Fréttablaðið - 27.06.2005, Side 75

Fréttablaðið - 27.06.2005, Side 75
GWYNETH PALTROW Leikkonan ætlar að þjóna tónlistar- mönnunum á Live 8 tónleikunum í London. Paltrow í fljónshlutverk Leikkonan Gwyneth Paltrow ætlar ekki að láta sitt eftir liggja þegar Live 8 tónleikarnir fara fram á fimmtudaginn kemur. Leikkonan ætlar að bera fram te og smákökur þegar tónleikarnir fara fram í London. Paltrow ákvað þetta þegar hún heyrði að Chris Martin og fé- lagar hans í Coldplay ættu að vera aðalnúmerið á tónleikunum í heimalandi söngvarans. ■ TOM CRUISE OG KATIE HOLMES Cruise virðist vera skapstór, því hann er ýmist í ofsagóðu skapi eða hundfúll. Cruise rei›ist í sjónvarpi Tom Cruise lenti í rifrildi við þáttastjórnanda Today-þáttarins á NBC, Matt Lauer, á föstudag. Lauer minntist á gagnrýni Cruise á leikkonuna Brooke Shields fyrir að taka lyf við fæðingarþung- lyndi, en Cruise lýsti því yfir fyrir nokkru að hann væri á móti slíkum lyfjum vegna trúar sinnar. „Þú þekkir ekki sögu geð- lækninga. Ég geri það hins vegar,“ sagði Cruise við Lauer. Viðtalið varð eldfimara þegar þáttastjórnandinn sagði að hann þekkti fólk sem hefði notið góðs af rítalíni. „Matt, Matt, þú veist ekki einu sinni...þú ert slægur,“ sagði Cruise æstur. „Þú veist ekki einu sinni hvað rítalín er. Ef þú byrjar að tala um efnafræðilegt ójafn- vægi þá verður þú að meta og lesa rannsóknargögnin um hvernig þeir fundu upp þessar kenningar, Matt, allt í lagi? Það er það sem ég gerði.“ ■

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.