. Þórður er frændi Tómasar föruneytis- stjóra og var því nokkuð inni í málum. Okkur hefur verið einstaklega vel tekið hvar sem við komum og allir vilja eitthvað fyrir okkur gera. Sunnlenskir bændur hafa verið iðnir við að bjóða okkur heim og bera jafnan fram alls konar kræsingar sem fylla okkur orku. Magnús Sigurjónsson í Hvammi færði okkur flatkökur og skonsur og Kristín Jónsdóttir í Skarðshlíð bar á borð pönnukökur með rjóma, kleinur og flatkökur. Kunnum við þeim og öllum öðrum bestu þakkir fyrir. Umferðin um helgina var talsvert minni en við bjuggumst við og gerir það gönguna vitaskuld þægilegri. Annars eru allir afar tillitsamir og draga úr hraðanum þegar þeir aka framhjá okkur. Í dag, mánudag, er langur leggur framundan, við göngum frá Vík að Lauf- skálavörðu sem er rúmlega 37 kílómetra leið. Bestu kveðjur, göngugarparnir. Bjarki hvílist og gestrisni sunnlenskra bænda HALTUR LEIÐIR BLINDAN: PÓSTKORT FRÁ BJARKA OG GUÐBRANDI nær og fjær „Ingibjörg Sólrún er full- trúi og fló Dagur B. Egg- ertsson sé ekki skrá›ur í Samfylkinguna sty›ur hann Ingibjörgu opinber- lega. fia› er ekki hægt a› vera óhá›ur og fylgja formanni stjórnmála- flokks á sama tíma.“ ANNA KRISTINSDÓTTIR BORGARFULLTRÚI Í FRÉTTABLAÐINU „Ég vísa flví alger- lega út í hafsauga a› kjördæmasjónar- mi› séu eingöngu höf› a› lei›arljósi.“ STURLA BÖÐVARSSON SAM- GÖNGURÁÐHERRA Í MORGUN- BLAÐINU. OR‹RÉTT„ “ Í sögufrægu húsi í Hrísey er rekinn fyrsta flokks veitingastaður, sá eini í eyjunni. Árni Tryggvason leikari ólst upp í húsinu en á fjórða áratug síðustu aldar var það notað sem sjúkrahús og á níunda áratugnum var þar ver- búð. Veitingastaðurinn Brekka í Hrísey er ein af mörgum skraut- fjöðrum eyjunnar en þar er boðið upp á fjölbreyttan og metnaðarfullan matseðil í sögu- frægu húsi. Brekka er í eigu Austfirðingsins og athafna- mannsins Elís Árnasonar og fé- laga hans, Þórhalls Arnórssonar, en þeir reka einnig Sjallann á Akureyri og Café Adesso í Smáralindinni í Kópavogi. Elís, sem er menntaður mat- reiðslu- og kjötiðnaðarmaður, er ættaður frá Reyðarfirði en kom fyrst til Hríseyjar fyrir hálfum öðrum áratug til að vinna sem kokkur á Brekku. „Ég vann á Brekku fjögur sumur í röð og mér leið svo vel hér í eyjunni að síðan þá hef ég haft sterkar taugar til hennar. Í fyrra bauðst okkur að eignast veitinga- staðinn og nú hef ég, og konan mín, keypt íbúðarhús hér í Hrís- ey og búum því bæði í eyjunni og í Reykjavík. Reksturinn á Brekku gengur ágætlega en við fórum fyrst og fremst út þetta af hugsjón en ekki til að verða rík af,“ segir Elís. Í Brekku er boðið upp á kökur og kaffi, pítsur og skyndirétti en einnig eðal steikur og margvís- lega fiskrétti. Staðurinn rúmar um 100 manns í mat og tíu til tólf manns í gistingu en Elís segir að gistiaðstaðan verði hugsanlega stækkuð í framtíðinni. Frá 1. júní til 1. september er opið alla daga en aðallega um helgar yfir vetrarmánuðina. „Hingað koma meðal annars hópar frá Akur- eyri og víðar auk þess sem flestir ferðamenn sem koma til eyjunnar líta við hjá okkur. Um Greifahöllin í GREIFINN Í HRÍSEY Veitinga- og athafnamanninum Elís Árnasyni líður vel í Hrísey en hann og fjölskylda hans halda þar sitt annað heimili. VEITINGASTAÐURINN BREKKA Húsið þótti mikil bygging á sínum tíma og kölluðu Hríseyingar Gunnlaugur A. Júlíus- son hagfræðingur lauk Western States 2005, 100 mílna ofurmara- þonhlaupinu, klukkan 14:14 í gær. Hann hafði þá verið á hlaupum í 26 klukkustundir, fjórtán mínútur og fjórtán sekúndur. Maður að nafni Scott Jurek kom fyrstur í mark í hlaupinu en hljóp kílómetrana 160 á 16 klukkustundum, 43 mínútum og fjórum sekúndum. Gunnlaugur undir- bjó sig vel og vandlega fyrir hlaupið langa og hóf formlegan og reglu- legan undirbúning í janúar. Western States hlaupið þykir afskap- lega erfitt og yfir marg- ar erfiðar hindranir að fara. Hlauparar geta meðal annars átt á hættu að mæta skröltormi og í viðtali í Fréttablaðinu í maí var Gunnlaugur spurður hvað hann myndi gera ef hann mætti slíkri skepnu. „Reyna að hoppa yfir helvítið,“ svaraði hann að bragði. Ekki fengust upplýs- ingar um hvort Gunn- laugur þurfti að hoppa yfir skröltorm. - bþs ÁSTKÆRA YLHÝRA Endurtekin klifun, aftur og aftur Endurtekningar í málinu geta tekið á sig ýmiss konar myndir. Klifun getur verið stílbragð sem neglir hugtak í minni lesanda eða hlustanda, en stundum klifum við á sama hlutnum án þess að taka eftir því sjálf. Í við- skiptalífinu er gjarnan talað um „árs- fjórðung ársins“, eins og það kæmi til greina að skipta árinu niður í landsfjórðunga eða flatbökusneiðar. Svipuðu gegnir um „landsliðsþjálfara landsliðsins“, ef maðurinn þjálfar landsliðið liggur ljóst fyrir að maður- inn þjálfar landsliðið. Sem pistlahöf- undur þessa pistils vil ég hvetja les- endur til umhugsunar og að pæla í þessu. magnus@frettabladid.is FR ÉT TA B LA Ð IÐ /H EI Ð A Gunnlaugur Júlíusson hljóp í Bandaríkjunum: Hljóp 160 kílómetra á 26 klukkustundum
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.