Fréttablaðið - 27.06.2005, Síða 68

Fréttablaðið - 27.06.2005, Síða 68
27. júní 2005 MÁNUDAGUR > Við fordæmum ... .... framkomu ÍA sem stillti upp varaliði gegn finnska liðinu Inter Türku í gær en ljóst var að Skagamenn höfðu lítinn áhuga á að komast áfram í keppninni. Slík framkoma er íslenskri knattspyrnu ekki til framdráttar og ef lið hafa ekki áhuga á keppninni þá eiga þau ekki að taka þátt. Skammist ykkar! Heimsmet hjá Kristínu Afrekskonan Kristín Rós Hákonardóttir setti heimsmet í 200 metra baksundi á opna þýska meistaramótinu í gær. Hún synti á 3 mínútum og 8,23 sekúndum. Kristín lét ekki þar við sitja heldur setti hún líka Íslandsmet í 200 metra skriðsundi. Svo sannarlega glæsilegur árangur hjá þessum stórkostlega íþróttamanni. sport@frettabladid.is 20 > Við óskum ... .... FH-ingum til hamingju með Íslandsmeistaratitilinn 2005 og skömmumst okkar ekkert fyrir að gera það í júní. FH er einfaldlega í sérflokki á Íslandi og ekkert getur komið í veg fyrir að Heimir Guðjónsson lyfti bikarnum á ný. Leikur Vals og KR í Landsbankadeildinni í kvöld verður ekki aðeins áhugaverður fyrir þær sakir að þar mætast gömlu Reykjavíkurstórveldin í deildarleik í fyrsta sinn í langan tíma, heldur má gera ráð fyrir að með einhverjum verði blendnar tilfinningar í leiknum. Willum Þór Þórsson, þjálfari Vals mun stýra liði sínu í fyrsta skipti gegn sínu gamla félagi sem lét hann fara í fyrra og Guðmundur Benediktsson mun spila sinn fyrsta leik gegn KR en hann lék með félaginu í fjölda ára. Fréttablaðið sló á þráðinn til Guðmundar og spurði hann að því hvernig leikurinn legðist í hann. „Það verður áreiðanlega mjög skrítin tilfinning að spila á móti KR, enda var ég búinn að vera hjá þeim í tíu ár áður en ég kom til Vals,“ sagði Guð- mundur. „Ég reyni auðvitað bara að standa mig vel eins og í öllum leikjum, það skiptir ekki máli hvort það er gegn KR eða einhverju öðru liði. Því er þó ekki að neita að þetta verður hálf skrítið, en við erum búnir að tapa tveimur leikjum í röð og því er kominn tími á sigur hjá okkur,“ sagði Guðmundur. Við spurðum hann að lokum hvort hann héldi að fyrrum félagar hans í KR myndu veigra sér við að sparka hann niður í leiknum í kvöld. „Nei, ég hugsa að þeir geri það nú ekki, ef ég þekki þá rétt,“ sagði Guð- mundur og hló. „Þetta verður áreiðanlega hörkuleikur og þegar á völlinn er komið er enginn annars bróðir, enda er ekki vænlegt til árangurs að vera eitthvað að tipla á tánum í þessari baráttu þó maður sé að spila á móti vinum sín- um.“ VALUR TEKUR Á MÓTI KR Í KVÖLD: GAMLIR KR-INGAR TAKA Á MÓTI SÍNUM GÖMLU FÉLÖGUM Árei›anlega skríti› a› spila á móti KR John Lawless, miðjumaður TNS, er mikill aðdáandi Liverpool: Ekki misst af leik me› Liverpool í fimm ár FÓTBOLTI John Lawless, miðju- maður Total Network Solutions, sem mætir Liverpool í fyrstu um- ferð meistaradeildar Evrópu, er mikill aðdáandi Liverpool og hefur ekki misst af leik með liðinu í fimm ár. Lawless, sem er með Liver- pool húðflúr á handleggnum, get- ur ekki beðið eftir því að mæta þeim. „Fjölskylda mín mætir á leiki með Liverpool og ég fór með henni til Istanbúl á úrslitaleikinn. Besta stund lífs míns. En ég held að þessi leikur muni toppa úrslita- leikinn. Að spila á móti hetjunum mínum verður ótrúlegt, og ég mun leggja mig allan fram.