Fréttablaðið - 27.06.2005, Side 65

Fréttablaðið - 27.06.2005, Side 65
Í gær var alþjóðlegur dagur Sam- einuðu þjóðanna til stuðnings fórn- arlömbum pyndinga. Sagan kennir okkur að of margir hafa kosið að þegja andspænis misþyrmingum. Amnesty International hefur unnið mikið starf í baráttunni gegn pynd- ingum og í áraraðir birt upplýsingar um pyndingar og þrýst á yfirvöld víða um heim að stöðva slíkar mis- þyrmingar. Fyrsta herferð sam- takanna gegn pyndingum beindist að pyndingum á pólitískum föngum. Sú herferð leiddi meðal annars til þess að Sameinuðu þjóðirnar sam- þykktu sáttmála gegn pyndingum sem meira en 120 ríki hafa staðfest. Þó hylma margar ríkisstjórnir yfir pyndingar í stað þess að sækja hina ábyrgu til saka. Mikið starf er enn óunnið til verndar fólki sem sætir eða hefur sætt slíkri meðferð. Víða í heiminum er fólk pyndað á kerfisbundinn hátt. Pyndingar þekkja engin landamæri. Á lista yfir pyndingartæki eru ekki aðeins forn tæki, svo sem svipur, barefli, heldur er nútímatækni líka beitt, rafmagni, sálfræði og lyfjum. Pyndingar eru eitt mesta lýtið á mannskepnunni. Amnesty International berst fyrir afnámi pyndinga og beitir sér einkum á tvennan hátt; með beinni íhlutun til þess að bjarga fórnar- lömbum pyndinga þegar upp- lýsingar eru fyrir hendi og með því að hvetja yfirvöld, samtök og almenning til að gera sitt til þess að uppræta pyndingar. Í hinu svokallaða „Stríði gegn hryðjuverkum“ hafa ýmis stjórn- völd, þar á meðal Bandaríkjamenn, reynt að endurskilgreina pyndinga- hugtakið og grafa þannig undan því algjöra banni sem hefur verið á notkun pyndinga. Í viðtölum við fyrrum fanga sem haldið var í búðum sem reknar eru af banda- rískum stjórnvöldum í Írak, Afganistan og Guantánamo hefur komið fram að þeir hafa sætt pynd- ingum og niðurlægjandi meðferð. Upplýsingar Amnesty sýna að ekki er um afmörkuð tilfelli að ræða. Bandarísk stjórnvöld hafa ekki brugðist efnislega við ásökunum sem fram hafa komið í rannsóknum óháðra mannréttindasamtaka á borð við Amnesty International. Amnesty-félagar hafa barist gegn pyndingum frá stofnun sam- takanna. Sú barátta hefur beinst að fjölmörgum ríkisstjórnum sem hafa gerst sekar um slíka meðferð. Al- menningur og ríkisstjórnir um allan heim þurfa að taka höndum saman gegn þeirri miklu vá sem pyndingar eru og fordæma þær. Höfundur er framkvæmdastjóri Íslandsdeildar Amnesty Intern. Grimmilegt, ómannlegt og smánar okkur öll MÁNUDAGUR 27. júní 2005 JÓHANNA K. EYJÓLFSDÓTTIR UMRÆÐAN BARÁTTAN GEGN PYNDINGUM

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.