Fréttablaðið - 27.06.2005, Side 20

Fréttablaðið - 27.06.2005, Side 20
Halldóru Bragadóttur arkitekt þykir arkitektúrinn á Háskólabíói mjög nýstárlegur miðað við byggingartímann. 4 27. júní 2005 MÁNUDAGUR ,,Við ætlum fjórar vinkonur saman aftur og aftur! Diskarnir eru æðislegir hjá okkur!“ S á k ið f i k di bö Hvað segja börnin um námskeið í Keramik fyrir alla? saman aftur og aftur! Diskarnir eru æðislegir hjá okkur!“ Sumarnámskeið fyrir skapandi börn, eldri og yngri, keramik, teikning, málun - allt innifalið - litlir hópar. Aðeins 8500 kr. vikan! Skráning í Keramik fyrir alla, sími 552 2882, Laugavegi 48b. Sjá lýsingu: www.keramik.is Sumarnámskeið Keramik fyrir alla Ennþá laust á vinsælu barna ámskeiðin. Ein vika, allt innifalið kr. 8900.- Bókið núna. Fossaleyni 8 · 112 Reykjavík Sími 577 2050 · www.formaco.is Gluggar 10 ára ábyrgð Halldóra Bragadóttir arkitekt segist eiga sér mörg eftirlæt- ishús en það eitt þeirra standi upp úr. „Ég verð að nefna Háskólabíó við Hagatorg, en ég geng þar um á hverjum degi,“ segir Halldóra Bragadóttir arkitekt spurð um eftirlætishúsið sitt. „Annars er þetta mjög erfið spurning og mörg hús koma upp í hugann. Mér detta einnig í hug Kjarvalsstaðir og Nor- ræna húsið og fullt af fínum funkis-húsum. Parhýsið við Há- vallagötu, flest íbúðarhús Sigvalda Thordarsonar og þó fussað sé mikið yfir húsinu milli Hótel Borg- ar og Reykjavíkur Apóteks finnst mér það skemmtilegt í götumynd- inni. Að ónefndum eigin arki- tektúr,“ segir Halldóra og hlær. Háskólabíó er samt sem áður bygging sem hún segir vera í mestu uppháhaldi enda sé arki- tektúrinn á húsinu mjög nýstárleg- ur þrátt fyrir að húsið sé hannað í kringum 1956. „Mér þykir voða skemmtilegt formið sem minnir mig á gamla myndavél og mér hefur alltaf þótt frísklegur arkitektúr á bygging- unni,“ segir Halldóra. Henni þykir sú seinni tíma viðbygging sem hefur verið bætt við húsið vera fín þó að sumar innanhússbreytingar hafi kannski ekki verið til bóta. Og henni þykir kominn tími á að laga eitt og annað á gömlu byggingunni. „Öll ásýnd hússins einkennist af vissum borgarbrag og það eru smápunktar á bláa fletinum þar sem kemur lýsing og gefur stór- borgarbrag í myrkri. Það mætti bara huga betur að því að hafa all- ar perurnar í gangi,“ segir Hall- dóra. „Torgið í kringum Háskólabíó er skemmtilegt, þetta er skemmti- leg hverfismiðja sem maður getur séð fyrir sér í nýjum verkefnum frekar en að setja skólana út í móa. Líflegt og skemmtilegt er þarna á morgnana þegar skólinn stendur yfir og svo við bíóið á kvöldin,“ segir Halldóra og bætir því við að afar fallegt sé að sjá Háskólabíó blasa við endann á Birkimelnum en verst þykir henni skilti á bens- ínstöð sem skyggir á útsýnið. „Húsið er mjög glæsilegt og leiðin- legt að skiltið skyggi svona á það,“ segir Halldóra „Þetta er ekta bíó sem gaman er að hafa í miðju hverfi og stemning sem maður vildi endurvekja,“ segir Halldóra. kristineva@frettabladid.is Skjól er fólki mikilvægt í görðum sínum enda spretta girðingar og skjólveggir jafn hratt upp og fíflar um allan bæ. Girðingar veita ekki bara skjól undan veðrum og vindum heldur einnig forvitnum nágrönn- um og óboðnum gestum og veita næði. Tvær leiðir eru mögulegar þegar setja á upp girðingu eða skjólvegg, byggja frá grunni eða kaupa tilbúið efni. Best er að byggja grindverkið frá grunni þar sem hægt er að sér- sníða það eftir þörfum og þá er hægt að láta hug- myndaflugið ráða ferðinni. Auðveldast á hinn bóginn er að kaupa tilbúna skjólveggi eða grindverk, þó fólk sé þá bundið stöðluðum stærðum en úrval- ið er þó mikið og grindverkin til af öllum stærðum og gerðum. Yfirleitt er gegnvarin fura notuð í grindverk og er hún grænleit á lit en einfalt er að mála hana í öllum regnbogans litum. Áður en grind- verk er málað er gott að ráð- færa sig við sérfræðinga því nauðsyn- legt er að með- höndla viðinn á réttan máta svo hann endist sem lengst. Verslanirnar Húsasmiðjan og Byko hafa báðar gefið út bæk- linga sem leið- beina fólki um u p p s e t n i n g u skjólveggja og smíðar grindverka. Bæklingarna er jafnframt hægt að skoða á vefsíðum verslananna og þaðan er hægt að prenta efnið út. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /P ÁL L B ER G M AN N Stórborgarbragur og gamaldags bíóstemning Girt upp fyrir sig Grindverk og veggir veita skjól og næði í íslenskum görðum. Tilbúnir skjólveggir og grindverk í Húsa- smiðjunni. Hár skjólveggur lokar garðinn vel af og ekki auðvelt fyrir óboðna gesti að komast þar inn. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /N O R D IC P H O TO /G ET TY Tilbúnir skjólveggir og grindverk í Byko (hér að ofan og neðan).

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.