“ Nora, móðir Johns, er afar stolt af syni sínum. „Ég er svo ánægð fyrir hans hönd, en jafn- framt vorkennum við honum því leikmenn Liverpool eru hetjurn- ar hans. Síðan hann var krakki hefur hann verið mikill aðdáandi liðsins og fer á alla leiki með þeim. Hann mun án efa njóta hverrar sekúndu af leiknum.“ Total Network Solutions reynir nú að fá heimaleikinn sinn færðan yfir á heimavöll Wrex- ham þar sem þeirra völlur tekur að hámarki tvö þúsund áhorfend- ur. - mh HEIMAVÖLLUR TOTAL NETWORK SOLUTIONS Aðalstúkan á heimavelli Total Network Solutions er ekki jafn glæsileg og Kop-stúkan fræga á Anfield Road í Liverpool. Fylkismenn flengdir FH klára›i Fylki á 21 mínútu í Árbænum. Hafnfir›ingar voru frábærir í leiknum og formsatri›i fyrir flá a› verja titilinn. FÓTBOLTI Þó svo að júnímánuður sé ekki liðinn lítur út fyrir að ráðið sé hverjir verði Íslandsmeistarar í knattspyrnu karla í ár. FH-ingar hafa unnið alla átta leiki sína á mótinu til þessa og þann síðasta með því að skora fimm mörk gegn tveimur á heimavelli Fylkis í Ár- bænum. Fyrirfram var talið að Fylkismenn þyrftu að stöðva FH- inga ef einhver spenna ætti að ríkja við toppinn í sumar og svöruðu Hafnfirðingar því mjög skýrt að þeir ætli hvergi að gefa eftir. „Ég hef aldrei lent í því að vera 4-0 undir eftir hálftíma,“ sagði Björgólfur Takefusa, annar markaskorara Fylkis eftir leikinn. „Að vinna sig úr því var of mikið í dag, sérstaklega gegn þessu liði.“ Að klára leikinn eftir það var bara formsatriði og þó svo að Fylkismenn hafi klórað í bakkann í lok leiksins var sigur FH aldrei í hættu. Þess í stað fullkomnaði Allan Borgvardt þrennuna sem var við- eigandi þar sem hann hafði rotað heimamenn með tveimur góðum mörkum í upphafi leiksins. „Þeir eru búnir að vinna alla sína leiki og það verður erfitt að stoppa þá,“ sagði Björgólfur. „Ég held að það sé formsatriði fyrir þá að klára mótið eins og málum er háttað núna. Þeir eru með góðan hóp og mjög vel spilandi lið.“ Þrjá byrjunarliðsmenn vantaði í lið FH í dag en kom engan veg- inn að sök. Liðið spilaði glimrandi vel á vellinum. „Þetta er ekki bara formsatriði fyrir okkur,“ sagði Tryggvi Guð- mundsson FH-ingur eftir leikinn. „Þetta er snilldarbyrjun og við verðum að halda þessu áfram en það er nóg eftir af mótinu.“ Um leikinn sagði hann að það hafi verið lagt upp með að klára Fylkismenn snemma. „Við vorum staðráðnir í því að byrja vel. Fylkir er mjög léttleikandi lið ef það nær sér á strik. Við ætluðum ekki að gefa þeim tækifæri til þess og var ágætt að vera komnir 3-0 yfir í upphafi leiksins. Þetta gekk allt upp hjá okkur.“ eirikurst@frettabladid.is 2-5 Fylkisvöl., áhorf: 1514 Magnús Þórisson (6) TÖLFRÆÐIN Skot (á mark) 8–15 (4–12) Varin skot Bjarni 6 – Daði 2 Horn 2–3 Aukaspyrnur fengnar 9–15 Rangstöður 2–4 0–1 Allan Borgvardt (8.) 0–2 Allan Borgvardt (13.) 0–3 Auðun Helgason (21.) 0–4 Heimir Guðjónsson (33.) 1–4 Björgólfur Takefusa, víti (70.) 2–4 Helgi Valur Daníelsson (80.) 2–5 Allan Borgvardt (86.) Fylkir FH *MAÐUR LEIKSINS FYLKIR 4–4–2 Bjarni 6 Arnar 3 (46. Kristján 5) Valur Fannar 4 Ragnar 4 Gunnar Þór 4 Guðni Rúnar 6 Helgi Valur 5 Eyjólfur 7 Viktor Bjarki 5 (63. Albert 5) Christiansen 4 (46. Gustafsson 3) Björgólfur 7 FH 4–3–3 Daði 8 Freyr 8 Auðun 8 Ásgeir 8 Guðmundur 8 Heimir 6 Baldur 7 (67. Jónas 6) Davíð 6 Atli Viðar 7 (77. Ólafur Páll –) Tryggvi 7 Borgvardt 9* ÞRENNA Daninn Allan Borgvardt skoraði þrjú mörk gegn Fylki í gær. Atli Viðar Björnsson fagnar hér einu markana með honum. FRÉTTABLAÐIÐ/E.ÓL.

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.